Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 39

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 39
með tiltölulega stuttu háskólanámi hér á landi, en að frekari sérmenntunar sé leitað við erlenda tækniháskóla. Hún mælir þess vegna með því, að þessi þróun haldi áfram við verkfræði- og raunvísindadeild, en jafnframt verði hafinn undirbúningur að því að flytja kennsluna yfir í sérstakan tækniháskóla, þar sem kennslan verði skipulögð að nýju ásamt kennslu í tæknifræði og tækni- hagfrasði. Hið nýja skipulag gæti komið til framkvæmda haustið 1973. 8. Garðyrkjunám. 8.1. Skammtímalausn: a) Inntaka í 1. bekk: miðskólapróf. Inntaka í 2. bekk: búfræðipróf, sveinspróf, próf úr framhaldsdeild gagnfræðaskóla. b) Námsskipan: Garðyrkjumenn útskrifist eftir 3ja ára nám, þ. e. verkskólun -þ bóklegt nám -þ starfsreynslu eða 3 (1 -j- + 4Vi) mánuði. (Skrúðgarðyrkja og gróðurhúsagarðyrkja). c) Eftir hæfilegt 12 mánaða viðbótarnám á framhalds- skólastigi verði þessum nemendum heimilað að stunda a. m. k. líffræðinám við Háskólann. 8.2. Millilausn: Hér kemur matvælakjörsvið í stað fyrsta bekkjar skólans. Garðyrkjumönnum verði nú boðin eins árs framhaldsmenntun við skólann og meðal annars stefnt að því, að hún henti vel sem undirbúningur tækna- náms í garðyrkju erlendis. 8.3. Langdrœg lausn: Eftir að hafa valið viðeigandi greinar á fyrsta ári í samræmdum framhaldsskóla ljúka nemendur garðyrkjunámi á tveimur árum við Garðyrkju- skólann. Á tveimur árum að auki verði menntaðir garð- yrkjutæknar við skólann. Garðyrkjumenn fái rétt til há- skólanáms eftir u. þ. b. eins árs hæfilega valda námsvið- bót í samræmdum framhaldsskóla. 9. Póst- og símaskólinn og Loftskeytaskólinn. 9.1. Símvirkjanám: Vegna verkþróunar í landinu og eðlilegra innbyrðis tengsla starfsgreina og með tilliti til þess, að þegar hafa risið vandamál á vinnumarkaðnum vegna starfsréttinda símvirkja utan Pósts og síma, leggur nefndin til, að rafeindavirkjun verði samheiti nokkurra iðngreina í útvarps-, símvirkjunar-, fjarskipta-, sjálf- virkni-, rafreikna-, skriftvéla- og sjúkratækjagreinum, og verði þessar greinar felldar inn í iðnfræðslukerfið. Sím- virkjun yrði þá með námsskrá líka iðngreinum. Námið færi fram á vegum Póst- og símamálastjórnarinnar, en lyki með sveinsprófi skv. iðnfræðslukerfinu. Eðlileg afleiðing af því að fella símvirkjun inn í iðn- námskerfið er sú, að starfssvið greinarinnar yrði skil- greint og þá einnig, hvað kenna skyldi og prófa í á sveins- prófi. Póst- og símamálastjórn mundi taka þátt í samn- ingu námsskrár og haga síðan kennslu samkvæmt henni. Póst- og símaskólinn yrði að því, er varðar símvirkja- nám, hluti af iðnfræðslukerfinu skv. nánara samkomu- lagi milli hans og hins almenna iðnfræðslukerfis. Sér- staklega yrði miðað við, að innan Póst- og símaskólans færi fram hinn sérhæfðari hluti námsins. Símvirkjunin mundi síðan þróast eins og aðrar iðn- greinar, eftir því sem talað er um þær í skammtíma-, milli- og langdrægri lausn, skv. tillögum nefndarinnar. 9.2. Loftskeytamenn, símritarar, símsmiðir, línumenn og póstafgreiðslumenn: Nefndin sér ekki ástæðu til að bæta neinu við það, sem sagt var í megintillögum um nám fyrir þessar starfsgreinar. Sjá II. kafla, liði 9.2., 9-3. og 10. 11. Iðnhönnun. Nefndin hefur rætt möguleika á því að skapa náms- aðstöðu innanlands fyrir þá, sem fást við iðnhönnun, með sérstöku tilliti til þess að efla og auka gæði íslenzks iðn- varnings. Hún hefur haft samráð við innlenda starfandi menn á þessu sviði, svo og skólastjóra og kennara Mynd- lista- og handíðaskólans. Nefndin er sammála því, sem komið hefur fram hjá fyrrgreindum viðræðuaðilum, að námsmöguleikar á sviði iðnhönnunar þurfi að vera fyrir hendi í landinu, og telur, að þeir ættu að vera a. m. k. að mestu leyti innan hins opinbera skólakerfis. Nefndin leggur því til eftirfarandi varðandi hugsan- legt nám í iðnhönnun: a) Könnuð verði þörf þjóðfélagsins fyrir menntað fólk á þessu sviði nú og næstu ár og jafnframt verði athugað, á hvaða þrengri sviðum iðnhönnunar þörfin er mest, ef um takmörkun á sérsviðum gæti verið að ræða. (Auglýsingateiknun, umbúðahönnun, fatahönnun, hús- gagnahönnun, heimilismunahönnun o. fl). b) Athuguð verði nánar tengsl Myndlista- og handíða- skóla annars vegar og iðnfræðsluskóla hins vegar með tilliti til nánari samvinnu og hugsanlegrar samræm- ingar á námi skyldra námsgreina. (Listiðngreina í iðn- skóla og formmótunar í Myndlistaskóla). c) Kannaðir verði möguleikar á því að hagræða röðun einstakra námsþátta í Myndlista- og handíðaskóla þannig, að ekki yrði um tvítekningu að ræða, ef opn- aðar yrðu námsbrautir frá iðnskóla inn í hugsanlegt sérnám á breiðum grundvelli fyrir iðnhönnuði í Myndlistaskóla. Einnig kæmi til greina framhaldsnám á sviði hönnunar við iðnskóla, í sérstökum iðngrein- um, með enn frekara framhaldsnámi á sviði listsköp- unar í Myndlistaskóla. (Auglýsingateiknun, prentun, smíðar o. fl.). d) Mótun náms og námsbrauta í samræmi við ofanritað þarf náinnar athugunar við. Leggur nefndin til, að slík athugun verði gerð á vegum Menntamálaráðu- neytisins, sbr. a), og verði niðurstaða athugunarinnar sú, að stofna skuli til náms í iðnhönnun á fslandi, verði mótuð námsbraut í greininni innanlands. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.