Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Page 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Page 14
verða þá teknar ákvarðanir um hverjar breytingar teljast nauðsynlegar á núgildandi lögum þessara sjóða. Ný iðnaðarlög Núgildandi löggjöf um iðju og iðnað er að meg- instofni frá árinu 1927. Það gefur auga leið, að nær fimmtíu ára löggjöf um svo mikilvæga atvinuu- starfsemi sem iðnaðurinn er hlýtur að vera í mörgu ábótavant. A síðasta Alþingi var samþykkt tillaga til þings- ályktunar frá Gunnari J. Friðrikssyni um endur- skoðun þessara laga. Óskað hefur verið eftir tilnefningu þeirra hags- munaaðila, sem lög þessi snerta fyrst og fremst, í nefnd, sem iðnaðarráðuneytið mun skipa til að end- urskoða gildandi lög um iðju og iðnað. Verður nefndinni ætlað að hraða störfum svo unnt verði að leggja lrumvarp til nýrra iðnaðarlaga fyrir Al- þingi sent fyrst. Byggingarlög Til þessa hafa gilt mismunandi lög um byggingar- mál í þéttbýli og dreifbýli bæði að því er varðar meðferð byggingarmála og þær kröfur, sem gerðar eru til bygginga. Eru bein lagaákvæði urn bygging- armálefni flest orðin gömul og á margan hátt úrelt. Þeim sem um þessi mál fjalla hefur lengi verið þetta ljóst og talið æskilegt að úr þessu yrði bætt með því að setja heildarlög um byggingarmál, sem giltu fyrir landið allt og lögð hafa verið fyrir Al- þingi frumvörp þess efnis. Þannig var árið 1924 lagt fram frumvarp til byggingarlaga og árið 19(i7 var lagt fram frumvarp til byggingarlaga fyrir skipu- lagsskylda staði. Bæði þessi frumvörp dagaði uppi á Alþingi. Árið 1973 skipaði lelagsmálaráðherra nefnd til þess að endurskoða gildandi lög um byggingarmál- efni og semja frumvarp lil byggingarlaga, sem giltu fyrir landið allt. Einnig var nefndinni falið að gera tillögur um breytingu á skipulagslögum, ef hún teldi það nauðsynlegt í sambandi við endurskoðun laganna. Nefndin var skipuð II mönnum frá hinum ýmsu stofnunum og félagssamtökum, sem um byggingar- mál fjalla. Hi'm hefur samið frumvarp til byggingarlaga, sem ætlað er að ná til landsins alls. Frumvarpið fjallar um yfirstjórn byggingarmála, almenna byggingar- reglugerð og byggingarsamþykktir, um byggingar- nefndir, byggingarleyfi, byggingarstjóra, byggingar- fulltrúa o. fl. Frumvarpið verður lagt fyrir það Aljnngi, er nú kemur saman. Byggingariðnaður Byggingariðnaðurinn er svo gildur þáttur í efna- hagslífi okkar, að 25—30% heildarfjárfestingar á ári hverju er fólginn í íbúðabyggingum. Hagkvæm vinnubrijgð og góð nýting Jtess mikla fjármagns, sem fer til húsnæðismála, er Jlví mikilvæg. Þá er cinnig rétt að hafa í huga, hvílík áhrif húsnæðis- kostnaður liefur á lífskjör fólksins í landinu. Og húsnæðismálin eru þýðingarmikill þáttur í byggða- Jrróun. Áætlunardeild Framkvæmdastofnunar hefur að undanförnu unnið að athugun og áætlanagerð um íbúðarbyggingar á næstu árum. Hefur verið unnið að spá um eftirspurn eftir íbúðum og gerð drög að áætlunum um íbúðabygg- ingar á landinu frá 1975 til 1985 svo og athugun á fjármagnsforsendum á Jaessu sviði. Þá er í undir- búningi athugun á framleiðslugetu byggingariðn- aðarins. Athuganir á Jjessum málum hafa leitt í Ijós að fólksfjöldi í aldursflokkum á aldrinum 20 ára til 34 ára hefur mjög mikil áhrif á eftirspurn eftir íbúð- arhúsnæði. Það hefur kornið í Ijós, að á árunum fram til 1985 er talsvert meiri aukning í Jjessum aldurshópum en nemur aukningu fólksfjöldans í heild. Þessi Jjróun mun Jjví á næstu árum valda aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði frá því sem verið hefur. Til að fullnægja eftirspurninni er talið að byggja Jjurfi að meðaltali 2.400 íbúðir á ári fram til 1986. Undanfarin ár hafa að meðaltali verið byggðar 1500—1800 íbúðir á ári. Löggjöfina um húsnæðismál þarf að endurskoða. Félagsmálaráðuneytið skipaði Jjví í sumar 7 manna nefnd undir formennsku Ólafs Jenssonar lil þeirra starfa. Er hér um mjög mikilsvert verkefni að ræða. Meðal annars er nefndinni falið að kanna leiðir fil Jjess að lækka byggingarkostnað. El' Jjað tækist að verulegu marki væri Jjað raunhæfasta kjarabótin fyrir allan almenning. Einkum kemur hér til greina verksmiðjuframleiðsla byggingareininga og eining- arhúsa í stærri stíl en átt hefur sér stað til Jjessa. Hér Jjarf Jjó margs að gæta: Að um raunverulega aukna hagkvæmni sé að ræða, að framleiðslan henti íslenskum staðháttum, livers konar efni er hentugast, gjaldeyrishliðina o. fl. Þá veltur einnig á miklu, að slík framleiðsla í verksmiðjum sé tengd þeirri verk- kunnáttu og þekkingu almennt, sem fyrir er í bygg- ingariðnaði okkar og áratuga reynslu. Ég vil hér með biðja Landssamband iðnaðar- manna að koma á fót, í samráði við nefndina, starfs- hópi um Jjetta mál. Opinber innkaup Miklu fjármagni er ráðstafað af ríkissjóði og op- 14

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.