Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 40

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 40
15.5. Almennar athugasemdir. Ef af stofnun tækja- miðstöðvar verður, má gera ráð fyrir, að hún leiði til mjög aukins samstarfs með þeim skólum, er að henni standa, en slíkt samstarf er afar æskilegt. Þá mundu og nemendur af ýmsum stigum tæknináms kynnast nokkuð starfi hverjir annarra, sem gæti orðið til að eyða tor- tryggni eða vanmati og skapa gagnkvæma virðingu fyrir náminu. Slík kynni nemenda geta verið mjög mikilvæg, enda verða þessir menn oft samstarfsmenn síðar meir. Gert er ráð fyrir, að allir skólar njóti þjónustu tækja- miðstöðvarinnar, ef hana er þar að fá, þótt þeir taki ekki þátt í stjórn hennar. 15.6. Staðarval tcekjamiðstöðvarinnar og kostnaður. Óformleg nefnd, skipuð mönnum frá Háskóla íslands, Tækniskóla íslands, Vélskóla íslands, Stýrimannaskólan- um í Reykjavík og Loftskeytaskólanum, hefur fjallað um málið. Hún var m. a. sammála um, að tækjamiðstöðin væri vel sett á lóð Sjómannaskólans í Reykjavík. Þar væri hún tiltölulega miðsvæðis. Sjómannaskólalóðin er skipu- lögð, og er þar gert ráð fyrir byggingum, sem henta mundu tækjamiðstöðinni vel. Sumt af þeim tækjum og vélum, sem þegar eru fyrir hendi þarna, mundu koma í góðar þarfir í samstarfinu. Yfirlýsing liggur fyrir frá skólastjórum Stýrimanna- og Vélskólans um, að þeir séu þessu samþykkir. 16. Tengsl skóla og atvinnulífs. Nefndin hefur athugað þau tengsl, sem nú eru milli skólakerfis og atvinnulífs í hinum löggiltu iðngreinum, og hefur dregið þá ályktun, að það fyrirkomulag sé ófull- nægjandi. Nefndin gerir það að tillögu sinni, að sérfróðir menn í hverju námsefni og reyndir kennarar verði fengnir til að skipta námsefninu í þætti með skilgreindum mark- miðum fyrir hvern þátt, undir forystu fulltrúa fræðslu- yfirvalda. Fulltrúar viðkomandi starfsgreinar undir forystu fu.ll- trúa fræðsluyfirvalda, er spanni helzt yfir nokkur skyld tæknisvið, til þess að nauðsynleg yfirsýn myndist, skil- greini verksvið greinarinnar og velji síðan þá þætti úr námsefninu, sem þarf til þess að mennta nema fyrir starfssviðið. Þeir geti einnig farið fram á endurskoðun á námsefni og þáttaskiptingu þess, svo að henti viðkom- andi starfsgrein. Einnig geti þeir farið fram á, að settar verði námsskrár um efni, sem ekki hafa verið gerðar námsskrár um, ef kennsla í viðkomandi námsefni sýnist eðlileg fyrir starfsgreinina. Telja verður eðlilegt, að þau hagsmunasamtök, sem til- nefna menn í slíka samstarfshópa, greiði þeim þóknun fyrir störf þeirra. Innan samstarfskerfis atvinnulífs og skóla verði m. a. unnin undirbúningsvinna að mannaflaspá fyrir sérhæft, tæknimenntað vinnuafl, en Menntamálaráðuneytið sam- ræmi síðan og fullgeri spárnar. Hér er bæði átt við sér- menntun, sem þegar er fyrir hendi, og einnig nýjar sér- greinar á ýmsum menntastigum. Slíkar mannaflaspár ættu síðan að leiða til aðgerða í skólakerfinu, sem gerðu því fært að fullnægja mannaflaþörfinni í hlutaðeigandi sér- grein. Um Verkskólaráð og orlof kennara er nánar fjallað í megintillögu; sjá liði II. 16.2.-16.3. 17. Útgáfa bóka og kennslugagna. Verk- og tæknimenntunarnefnd vekur athygli á því, að útgáfa kennslubóka og kennsluefnis, svo og útvegun kennslutækja fyrir verk- og tæknilega skóla, er mjög snar þáttur í fræðslukerfinu. Á þessu sviði er brýn þörf úr- bóta. Iðnskólaútgáfa Sambands iðnskóla á íslandi, sem að nokkru hefur annazt þessa starfsemi fyrir iðnskólana í landinu að því, er varðar fagbækur og slíkt, er magnlítið fyrirtæki til aukins átaks á þessu sviði. Nefndin beinir þeim tilmælum til Sambands iðnskóla á íslandi, að það hafi frumkvæði um, að þær verk- og tæknimenntunarstofnanir, sem um er fjallað í áliti nefnd- arinnar, myndi með sér sameiginlega útgáfustofnun, sbr. t. d. „Teknisk Skoleforenings Forlag" í Danmörku, á víð- ara grundvelli en Iðnskólaútgáfan hvílir á. Stofnun þessi hafi sérstaka stjórn, er skipuð verði fulltrúum hinna ýmsu skóla, er að útgáfunni standa, og sérstaka fram- kvæmdanefnd með framkvæmdastjóra. Stofnunin annist um útvegun og útgáfu kennslubóka og námsgagna, í samræmi við ákvarðanir þeirra aðila, er fjalla um námsefnið. V. GREINARGERÐ OG GRUNDVALLARRÖK í samræmi við athugun sína á verk- og tæknimenntun á íslandi og í helztu nágrannaríkjum hefur nefndin gert tillögur, er fela í sér breytingar, sem hafa fyrst og fremst eftirgreindan megintilgang: 1. Efling verk- og tæknimenntunar á íslandi. Sem dæmi um þennan tilgang má nefna megintillögu nefndar- innar um færslu hins verklega hluta iðnnáms inn í iðnskólana, um upptöku iðnfræðslu í nýjum greinum eins og t. d. ýmsum sérgreinum rafeindavirkjunar, sem ekki eru nú kenndar að neinu marki, tillögur um aukn- ingu og meiri fjölbreytni tæknamenntunar og loks tillögur um upptöku námsbrautar í tæknihagfræði á háskólastigi. 2. Endurskipulagning náms og tenging námsbrauta, er í allmörgum tilvikum leiðir til styttingar náms í ýmsum greinum. Sem dæmi um þetta má nefna tillögur nefnd- arinnar um endurskipulagningu iðnnáms, er leiðir til u. þ. b. árs styttingar þess, svo og þá námsbrautateng- ingu, sem um er fjallað í lið II. 14. 3. Aukið samstarf frceðslustofnana á verk- og tæknisviði. Augljósustu dæmin um þetta atriði eru tillögur nefnd- arinnar um stofnun sérstaks tækniháskóla og tækja- miðstöðvar. 76 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.