Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Qupperneq 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Qupperneq 7
ÞINGSETMAMffiDA SIGURDAR KRISTINSSONAR FORSETA LANDSSAMBANDSIDHABARMANNA sæmdur heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli 1952. Ég bið yður að rísa úr sætum í virðingarskyni við hina látnu heiðursmenn og íelaga. Hin óhagstæða þróun efnahagsmálanna að und- anförnu svo og þær efnahagsráðstafanir, sem gerðar hafa verið til þess að beina þróuninni inn á aðrar brautir, hafa haft veruleg áhrif á iðnaðinn. Hin gíf- urlega eftirspurnarþensla itefur að sjálfsögðu birst í eftirspurn eftir framleiðslu hans og þjónustu eins og annarra atvinnugreina, sem á mörgum sviðum hefur orðið miklu meiri en hægt hefur verið að anna. Hins vegar hafa um leið orðið miklar kostn- aðarhækkanir, þannig að ljárhagsleg afkoma iðnað- arins hefur versnað að miklum mun. Þannig hefur hin almenna verðbólga ásamt Jreim kauphækkunum, sem urðu á síðasta ári og á fyrri liluta þessa árs átt sinn verulega þátt í þeirri kostnaðaraukningu, sem orðið hefur. Ennfremur urðu tvær gengisfellingar á árinu 1974, sem höfðu sín áhrif til hækkunar kostnaðar og þar með á verðbólguna. Gengislækkun krónunnar gagnvart lielstu viðskiptagjaldmiðlum varð að meðaltali um 33% á árinu, og svarar það til um 50% hækkunar á erlendum gjaldeyri. Lækkun gengisins hefur vissulega haft nokkur áhrif til bóta fyrir samkeppnis- og útflutningsiðnað, þar sem hækkun á erlendum gjaldeyri hækkar ann- ars vegar útfluttar og hins vegar innfluttar vörur í verði, þannig að samkeppnisaðstaða á innlendum markaði batnar og tekjur útflutningsiðngreina auk- ast. Hins vegar ber að hafa í huga að samkeppnis- hæfni þessara greina er mjög mikil hætta búin, þeg- ar kostnaðarhækkanir verða svo gífurlegar sem raun ber vitni. Ekki er því að heilsa, að þjónustugreinar hafi hcldur komist klakklaust frá þeim kostnaðar- hækkunum, sem orðið hafa. Ströng og óraunhæf verðlagshöft og framlenging verðstöðvunar hafa orðið til þess, að þessar greinar liafa ekki fengið kostnaðarhækkanir bættar nema að mjög takmörk- uðu leyti. Hefur þetta valdið minnkandi arðsemi í mörgum iðngreinum, og stefnir raunar beint í lireinan taprekstur hjá sumum. Þegar við bætist út- lánaþak bankanna að undanförnu og verulegir erf- iðleikar við innheimtu söluandvirðis, hefur afleið- ingin orðið mikill f járskortur hjá fyrirtækjum í þjón- ustugreinum, bæði til rekstrar og nauðsynlegrar endurnýjunar á framleiðslutækjum sínum. Nú þeg- ar blasir við, að mörg þjónustufyrirtæki verða hrein- lega að hætta starfsemi sinni af þessum sökum og er Jtað mjög háskaleg þróun. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar hafa nær einskorðast við að draga úr greiðsluhalla við útlönd og tryggja viðunandi afkomu aðalútflutningsatvinnu- veganna, án þess þó að valda of snöggum samdrætti 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.