Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 15
ari og ódýrari. Og mín hús eru sterkari en önnur. Þau
þola betur jarðhræringar ...
- Eitt í einu!
- Nú jæja. Auðveldari er hún - það segir sig sjálft.
- Nei. Ekki alveg.
Eg skal þá gefa þér litla landsprófsjöfnu - helminginn
af henni. Það tekur þrjá inenn þrjár vikur að reisa 130
fermetra hús á tilbúnum grunni.
Þá er gengið frá þaki, gluggum og öðru, þannig að
húsið er tilbúið undir málningu.
- Og ódýrara sagðir þú.
- Já, já. Við skulum þá halda okkur við hússtærðina,
sem ég setti í jöfnuhelminginn. Hún er svona vel hundr-
að þúsund krónum ódýrari en jafnstórt hús, reist með
venjulegri uppsteypuaðferð. Og svo sparast öll múrhúð-
un að utan.
- En sterkari?
- Eins og tveggja hæða hús úr forsteyptum einingum
eru sterkari en önnur og þola betur jarðhræringar. Það
gerir plastsementið, sem aldrei harðnar meira en tólg, og
gefur því eftir; án þess að aflagast. Boltarnir geta líka
gefið svolítið eftir. Þannig sleppur húsið óskemmt með
öllu.
Annars nenni ég ekki að vera að auglýsa mig þetta.
Spurðu frekar þá, sem ég hef byggt fyrir.
- Hvernig lízt þér á ástandið í byggingariðnaðinum
almennt?
- Blessaður vertu - það vantar alit skipulag í bygg-
ingariðnaðinn hjá okkur. Og ekki bara í byggingariðn-
aðinn - heldur allt eins og það leggur sig. Hér má
aldrei lofta af nýrri hugmynd. Ungu mennirnir eru þá
beztir, þegar þeir feta dyggilega troðnar slóðir. Á íslandi
er það nefnilega hnefinn, sem ræður - ekki hugsunin.
Það vantar alla forystu í byggingariðnaðinn. Forystu,
samkomulagsvilja og samvinnu. Þetta er grátlegt - en
satt.
- Ert þú ekki sjálfur iðnaðarmaður?
- Jú, jú. Og ég stend alveg undir þessu fyrir mig. Eg
hef nefnilega gaman af því, sem ég er að dunda. Og ég
kæri mig kollóttan, þó kollegarnir hlægi mér á bak og
fussi við allri samvinnu. Eg dunda fyrir mína hugsjón.
Og fyrst er nú að hafa hugsjónina. Allt annað er bara
bein afleiðing.
- Hvað vilt þú þá gera til úrbóta?
- Ef ég vildi ráða, myndi ég láta festa það, að allar
eins og tveggja hæða byggingar í landinu yrðu reistar úr
forsteyptum einingum.
Síðan léti ég reisa fimm, sex steypustöðvar um landið
- til framleiðslunnar.
- Er þetta ekki einokun?
- Nei. Þetta er skynsemd. Við eigum ekki að hafa
efni á að kasta peningum í vitleysu; hvorki utan um
okkur né ofan í okkur.
- En af hverju bindur þú þig við tvær hæðir? Þolir
aðferðin ekki meira?
- Jú, biddu fyrir þér. Það má rjúka allt upp í 20 hæðir,
ef vill.
En þá þarf stærri og flóknari tæki - til dæmis krana.
Þar með yrði hreyfanleikinn fyrir bí. Bara vegirnir þola
ekki slíka framtakssemi. Og ekki veit ég betur en tvö
fyrirtæki hafi farið á hausinn fyrir tækjatízku sína - með
milljónir á bakinu.
En ég með mína litlu hrærivél og kranabíl stend eftir.
- En er þá bara nokkur markaður fyrir meira?
- Vissulega. Ég anna engan veginn eftirspurn. Ég gæti
byggt hús í tugatali, ef ég kærði mig um.
En hóf er bezt á hverjum hlut. Og gleymdu því ekki,
að ég dunda fyrir mína hugsjón. Ekki bara fyrir þúsund-
kalla.
- En þeir koma sér nú vel skyldi maður ætla.
- Ójá. Og ég hef svo sem nóg af þeim fyrir mig. Að
minnsta kosti nenni ég ekki að kvarta.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
51