Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 16
Aldrei
verið hræddur við
samkeppnina
um framkvæmdir
Viðtal við Gissur Sigurðsson
byggingameistara
„Stœrðin skapar tvímcelalaust hagrœðingu. Takmörk hljóta
að vera á háða bóga; bœði hvað borgar sig að vera smár
í sniðum og svo hitt, hve stórt má byggja án þess það
truflist á ýmsan hátt. Undirstöðuna tel ég þó tvímæla-
laust vera skynsamlegan undirbúning og vandlega ácetl-
anagerð." Svo segir Gissur Sigurðsson, byggingameistari
og framkvcemdastjóri Einhamars s.f. í viðtali við Títna-
rit iðnaðarmanna.
Einhamar s.f. er samtök 14 byggingameistara, sem
stofnað var til 1969. „Upphaflega hugsuðum við okkur
þetta bara sem fyrirgreiðslufyrirtæki, þó þróunin hafi
orðið sú, að við höfum haldið saman í framkvæmdun-
um líka. Við vorum rúmlega 30 byggingameistararnir,
sem hugleiddum einhvers konar samtök, en þegar á reyndi
urðum við 14 eftir.
- Hvenær byrjaði Einhamar svo byggingastarfsemina?
- Borgin gaf okkur kost á landsvæði upp í Breið-
holti og þar byrjuðum við framkvæmdir 1970; síðast í
marz.
- Og hafið byggt hvað?
- Við erum búnir með 50 íbúðir. Þegar hefur verið
flutt í 30 þeirra og í hinar verður flutt nú í júlí og
ágúst (viðtalið er tekið 16. júlí). Svo erum við langt
komnir með uppsteypu á 35 íbúðum til viðbótar.
- Hvað ætlið þið að byggja mikið?
- Því get ég ekki svarað nú. En við ætlum að byggja
sem mest. í sumar byrjum við á næstu 30 íbúðum og
við höfum fengið vilyrði fyrir fleiri lóðum og ef allt
gengur vel, höldum við ótrauðir áfram.
- Hvaða ávinning hafið þið haft að samtökum ykkar?
- Eg tel vafalaust, að við höfum á ýmsan hátt grætt
á því að standa saman.
Við höfum náð fram ýmiss konar hagræðingu með því
að ná í stóra hagkvæma heildarsamninga og þetta kemur
fram í verðinu.
- Sem er?
- í því, sem við skilum núna, kosta 2ja herbergja
íbúðirnar, sem eru 228,7 m8, 980 þúsund krónur, 3ja her-
bergja, 284,3 m8, 1200 þúsund og 4ra herbergja, 309,2
m8, 1300 þúsund krónur. Meðalverð er 4214 krónur
rúmmetrinn og á sama tíma og við skilum þessu, er vísi-
tölurúmmetrinn 4946 krónur.
- Hækkar þetta ekki hjá ykkur samt?
- Því miður er það óhjákvæmilegt. í þeim 35 íbúðum,
sem við erum að steypa upp núna, kostar rúmmetrinn að
meðaltali 4818 krónur. En samt erum við enn undir
vísitölurúmmetranum.
- Tapið þið þá ekki á þessu?
- Við vonum alla vega, að svo verði ekki. Þetta er
52
TÍMARIT IBNASARMANN'á