Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 35
ann, er lagt var fyrir Alþingi á 91. löggjafarþingi,
1970-1971.
4. 3ja-4urra manna nefnd til að endurskoða lög nr. 25/
1963 um Tækniskóla íslands og lög nr. 89/1970 um
Háskóla íslands, svo og til að semja lagafrumvörp
um tækniháskóla og tæknaskóla.
Verk- og tæknimenntunarnefnd telur og æskilegt, að
sambærileg endurskoðun fari fram, eftir því sem við
getur átt, á lögum um bændaskóla og lögum um Garð-
yrkjuskóla ríkisins.
Fyrrgreindum nefndum verði falið að útfæra nánar og
fella í frumvarpsform þær breytingar á skólaskipan og
starfsháttum, er ríkisstjórn ákveður að fengnu áliti verk-
og tæknimenntunarnefndar. Nefndirnar, sbr. 1.-4., skili
tillögum sínum til Menntamálaráðuneytisins, sem fer
yfir þær og athugar, hvort gera þurfi á þeim samræm-
ingarbreytingar. Fáist ríkisstjórnarsamþykki fyrir tillög-
unum, verði frumvörpin lögð fyrir Alþingi. Verk- og
tæknimenntunarnefnd telur rétt, að umræddar laganefnd-
ir geri tillögur um tilfærslu kennslukrafta í samræmi við
breytingar á skólakerfinu.
3. Ríkisrekstur tœknilegra framhaldsskóla.
Meðal þeirra skóla, sem verk- og tæknimenntunarnefnd
hefur um fjallað, eru það (auk gagnfræðaskóla og flug-
skóla) aðeins iðnfræðsluskólar, sbr. lög nr. 68/1966, sem
ekki eru hreinir ríkisskólar. Kunnugt er, að allörðuglega
hefur gengið að koma tilgangi umræddra laga í fram-
kvæmd, og er nefndin þeirrar skoðunar, að ein megin-
ástæða þessa sé sú, að takmörkuð fjárhagsgeta og ósam-
komulag sveitarfélaga hafi hér orðið til talsverðrar tafar.
Telur nefndin það eðlilegt og raunar alveg nauðsynlegt
til að koma í framkvæmd þeim breytingum á starfi
iðnskóla, sem hún hefur gert tillögur um, að allir iðn-
skólar verði framvegis hreinir ríkisskólar, eins og nær
allir aðrir verk- og tæknilegir skólar á framhaldsskóla-
stigi, og verði lögum um iðnfræðslu breytt í þessu skyni.
4. Athugun á fjártnagnsþörf.
Áætlun um stofnkostnað og rekstrarkostnaðaraukningu
vegna þeirrar tæknimenntunar á framhaldsskóla- og há-
skólastigi, sem hér er fjallað um, telur nefndin ekki rétt,
að gerð verði fyrr en stjórnvöld hafa tekið afstöðu til
tillagna nefndarinnar og markað stefnu í málinu. Upp-
lýsingar, sem lagðar eru til grundvallar slíkum áætlunum,
verða að koma frá stjórnum skólanna, eftir að breytingar
viðkomandi skóla hafa verið ákveðnar. Eðlilegast má
telja, að Menntamálaráðuneytið safni þessum gögnum og
geri kostnaðaráætlanir á grundvelli þeirra.
Nú þegar má þó gera sér grein fyrir því í stórum drátt-
um, í hverju kostnaðaraukinn liggur og hverjar breyting-
ar verði á rekstrarkostnaði skólanna.
Byrjunarkostnaður verður aðallega við gerð skipulags-
breytinganna, samning nýrra námsskráa og val og útgáfu
nýrra námsbóka í sumum greinum.
Gera verður ráð fyrir talsverðum stofnkostnaði við að
Ijúka þegar áætluðum byggingarframkvæmdum við vél-
skóla og stýrimannaskóla. Jafnframt kemur til stofnkostn-
aðar við byggingu yfir tæknaskóla.
Til iðnskólanna þarf að verja verulegum stofnkostn-
aði, svo að þeir fullnægi þeim breyttu kröfum, sem til
þeirra eru gerðar. Þetta leiðir þó ekki af þeim almennu
breytingum á framhaldsskólakerfinu, sem hér er fjallað
um, heldur af þeirri lagasetningu um iðnnám, sem gerð
var 1966, en meginstefna þeirra laga var flutningur verk-
legrar iðnkennslu inn í iðnskólana frá vinnustað hjá
meistara og aukning bóklegrar fagkennslu. Tillaga verk-
og tæknimenntunarnefndar gerir ráð fyrir því, að verk-
nám verði að langmestu leyti veitt innan vébanda iðn-
skólanna sjálfra, svo að þeir verði ekki langt á eftir öðr-
um skólum við nýskipan skólakerfisins. Kostnaður við
nýbyggingar og öflun véla og tækja til kennslunnar er
mjög hár, eins og bent er á í næsta kafla.
Stofnkostnaður tækjamiðstöðvar hlýtur einnig að verða
verulegur. Þó er tilgangur hennar sá að auka nýting
námstækja og lækka með því móti heildarkostnað við
kaup þeirra. Stofnkostnaður tækjamiðstöðvarinnar á því
að skila sér í betri námsaðstöðu við þá skóla, sem hafa
sameiginleg not af tækjum og vélum miðstöðvarinnar.
Rekstrarkostnaður annarra skóla, sem hér er fjallað um,
þarf yfirleitt ekki að hækka vegna skipulagsbreytingar-
innar. í sumum skólum ætti hann beinlínis að geta lækk-
að af þessum sökum, einkum af tveimur ástæðum: 1)
vegna færslu nokkurs námsefnis á síðustu námsár í
grunnskóla og 2) vegna samruna skyldra skóla, t. d.
Tækniskólans og verkfræðideildar Háskólans.
Hækkun rekstrarkostnaðar verður einkum vegna: 1)
fjölgunar námsbrauta á framhalds- og háskólastigi (sbr.
tæknanám), 2) aukinnar fagkennslu í einstökum skólum
og 3) fullmenntunar verkfræðinga í nokkrum greinum
í tækniháskóla.
Eins og tekið er fram í upphafi þessa kafla, þykir eðli-
legast, að þessar kostnaðaráætlanir verði gerðar í Mennta-
málaráðuneytinu, sem ýmist hefur þau gögn, sem nauð-
synleg eru, eða á hægast með að afla þeirra frá skólanefnd-
um og öðrum aðilum, sem starfa með ráðuneytinu eða
undir stjórn þess.
Nefndin leggur áherzlu á það, að verði tillögur hennar
samþykktar og efnt til lagaendurskoðunar, sbr. III. 2.,
þarf jafnframt kostnaðarathugun að gera áætlun með
örvariti yfir allar framkvæmdirnar. Framkvæmdaáætlun-
in verði síðan endurskoðuð eftir þörfum af verk- og
tækninámsskor, sbr. III 1.
5. Drög að framkvcemdaácetlun.
Jafnvel þótt verk- og tæknimenntunarnefnd telji, að
hún hafi ekki sjálf skilyrði til þess að gera kostnaðar- og
framkvæmdaáætlun yfir þær breytingar, sem nefndin
hefur gert tillögu um, vill hún samt sem áður taka fram
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
71