Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 8
lánakerfinu. En er það ekki einmitt til íbúðabygginga,
sem þeirra fé rennur?
- Um það er í rauninni ekkert vitað með fullkominni
vissu. Lífeyrissjóðsþegar fá lán úr sjóðunum með veði í
nýjum eða eldri íbúðum en þar með er alls ekki sagt að
iánin renni alltaf til íbúðakaupa eða íbúðasmíði. Eg er
sannfærður um að þar er mikill misbrestur á, lánsféð er
gjarnan notað til annars. Því þarf að breyta og tryggja að
féð verði beinlínis hagnýtt tii smíði eða kaupa á íbúðum.
Það er sameiginlegt hagsmunamál allra aðila. - Onnur
hlið á lífeyrissjóðamálunum er afstaða sjóðanna gagn-
vart sjóðþegum, bæði að því er varðar lán til þeirra (þau
gætu vafalaust verið hærri) og framlög til þeirra. Ég
held að lífeyrissjóðamálin séu að verða mjög aðkallandi
viðfangsefni, bæði að því er varðar hinar félagslegu og
fjárhagslegu hliðar þeirra.
- Þá skulum við snúa okkur að framförum í húsnæðis-
málum almennt, sem þú sagðir annan arm starfs Hús-
næðismálastofnunarinnar.
- Á því sviði ber fyrst að nefna teiknistofuna, sem
Húsnæðismálastofnunin hefur rekið í ellefu ár af sínum
fimmtán.
Enginn vafi er á því, að starfsemi teiknistofunnar hefur
haft stórkostleg áhrif til framfara í húsnæðismálum, hún
á, að sínu leytinu til mikinn þátt í því hve húsakostur
landsmanna, einkum við sjávarsíðuna utan Reykjavíkur,
hefur stórbatnað seinni árin.
Ljóst er að það er mjög hátt prósentuhlutfall, sem
teiknistofan á í íbúðum utan Reykjavíkur, og hlutur
hennar á höfuðborgarsvæðinu fer vaxandi.
Húsnæðismálastofnunin hefur og veitt lán til fyrir-
tækja, sem koma með gagnlegar nýjungar inn í bygginga-
iðnaðinn. Við höfum veitt stórlán til að tryggja grund-
völl þessara nýjunga meðan þær enn áttu erfitt upp-
dráttar. Þriðji vettvangurinn er svo útgáfa rita um fram-
farir í byggingariðnaðinum og þar tel ég að við þurfum
að einbeita okkur mjög svo vel megi takast.
Svo veitum við framkvæmdalán til framkvæmdaaðila
í byggingariðnaðinum. Þau eiga að geta stutt að fram-
förum þar.
- Framkvæmdalán?
- Já. Húsnæðismálastofnunin hefur nýhafið veitingu
lána til ýmissa framkvæmdaaðila í byggingariðnaðinum.
Er þar um traustan aðila að ræða og skuldbindum við
okkur til að greiða honum öll lán, sem falla kunna á hans
verk, á vissum tíma. Á móti skuldbindur hann sig til að
byggja íbúðirnar á ákveðnu lágu kostnaðarverði og selja
þær fullgerðar á vissu sanngjörnu verði. Ég tel engan
vafa leika á því, að þetta treystir iðnaðinn, veitir örugg-
ari atvinnu og svo fær fólk íbúðirnar fullgerðar, sem eitt
út af fyrir sig er mjög mikilvægt að mínum dómi.
- Hvað með leiguhúsnæði?
- Jú. Við höfum þar hönd í bagga líka. Húsnæðis-
málastofnunin hefur veitt lán til bygginga leiguhúsnæðis.
Sem dæmi get ég nefnt hús Oryrkjabandalagsins í Reykja-
vík og til sveitarfélaga getum við líka veitt lán í sam-
bandi við byggingu elliheimila, sem jú einnig eru leigu-
húsnæði. Og ég veit, að inn í þetta koma svo námsmanna-
hús. Tel ég fullvíst að þessi hlið starfsemi okkar á eftir
að vaxa.
- Utrýming heilsuspillandi húsnæðis er líka á dagskrá
hjá ykkur, eða hvað?
- Jú. Við höfum 18 milljón króna árlegan kvóta frá
ríkissjóði til notkunar í því skyni. Það versta er eigin-
lega, hve sveitarfélög hafa verið treg á þessu sviði. Það
er helzt Reykjavíkurborg, sem hefur gengið þar fram
fyrir skjöldu.
Ég tel brýna nauðsyn á því, að við tökum okkur sam-
an í andlitinu og göngum í það að skrásetja allt heilsu-
spillandi húsnæði, sem til er í landinu. Að því loknu
eigum við svo að hefjast handa og ganga á röðina. Þetta
er vel hægt. En það kostar átak.
- Nú er Húsnæðismálastofnunin aðili að íbúðabygg-
ingum FB í Breiðholti.
- Já. Við eigum þrjá fulltrúa í Framkvæmdanefnd
byggingaáætlunar sem svo heitir, og erum þar fulltrúar
fyrir hönd ríkisins.
- Telur þú, að framkvæmdanefndin hafi náð tilgangi
sínum í Breiðholti?
- Vissulega. í fyrstu var mikill hávaði út af þessu.
En ég held, að nú séu allir sammála - hvort sem þeir vilja
segja það upphátt eða ekki - um að tilganginum hafi
verið náð. Og fyllilega það.
- Hvernig?
- Ég tel, að þessar íbúðabyggingar hafi stuðlað að
tæknilegum framförum í byggingaiðnaðinum, stuðlað að
lækkun íbúðaverðs í Reykjavík og nágrenni, að ógleymdri
hinni félagslegu hlið. Til hennar tel ég, að fólki hefur
gefizt kostur á mun betra húsnæði og umhverfi en það
hafði áður. Það eitt er mikils virði.
- Þú sagðir „stuðlað að lækkun íbúðarverðs". Viltu út-
skýra það nánar?
- Það get ég. Við höfum með íbúðabyggingunum í
Breiðholti aukið framboðið á íbúðum og þar með demp-
að eftirspurnina - og verðið um leið. Annars væru fleiri
um færri íbúðir, sem þýddi óhjákvæmilega hærra verð.
- Gott og vel. En hvað tekur svo við af Breiðholtinu?
- Þá koma verkamannabústaðir til sögunnar. Stjórnum
verkamannabústaða hefur verið komið á fót í mörgum
sveitarfélögum, þær koma í stað byggingarfélaga verka-
manna, sem fyrir voru. Þessar stjórnir eru víðast hvar á
stokkunum nú. Það er þegar á einum stað - Sauðárkróki
- sem framkvæmdir eru hafnar.
- Verður þessi verkamannabústaðaáætlun til dæmis
minni eða stærri en Breiðholtið?
— Henni er ætluð löng framtíð af hálfu löggjafans og
því verður vafalaust byggt á hennar vegum mikill fjöldi
íbúða. En í Breiðholti á Framkvæmdanefndin að byggja
1250 íbúðir. Nú í árslok verða 615 þar að baki fullbyggð-
ar. Hlutverk Framkvæmdanefndar er þannig alveg ljóst.'
44
TÍMARIT IÐNAÖARMANNA