Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 39
með tiltölulega stuttu háskólanámi hér á landi, en að
frekari sérmenntunar sé leitað við erlenda tækniháskóla.
Hún mælir þess vegna með því, að þessi þróun haldi
áfram við verkfræði- og raunvísindadeild, en jafnframt
verði hafinn undirbúningur að því að flytja kennsluna
yfir í sérstakan tækniháskóla, þar sem kennslan verði
skipulögð að nýju ásamt kennslu í tæknifræði og tækni-
hagfrasði. Hið nýja skipulag gæti komið til framkvæmda
haustið 1973.
8. Garðyrkjunám.
8.1. Skammtímalausn:
a) Inntaka í 1. bekk: miðskólapróf.
Inntaka í 2. bekk: búfræðipróf, sveinspróf, próf úr
framhaldsdeild gagnfræðaskóla.
b) Námsskipan: Garðyrkjumenn útskrifist eftir 3ja ára
nám, þ. e. verkskólun -þ bóklegt nám -þ starfsreynslu
eða 3 (1 -j- + 4Vi) mánuði. (Skrúðgarðyrkja og
gróðurhúsagarðyrkja).
c) Eftir hæfilegt 12 mánaða viðbótarnám á framhalds-
skólastigi verði þessum nemendum heimilað að stunda
a. m. k. líffræðinám við Háskólann.
8.2. Millilausn: Hér kemur matvælakjörsvið í stað
fyrsta bekkjar skólans. Garðyrkjumönnum verði nú boðin
eins árs framhaldsmenntun við skólann og meðal annars
stefnt að því, að hún henti vel sem undirbúningur tækna-
náms í garðyrkju erlendis.
8.3. Langdrœg lausn: Eftir að hafa valið viðeigandi
greinar á fyrsta ári í samræmdum framhaldsskóla ljúka
nemendur garðyrkjunámi á tveimur árum við Garðyrkju-
skólann. Á tveimur árum að auki verði menntaðir garð-
yrkjutæknar við skólann. Garðyrkjumenn fái rétt til há-
skólanáms eftir u. þ. b. eins árs hæfilega valda námsvið-
bót í samræmdum framhaldsskóla.
9. Póst- og símaskólinn og Loftskeytaskólinn.
9.1. Símvirkjanám: Vegna verkþróunar í landinu og
eðlilegra innbyrðis tengsla starfsgreina og með tilliti til
þess, að þegar hafa risið vandamál á vinnumarkaðnum
vegna starfsréttinda símvirkja utan Pósts og síma, leggur
nefndin til, að rafeindavirkjun verði samheiti nokkurra
iðngreina í útvarps-, símvirkjunar-, fjarskipta-, sjálf-
virkni-, rafreikna-, skriftvéla- og sjúkratækjagreinum, og
verði þessar greinar felldar inn í iðnfræðslukerfið. Sím-
virkjun yrði þá með námsskrá líka iðngreinum. Námið
færi fram á vegum Póst- og símamálastjórnarinnar, en
lyki með sveinsprófi skv. iðnfræðslukerfinu.
Eðlileg afleiðing af því að fella símvirkjun inn í iðn-
námskerfið er sú, að starfssvið greinarinnar yrði skil-
greint og þá einnig, hvað kenna skyldi og prófa í á sveins-
prófi. Póst- og símamálastjórn mundi taka þátt í samn-
ingu námsskrár og haga síðan kennslu samkvæmt henni.
Póst- og símaskólinn yrði að því, er varðar símvirkja-
nám, hluti af iðnfræðslukerfinu skv. nánara samkomu-
lagi milli hans og hins almenna iðnfræðslukerfis. Sér-
staklega yrði miðað við, að innan Póst- og símaskólans
færi fram hinn sérhæfðari hluti námsins.
Símvirkjunin mundi síðan þróast eins og aðrar iðn-
greinar, eftir því sem talað er um þær í skammtíma-,
milli- og langdrægri lausn, skv. tillögum nefndarinnar.
9.2. Loftskeytamenn, símritarar, símsmiðir, línumenn
og póstafgreiðslumenn: Nefndin sér ekki ástæðu til að
bæta neinu við það, sem sagt var í megintillögum um
nám fyrir þessar starfsgreinar. Sjá II. kafla, liði 9.2., 9-3.
og 10.
11. Iðnhönnun.
Nefndin hefur rætt möguleika á því að skapa náms-
aðstöðu innanlands fyrir þá, sem fást við iðnhönnun, með
sérstöku tilliti til þess að efla og auka gæði íslenzks iðn-
varnings. Hún hefur haft samráð við innlenda starfandi
menn á þessu sviði, svo og skólastjóra og kennara Mynd-
lista- og handíðaskólans.
Nefndin er sammála því, sem komið hefur fram hjá
fyrrgreindum viðræðuaðilum, að námsmöguleikar á sviði
iðnhönnunar þurfi að vera fyrir hendi í landinu, og telur,
að þeir ættu að vera a. m. k. að mestu leyti innan hins
opinbera skólakerfis.
Nefndin leggur því til eftirfarandi varðandi hugsan-
legt nám í iðnhönnun:
a) Könnuð verði þörf þjóðfélagsins fyrir menntað fólk á
þessu sviði nú og næstu ár og jafnframt verði athugað,
á hvaða þrengri sviðum iðnhönnunar þörfin er mest,
ef um takmörkun á sérsviðum gæti verið að ræða.
(Auglýsingateiknun, umbúðahönnun, fatahönnun, hús-
gagnahönnun, heimilismunahönnun o. fl).
b) Athuguð verði nánar tengsl Myndlista- og handíða-
skóla annars vegar og iðnfræðsluskóla hins vegar með
tilliti til nánari samvinnu og hugsanlegrar samræm-
ingar á námi skyldra námsgreina. (Listiðngreina í iðn-
skóla og formmótunar í Myndlistaskóla).
c) Kannaðir verði möguleikar á því að hagræða röðun
einstakra námsþátta í Myndlista- og handíðaskóla
þannig, að ekki yrði um tvítekningu að ræða, ef opn-
aðar yrðu námsbrautir frá iðnskóla inn í hugsanlegt
sérnám á breiðum grundvelli fyrir iðnhönnuði í
Myndlistaskóla. Einnig kæmi til greina framhaldsnám
á sviði hönnunar við iðnskóla, í sérstökum iðngrein-
um, með enn frekara framhaldsnámi á sviði listsköp-
unar í Myndlistaskóla. (Auglýsingateiknun, prentun,
smíðar o. fl.).
d) Mótun náms og námsbrauta í samræmi við ofanritað
þarf náinnar athugunar við. Leggur nefndin til, að
slík athugun verði gerð á vegum Menntamálaráðu-
neytisins, sbr. a), og verði niðurstaða athugunarinnar
sú, að stofna skuli til náms í iðnhönnun á fslandi, verði
mótuð námsbraut í greininni innanlands.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
75