Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 22
Fyrir rúmum þremur árum tók til starfa ofnasmiðjan PANELOFNAR HF í Kópa-
vogi og smiðar miðstöðvarofna úr stáli fyrir olíukyndingu sem og hitaveitu. Ofna-
smíðin hófst haustið 1968 og störfuðu þá tveir menn við fyrirtækið, en nú eru
starfsmenn sjö og framleiðslan á siðasta ári varð um 80% meiri en ári'3 áður. I ár
er fyrirhuguð stækkun á húsnæðinu sem nemur 30% og gefur það möguleika til
um 50% aukningar á þessu ári frá árinu áður.
PANELOFNAR eru ætlaðir jafnt fyrir hitaveitu og olíukyndingu og hefur verið
kappkostað að framleiðslan standist fyllstu gæðakröfur, og sýnir sívaxandi fjöldi
viðskiptavina, að framleiðslan hefur líkað vel og er eftirsótt.
Á síðasta ári hófu PANELOFNAR HF samvinnu við belgíska fyrirtækið SOGAZ,
sem er dótturfyrirtæki hinna heimskunnu AGA-verksmiðja. Kaupa PANELOFNAR
nú allt efni til framleiðslunnar frá SOGAZ og hefur fyrirtækið notið aðstoðar og
tæknilegra leiðbeininga frá SOGAZ. Sérfræðingur frá SOGAZ kom hingað til
lands og veitti leiðbeiningar um uppsetningu véla og tækja svo og vinnutilhögun
til aukningar framleiðslunnar og síðan hafa tveir af starfsmönnum PANELOFNA
farið til Belgíu og kynnt sér rekstur ofnasmiðja SOGAZ í Belgíu.
Er framleiðsla PANELOFNA því byggð á dýrmætri reynslu þekkts fyrirtækis á
heimsmarkaðnum, jafnframt þvi að vera sniðin við islenzkar kröfur eins og þær
eru mestar.
Þann 1. október opnuðu PANELOFNAR HF skrifstofu á sama stað og verksmiðjan
er - að Fífuhvammsvegi 23, Kópavogi. Er það von forráðamanna fyrirtækisins að
það verði til aukinnar hagræðingar fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. PANELOFN-
AR bjóða væntanlegum viðskiptavinum sínum að senda inn ofnalista og við mun-
um senda tilboð, án skuldbindinga fyrir kaupanda.
í síðasta mánuði sendu PANELOFNAR HF fyrstu sendingu af PANELOFNUM
til Færeyja, en PANELOFNAR HF tóku þátt í sýningu Félags Iðnrekenda í Fær-
eyjum í fyrra, auk þess sem sendur fulltrúi PANELOFNA fór til Færeyja í sumar
til frekari athugunar á markaðinum þar með tilliti til útflutnings PANELOFNA
til Færeyja. Er vonazt til að um frekari útflutning verði að ræða í framtíðinni.
Ástæða er til að vekja athygli væntanlegra kaupenda á ofnum að gera samanburð
á fleiru en verði — og viljum við benda, í því sambandi, á kjörorð PANELOFNA:
ÞAÐ ER PRÝÐI AÐ PANELOFNUM!