Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Page 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Page 20
Þrjú heiðruð á iðnþingi Vigfús Sigurðsson, forseti Landssambandsins afhendir heiðurs- merkin: Hér fyrir ofan: Grímur Bjarnason, pípulagningameistari. A nœstu síðu, efri myndin: ísafold Jónsdóttir, kvenhattameistari. Neðri myndin: Sigríður Þorsteinsdóttir, kjólameistari. Ljósm.: Ljósmyndastofa Þóris. Á 33. Iðnþingi íslendinga, sem haldið var í Reykjavík dagana 16—18. september sl. var Grímur Bjarnason, pípu- lagningameistari, sæmdur heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli og þær ísafold Jónsdóttir, kvenhattari og Sigríður Þorsteinsdóttir, kjólameistari, sæmdar heiðursmerkjum iðnaðarmanna úr silfri. Vigfús Sigurðsson, forseti Landssambands iðnaðar- manna, afhenti þeim ísafoldu og Sigríði heiðursmerkin á Iðnþinginu, en þar sem Grímur Bjarnason var á spítala, var honum afhent heiðursmerkið h. 6. október. Grímur Bjarnason, pípulagningameistari, hefur um langt skeið verið forystumaður í félagsmálum iðnaðar- manna. Hann var í nokkur ár í stjórn Sveinafélags pípu- lagningamanna og formaður Félags pípulagningameistara um langt skeið. Einnig var hann formaður Meistarasam- bands byggingamanna frá 1960 þar til á þessu ári og framkvæmdastjóri þess í nokkur ár. Hann hefur verið fulltrúi á Iðnþingum í fjölda ára og starfað í milliþinga- nefndum. Sigríður Þorsteinsdóttir var ein af 12 stofnendum Fé- lags kjólameistara árið 1943 og var í fyrstu stjórn þess. Hún hefur starfrækt kjólasaumastofu í Reykjavík í yfir 50 ár. Hún var kosin af félagi sínu á iðnþing árið 1944 og sat hvert iðnþing allt til ársins 1967. ísafold Jónsdóttir, kvenhattameistari, lærði hattasaum og tilheyrandi fagteikningu í Kaupmannahöfn árin 1930 og 1931. Hún var ein af sex fyrstu konunum, sem tóku sveinspróf í iðninni. Eftir heimkomu frá námi stofnaði hún hattaverzlun og saumastofu í Reykjavík. Hún hefur útskrifað allmarga sveina í iðninni. Hún gekk í Kven- hattarafélag Reykjavíkur árið 1935 og var lengi gjald- keri félagsins og formaður prófnefndar í mörg ár. Hún var fyrst kosin á Iðnþing árið 1939 og hefur verið fulltrúi félags síns á Iðnþingum síðan. 56 TÍMARIT IBNABARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.