Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Qupperneq 33

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Qupperneq 33
eigin hag. Hvert fyrirtæki er fært um, og á raunar, að skrá mánaðarlega tölur, sem snerta veltu, vinnu- tíma- launa- og kostnaðarþróun o. s. frv. Með þessu móti getur fyrirtækið gert samanburð á þróuninni í einstökum mánuðum og síðan ár frá ári. Þegar fyr- irtækið miðar eigin hagtölur við hinar opinberu hagskýrslur, getur það borið saman eigin þróun og iðngreinarinnar í heild eða þeirra iðngreina, sem það er háð. Við hagskýrslugerð fjalla menn um margvísleg hugtök, eins og tölfræðilega athugun og rekstrarein- ingu, fyrirtækjaflokkun og úrtak. Um öll þcssi hug- tök verður fjallað hér á eftir, bæði almennt og sér- staklega með tilliti til aðstæðna á íslandi. Tölfrœðileg athugun Tölfræðileg athugun nær til söfnunar og úr- vinnslu tqrplýsinga, sem óskað er á ákveðnum tíma frá nánar tilteknu úrtaki rekstrareininga. Hún getur t. d. varðar mannahald í iðnaði og iðju á ákveðnum degi. í framkvæmd er þessu hagað þannig, að hag- skýrsluskrifstofa sendir öllum fyrirtækjum innan hins kjörna úrtaks eyðublað. Fyrirtækin skrá á eyðu- blaðið raunverulegar tölur hins tiltekna dags og endursenda eyðublaðið, áður en tilskilinn frestur er á enda, venjulega 8 til 10 dagar. Rekið er einu sinni eða tvisvar á eftir þeim fyrir- tækjum, sem virða ekki frestinn. Verði engra við- bragða vart að heldur, er hagstofunum að jafnaði heimilt að dæma fyrirtæki í sektir. Hagstofa íslands hefur slíka heimild, en gildi hennar er vafasamt í framkvæmd. Samband Hagstofunnar við fyrirtæki innan iðn- aðar og iðju er að verulcgu leyti fyrir meðalgöngu skattstofanna, og er notast við efni, sem á fyrst og fremst að vera til grundvallar við skattlagningu í landinu. Það táknar, að Hagstofunni berst ekki slík- ur efniviður, fyrr en viðkomandi skattstofa hefur notað hann í sína þágu, en slíkt veldur verulegum töfum. Flokkun fyrirtœkja Við hagskýrslugerð ei' mjög mikilvægt, að menn afmarki skýrt og greinilega þau svið, sem talnaefni er safnað á til samanburðar á tveim eða fleiri taln- ingum, sem fara fram ltver á eftir annarri. Við þennan vanda er að glíma í öllum löndum og árið 1948 samþykktu Sameinuðu jtjóðirnar „The International Standard Industrial Classification of all Economic Activities", sem kalla má „Alþjóða- staðal allrar efnahagslegrar starfsemi". Staðall þessi nefnist í daglegu tali aðcins ISIC og er notaður í nær öllum aðildarlöndum Sameinuðu jtjóðanna, þar á meðal íslandi. ISIC var endurskoðaður árið 1958 og 1968 til að aðlaga hann þróuninni á sviði efnahagslegrar starf- semi. ISIC er ekki ósveigjanlegt kerfi, heldur er hægt að aðhæfa hann, innan vissra takmarka, sérstökum eínahagsaðstæðum einstakra landa. Það er Hagstofa íslands, sem ber ábyrgð á ]tví, að ISIC sé aðlagaður aðstæðum á íslandi. 1 atvinnu- vegaflokkun Hagstofunnar er að finna lýsingu á flokkun þeirri, sem í gildi er á íslandi og er skv. ISIC frá 1958 (United Nations Statistical Papers Series M, No. 4, Rev. 1). Efnahagsstarfsemi er þar skipt í tíu flokka. Af þeim eru það einkum flokkar 2 og 3, sem ná til iðnaðarins, og flokkur 4, sem varðar byggingarstarfsemi, viðgerð mannvirkja, sem Landssamband iðnaðarmanna hefur einkum haft áhuga á. Auk þess má nefna ýmsar undirgreinar í tlokki 8, þjónustu, sent áhugi hefur líka verði á. Skrdningar- og flokkunaratriði 1-Iagstofa Islands heldur aðalskrá — „Skrá yfir fyr- irtæki á íslandi" — sem er í rauninni þrjár skrár, þar sem fyrirtækjum er raðað 1) í stafrófsröð, 2) eftir at- vinnugrein og 3) eftir staðsetningu (sveitarfélag). Er auðvelt að sjá, hvaða l'yrirtæki eru skráð í hverri atvinnugrein, og þannig má t. d. ganga úr skugga um, að það eiga að vera 407 fyrirtæki í flokki 350, sem er málmsmíði, og 446 í flokki 491, sent er húsasmíði. Samkvæmt skýrslunni „Iðnaður 1972“ cr hins vegar aðeins hægt að finna 262 fyrirtæki í flokki 350. „Iðnaður 1972“ er m. a. sarnið á grundvelli slysatryggingaskrár fyrir árið 1972. Nákvæm athug- un á henni sýndi Itins vegar, að það voru 269 fyrir- tæki í unclirgrein 350. Munurinn stafar að líkindum af stofnun nokkurra fyrirtækja, en meðferð gagna frá þeirn hefur seinkað hjá skattstofum. Ef farið er í gegnum slysatryggingaskrána og reynt að finna þau 407 fyrirtæki, sem eiga að vera í flokki 350 samkvæmt fyrirtækjaskránni, verður niðurstað- an þessi: Skráð í slysatryggingaskrá undir atv.grein 350 239 Skráð í slysatryggingaskrá undir öðrum atvinnugreinum 57 Finnast ekki í slysatryggingaskrá 111 Samsvarandi atliugun á ISIC-flokki 491, húsa- srníði, sýndi: Skráð í slysatryggingaskrá undir atvinnugr. 491 154 Skráð í slysatryggingaskrá undir öðrum atvinnugreinum 70 Finnast ekki í slysatryggingaskrá 222 Þannig kom í ljós, að 27% fyrirtækja í flokki 350, málmsmíði, og 50% fyrirtækja í flokki 491, húsa- smíði, voru ekki starfandi, þótt skráð væru í fyrir- tækjaskrá. Þetta getur í sumum tilfellum stafað af 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.