Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 37

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 37
verklega hluta kennslunnar af iðnmeisturum í þeim grein- um, þar sem því verður við komið. Jafnframt er gert ráð fyrir því, að nemendur fái nokkra starfsþjálfun og reynslu í atvinnulífinu og þá í viðeigandi iðngrein milli náms- áfanga í skóla og að skólanámi loknu, áður en sveins- próf er þreytt. Inntökuskilyrði í iðnskóla verði þau, að umsækjandi hafi lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri. Á með- an 9 ára grunnskóla hefur ekki verið komið á, skal nem- andi hafa lokið miðskólaprófi með aðaleinkunn 5 hið minnsta og a. m. k. 4 í íslenzku, dönsku, ensku og stærð- fræði. Þó verði heimilt í undantekningartilvikum að veita undanþágu frá þessu lágmarki í einni grein. Iðnám í skóla miðist við þriggja ára verklegt og bók- legt nám, og skal varið u. þ. b. jafnmiklum tíma til hvors hluta. Kennsla getur verið sameiginleg fyrir tvær eða fleiri samstæðar iðngreinar á fyrstu námsstigum, en greinist síðar í sérgreinar og sérnám, eftir því sem þörfin fyrir sérhæfingu eykst og fyrir verður mælt í námsskrám. Tveggja ára iðnnám í skóla kemur til greina, þar sem settum menntunarkröfum má fullnægja á þeim tíma, eftir að grunnskóla hefur verið komið á. (Til athugunar í því sambandi hárskurður o. fl.). Gert er ráð fyrir, að námsskrár verði samdar eftir þörf- um iðngreinanna, hverrar fyrir sig, í nánu samráði við fulltrúa þeirra. Verði þar ákvæði um innihald bæði bók- legs og verklegs náms í skóla, svo og verklegs náms hjá iðnmeistara, þar sem það á við; einnig ákvæði um kröfur til sveinsprófs. Jafnframt mætti kveða nánar á um verk- lega þjálfun milli námsáfanga í skóla, ef fulltrúum iðn- greina þætti ástæða til. Skólanámið er áætlað 9 mánuðir árlega að viðbættum a. m. k. tveim mánuðum á ári, sem varið yrði til starfs og reynslu í atvinnulífinu í viðeigandi iðngrein. Að loknu þriggja ára iðnnámi í skóla og um leið a. m. k. 6 mánaða starfsreynslu í iðninni skal nemandi þreyta sveinspróf á vegum skólans, og telst nemandinn að því loknu fullgildur verkmaður í iðngreininni, þ. e. iðn- sveinn. Iðnsveinn á kost á framhaldsnámi í tæknaskóla eftir nánari reglum, sem um það munu verða settar, eftir því hvaða iðngrein um er að ræða og hvers konar tækninám. Sá, sem lokið hefur sveinsprófi í iðngrein, skal stunda eins árs framhaldsnám við meistaraskóla og öðlast a. m. k. eins árs starfsreynslu í iðninni eftir sveinspróf, áður en hann öðlast meistararéttindi og þar með rétt til að standa fyrir atvinnurekstri í greininni. Ákveðið verði um gildistöku þessa ákvæðis af stjórnvöldum, sérstaklega fyrir hverja iðngrein, að höfðu samráði við félagssamtök iðn- greinarinnar. í skammtímalausn verður um að ræða hefðbundið iðn- nám, þ. e. meistarafræðslu á verklegu sviði og um þriggja mánaða skólanám árlega á námstímanum, í þeim iðn- greinum, þar sem kerfisbundið skólanám er ekki komið til. Nemendur, sem ljúka iðnnámi eftir slíkri námsbraut, skulu einnig ljúka námi í meistaraskóla, sbr. ofanritað, áður en þeir öðlast fullgild meistararéttindi, jafnskjótt og meistarafræðsla í grein þeirra er tekin upp. Sama skal gilda um þá, sem lokið hafa sveinsprófi samkvæmt eldri reglum, en veita skal eins árs aðlögunartíma. Nefndin telur rétt að vekja sérstaka athygli á því, að mikið fjárhagslegt átak er framundan, áður en iðnskól- arnir geta, almennt talað, tekið iðnfræðsluna að öllu leyti í sínar hendur samkvæmt tillögum þessum, en hún lítur jafnframt svo á, að sú stefna, sem hér er lögð til, sé rétt og umbætur á þessu sviði þjóðhagslega aðkallandi. Einnig telur nefndin, að um leið og endurbótum á verk- og tæknimentun í landinu verður komið á, þurfi ríkið að taka iðnfræðsluskóla að öllu leyti í sínar hendur eins og aðra svipaða skóla, og loks, að endurskoða þurfi stjórnsýslu þessa þáttar skólakerfisins bæði innan þess ráðuneytis, sem með það fer, og innan skólanna sjálfra, sérstaklega hinna stærri, þar sem margar iðngreinar eru kenndar og margháttuð starfsemi á sér stað. 4. Tcekniskóli (síðar tceknaskóli). 4.1. Skammtímalausn (þ. e. nánar tiltekið til 1973). a) Óbreyttar deildir: TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.