Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 38

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 38
(i) Undirbúningsdeild, 1 ár; (ii) Raungreinadeild, 1 ár; (iii) Byggingadeild, 3 ár; (iv) Fyrsta námsár af þremur í véla-, rafmagns-, skipa- og reksturstæknifræði; (v) Raftæknadeild (undirbúningsdeild -)- eitt sérhæft ár; verði eins fljótt og aðstæður leyfa skipulagt sem tvö námsár með blönduðu, almennu og sér- hæfðu námsefni); (vi) Meinatæknadeild (í mjög litlu sambandi við önnur verkefni skólans). b) Ný verkefni (eftir föngum): (i) Tæknadeildir á sviði rafeinda, véla, rekstrar, bygginga, og e. t. v. í fleiri tæknigreinum. c) Inntaka: a) tæknifræði: sbr. 4.3; b) iðntæknar: iðnaðarmenn; c) meinatæknar: stúdentar. d) Framhaldsnám: T'œknifrœðingar frá skólanum munu fyrirsjáanlega sækja nokkuð til erlendra skóla. Ósýnt þykir, að nokk- ur þeirra komi til með að hafa áhuga á viðbótarnámi í B. S.-verkfræði við Háskólann. Eigi að síður telur nefndin sjálfsagt að opna slíka leið, eins og yfirlits- myndin sýnir. lðntœknar mundu fara í raungreinadeild, ef þeir hygðu á framhaldsnám. Hér verður að telja það eðlilegt, þótt eins árs blindgata sé í kerfinu, því að menntunin verð- ur sérhæfð og á allháu stigi. Hugmynd nefndarinnar er, að störf iðntækna verði einkum: (i) Verkstjórn (menn, vélar, fjármagn); (ii) Verktaka (smærri fyrirtæki og aðstoð í stærri fyrirtækjum); (iii) Rekstur smærri verzlunar- og framleiðslufyrir- tækja; (iv) Aðstoð við hönnun; (v) Eftirlit. Meinatceknar: Nám þeirra er svo sérhæft, að ekki er talið fært að benda beint á styttingu annars náms á háskólastigi fyrir meinatækna. 4.2. Millilausn. a) Niðurfellingar: Námsefni undirbúningsdeildar Tækniskóla íslands færist inn í iðnskóla, og hverfi því deildin úr skólan- um árið 1981 u. þ. b. Menntun tæknifræðinga hverfi öll til tækniháskóla frá og með árinu 1973. b) Framkvæmd: Menntun iðntækna þarf að tryggja með tilkomu tækja- miðstöðvar eins og annað skylt nám. Starf skólans getur ekki orðið eðlilegt, nema honum verði ætlaður hæfilegur samastaður. Miðstöð hans er nú í Skipholti 37, en rýmið er aðeins brot af því, sem til þarf. 4.3. Inntökuskilyrði í Tœkniskóla íslands verði til 1973 sem hér greinir: 4.3.1. Undirbúningsdeild: a) sveinspróf í viðeigandi iðngrein, símvirkjapróf eða vélstjórapróf 2. stigs; b) gagnfræðapróf eða landspróf miðskóla með framhalds- einkunn að viðbættri verkskólun eða starfsreynslu í samræmi við einhverja neðangreindra leiða: (i) a. m. k. % af iðnnámi, símvirkjanámi eða vél- stjóranámi til 2. stigs prófs, sbr. a); (ii) a. m. k. eins árs skipuleg starfsreynsla eða verk- skólun og fullnægjandi árangur á verklegu prófi, sem skólinn gengst fyrir; (iii) a. m. k. tveggja ára viðeigandi starfsreynsla, sem tekur til hliðstæðra verka og prófuð eru skv. undirlið (ii). 4.3.2. Raungreinadeild: a) próf upp úr undirbúningsdeild; b) vélstjórapróf 3. stigs með framhaldseinkunn. 4.3.3. Tæknifræðinám: a) próf frá raungreinadeild (tæknistúdentspróf); b) stúdentspróf stærðfræðideildar að viðbættri verkskól- un eða starfsreynslu í samræmi við einhverja þá leið, sem nefnd er við 4.3.1., a) og b). 4.3.4. Auk fyrrgreindra skilyrða afli nemandinn sér á námstíma sínum í Tækniskólanum a. m. k. þriggja mán- aða verklegrar starfsreynslu í sérgrein sinni í samræmi við reglur, sem skólinn setur, sbr. 4.3.5. Sveinar, símvirkjar og vélstjórar verði undanþegnir þessu skilyrði. 4.3.5. Skólastjórn Tækniskóla íslands setji sérstakar regl- ur um verklegan undirbúning og verkleg próf, sem nem- endur skólans þurfa að liafa fullnægt við inntöku í skól- ann, sbr. 4.3.1—4.3.3., eða fyrir útskrift úr honum. sbr. 4.3.4. 4.4 Inntökuskilyrði í tceknaskóla verði frá og með 1973 viðeigandi sveinspróf, símvirkjapróf, vélstjórapróf 2. stigs eða önnur sambærileg menntun. 5. Verkfrceðinám í Háskóla Islands (til 1973). í verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands fer nú fram þriggja ára kennsla til fyrra hluta prófs í byggingar-, véla- og rafmagnsverkfræði. Verkfræðináminu er síðan lokið við erlenda tækniháskóla á 2-3 árum. í vetur, 1979 —1971, hefur þó aðeins verið um að ræða kennslu á 2. og 3. námsári, þar sem innritun til þessarra námsbrauta var hætt s. 1. sumar. S. 1. haust hófst hins vegar kennsla í sömu greinum, sem miðast við f jögurra ára nám til B. S,- prófs í verkfræði. Einnig var þá hafin kennsla til fyrra hluta prófs í efnaverkfræði og eðlisfræði. Hér er um að ræða tveggja ára nám með áframhaldi við erlenda tækni- háskóla. Nefndin telur það rétta stefnu að útskrifa verkfræðinga 74 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.