Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 36

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 36
fáein atriði, sem hún hefur athugað og máli geta skipt við gerð framkvæmdaáætlunar. 5.1. Undirbúrimgur. Gera verður ráð fyrir allt að eins árs tíma til þess að semja lagafrumvörp fyrir einstaka skóla á verk- og tæknisviðinu, sbr. III.2. Jafnframt er unnt að hefja samningu námsskráa, en til þess þarf fjár- veitingu á fjárlögum ársins 1972. Verði lagafrumvörpin samþykkt á Alþingi, ætti kennsla skv. nýrri skipan því að jafnaði að geta hafizt haustið 1973 að því, er varðar fyrsta ár hvers skóla eða námsbrautar, sem um er að ræða. Þó getur þetta því aðeins orðið, að aðrar ráðstafanir eins og t. d. smíði skólahúsa, útvegun kennslutækja og ráðn- ing kennara taki ekki lengri tíma en annar undirbúning- ur, sbr. ofanritað. 5.3. Framhaldsskólastig. Um það mætti nefna til árétt- ingar og íhugunar eftirtalin atriði: a) Iðnnám. Gert er ráð fyrir því, að kennsla í grunnskóla skv. nýrri námsskrá muni byrja í 7. bekk haustið 1975, og útskrifast því fyrstu nemendur úr 9. bekk grunn- skóla væntanlega vorið 1978, sbr. 5.2. hér að ofan. Hæfist þá kennsla í iðnskóla skv. langdrægri lausn, og mundu fyrstu iðnsveinarnir útskrifast vorið 1981. Undirbúningsdeild Tækniskólans (tæknaskóla) félli þá niður, en eftir það veitti skilgreint próf frá umrædd- um framhaldsskóla rétt til inngöngu í tækniháskóla. Onnur skilgreind próf innan samræmds framhalds- skóla mundu opna leiðir til sérhæfðs viðbótarnáms (tæknanám o. fl.). b) Menntaskólar. Gert er ráð fyrir því, að á tímabili skammtíma- og millilausnar verði þeir svipaðir og nú. Ef fyrstu grunnskólanemendur útskrifast vorið 1978, sbr. 5.2., þá félli núverandi 1. bekkur menntaskóla niður frá og með skólaárinu 1978-1979, og mundu því fyrstu stúdentar útskrifast að loknu þriggja ára menntaskólanámi vorið 1981. Að þeim tíma loknum er gert ráð fyrir því, að menntaskóli verði orðinn hluti af samræmdum framhaldsskóla og tiltekið stúdents- próf ásamt verkskólum veiti nánar ákveðin réttindi til inngöngu í tækniháskóla á svipaðan hátt og t. d. iðn- skólapróf með viðbót, sbr. a). 5.4. Háskólastig. Um nám á því stigi mætti taka fram það, að gert er ráð fyrir, að tækniháskóli verði stofnaður vegna samruna tæknifræðináms Tækniskóla íslands og verkfræðináms í verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands. Kennsla í tækniháskóla gæti hafizt í fyrsta lagi haustið 1973, og tæki tækniháskólinn þá við öllu tækni- fræðinámi Tækniskólans. Skv. því mundu fyrstu tækni- fræðingar útskrifast frá tækniháskólanum vorið 1974, og fyrstu verkfræðingarnir á árinu 1975. Tímasetning þeirrar sameiningar, sem er grundvöllur tækniháskólans, er óháð öðrum breytingum í skólakerfinu. 5.5. Um stofnkostnað. Til viðbótar við það, sem getið var í III. 4., má láta þess getið, að á grundvelli iðnfræðslu- laganna frá 1966, er stefndu að flutningi verknáms iðn- greina inn í iðnskóla, var gerð stofnkostnaðaráætlun, er náði til ársins 1975. Skv. henni var kostnaður við ný- byggingar og tæki áætlaður um 270 millj. kr. á öllu landinu fyrir tímabilið 1967-1975. Á verðlagi ársins 1971 er þessi upphæð u.þ.b. tvöfalt hærri, eða 540 millj. kr., en hingað til hefur aðeins um 1/10 hluta þessarar upphæðar verið varið til nýbygginga iðnskóla. Skv. þessu þyrfti að verja um 70 millj. kr. á ári til bygginga og tækjabúnaðar iðnskóla til þess að ljúka þessum áfanga árið 1978, þegar gert er ráð fyrir, að fyrstu nemendur muni útskrifast úr grunnskóla. Varðandi aðra skóla vísast til liðar III. 4., en þar er gert ráð fyrir því, að fyrir utan iðnskóla þurfi að verja allverulegum stofnkostnaði til tæknaskóla og tækjamið- stöðvar, svo og til að ljúka þegar áætluðum framkvæmd- um við vélskóla og stýrimannaskóla. IV. NÁNAR ÚTFÆRÐAR TILLÖGUR UM EINSTAKA ÞÆTTI VERK- OG TÆKNI- MENNTUNAR 1. Iðnnám. Stefnt er að því í tillögum nefndarinnar, að iðnfræðsla, bæði bókleg og verkleg, verði veitt í skólum á framhalds- skólastigi og að skólarnir taki smám saman við hinum 72 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.