Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 27

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 27
6.a. Tœkniháskóli. Nefndin leggur til, að nú þegar á árinu 1971 verði tekin ákvörðun um að stofna tækniháskóla, er hefji starf- semi sína eigi síðar en haustið 1973. Verði tæknihá- skólinn tiltölulega sjálfstæð stofnun innan vébanda Há- skóla íslands, með sérstaka fjárveitingu og eigin stjórn skipaða kennurum, stúdentum og fulltrúum frá atvinnu- lífinu. Ur tækniháskóla verði útskrifaðir tæknifræðingar að loknu þriggja ára námi, en verkfræðlngar og tækni- hagfræðingar að loknu fjögurra til fimm ára námi (merkt sem 4Vi ár á yfirlitsmynd). Þetta krefst þess, að megin- áherzlan verði lögð á hina tæknifræðilegu sérmenntun og sérþjálfun fyrstu 3 árin, og verði tæknifræðings- námið jafnframt fyrra hluta nám fyrir verkfræðinga og tæknihagfræðinga. í einstökum greinum, sem miða að rannsóknarverkfræðingsstörfum, t. d. efnafræði, verði þó heimilt að hafa fyrstu 3 námsárin með minna tækni- fræðisniði, enda veiti próf að loknu 3. ári þá eigi tækni- fræðingstitil. Með þessum hætti mundi sameinast í tækni- háskóla tæknifræðimenntun, sem nú er veitt í Tækni- skóla íslands, og verkfræðimenntun verkfræði- og raun- vísindadeildar Háskóla íslands, auk þess sem bætt yrði við námi í tæknihagfræði. Inntökuskilyrði í tækniháskóla verði sem hér segir: a) tæknistúdentspróf frá raungreinadeild tækniskóla, að loknu sveinsprófi, símvirkjaprófi eða vélstjóraprófi 2. stigs eða að lokinni annarri sambærilegri und;rbún- ingsmenntun, eða b) stúdentspróf stærðfræðideildar að viðbættri 1) a. m. k. 6 mánaða verkskólun, sem afla mætti í sumarleyf- um og lyki með verklegu prófi, eða 2) a. m. k. 12 mán- aða verkskólun og starfsreynslu, sem einnig lyki með prófi, og skulu þá verkskólunannánuðir teljast tvö- faldir mánuðir í samanburði við venjulega starfs- reynslumánuði. í þeim tæknifræði-/verkfræðigreinum, þar sem það á við, verði auk þess krafizt allt að þriggja mánaða verk- skólunar eða starfsreynslu, sem afla mætti í sumar- leyfum frá tæknifræðináminu. 6.b. T'ceknaskóli. Nefndin leggur til, að árið 1973 verði stofnaður Tœknaskóli íslands, og taki hann við því hlutverki Tækni- skóla íslands, sem þá flyzt ekki inn í tækniháskóla, auk þess sem skólinn mundi bæta við nýjum deildum. Verði tækniháskóli stofnaður, mun hann taka að sér alla tæknifræðimenntun í landinu. Verður þá hlutverk tæknaskólans fyrst og fremst það að mennta iðntækna, en nefndin telur mikilvægt að tryggja, að menntun tengi- liðar milli iðnaðarmanns annars vegar og tæknifræðings eða verkfræðings hins vegar verði veitt innanlands, og hefur því lagt til, að tceknaskóli leysi Tækniskóla íslands af hólmi árið 1973, sbr. ofanritað. Jafnframt munu undir- búningsdeild og raungreinadeild halda áfram tilvist sinni við tækniskólann til þess að búa nemendur undir tækni- fræðinám, en skv. framkvæmdaáætlun mun undirbún- ingsdeildin þó hverfa frá skólanum árið 1981 í síðasta lagi, eftir að námsefni hennar hefur færzt inn í iðnskóla. Frá og með 1973 leggur nefndin til, að verkleg inn- tökuskilyrði í tæknaskóla verði viðeigandi sveinspróf, sím- virkjapróf eða vélstjórapróf 2. stigs ellegar önnur sam- bærileg menntun. í Tæknaskólanum verði eftirtaldar deildir: a) iðntœknadeildir (raf-, rafeinda-, vél-, bygginga- og rekstrartæknadeild, og e. t. v. fleiri sérdeildir): tveggja ára sérnám fyrir iðnsveina (og símvirkja), og verði námið undirbúningur undir framleiðslu- og verk- stjórnarstörf; b) rannsóknartceknadeildir (meina- og efnatæknadeild og e. t. v. fleiri sérdeildir): eins árs sérnám að viðbættri eins árs verklegri þjálfun fyrir stúdenta eða nemend- ur með sambærilegan viðeigandi undirbúning, og búi námið nemendur undir aðstoðarstörf á rannsóknastof- um; c) undirbúnmgsdeild (til 1981 eða skemur) og raun- greinadeild, hvor um sig eitt ár, er veita nemendum bóklegan undirbúning að tæknifræðinámi, og útskrifi raungreinadeildin tceknistúdenta. Þess þarf vandlega að gæta, að samráð verði haft um setningu námsskrár og skipulagningu náms í iðntækna- deildum tæknaskóla annars vegar og meistaradeildum iðn- skóla hins vegar, og verði þá keppt að skynsamlegri sam- vinnu og verkaskiptingu. 8. Garbyrkjunám. Garðyrkjunám verði þriggja ára nám í 1) gróðurhúsa- garðyrkju eða 2) skrúðgarðyrkju, sem er löggilt iðngrein, og skiptist námið í bóknám, verklega þjálfun í skóla og starfsreynslu. Inntökuskilyrði í 1. bekk skólans verði miðskólapróf, en í 2. bekk skólans búfræðipróf, sveinspróf eða eins árs nám á matvælakjörsviði í framhaldsdeild gagnfræða- skóla, þegar stofnað verður til slíkrar námsbrautar. Óski nemendur, sem lokið hafa námi í garðyrkjuskóla, að öðlast rétt til að stunda líffræðinám við Háskóla ís- lands, telur nefndin sanngjarnt, að þeim verði gefinn kostur á allt að 12 mánaða undirbúningsnámi í almenn- um greinum, og öðlist þeir rétt til að hefja háskólanám í a. m. k. líffræðigreinum, ef þeir standast kröfur þess undirbúningsnáms. Frá og með árinu 1976 er gert ráð fyrir því, að starf- rækslu 1. bekkjar verði hætt við garðyrkjuskóla, en í hans stað komi viðeigandi undirbúningsnám annars staðar, sérstaklega nám hliðstætt matvælakjörsviði í framhalds- deild gagnfræðaskóla. Jafnframt verði bætt við eins árs framhaldsmenntun við skólann (garðyrkjutæknadeild), og verði stefnt að því m. a. að slík deild henti vel sem undir- búningur frekara tæknanáms í garðyrkju erlendis. Frá og með 1982 (langdræg lausn) verði stefnt að því, að almennt garðyrkjunám verði tveggja ára nám að loknum TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.