Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 34
því, að starfsemi hafi verið hætt, þótl fyrirtækið sé
formlega (lagalega) til enn. En lrvernig sem á þessu
stendur, þá væri mikilvægt frá efnahagslegu sjónar-
miði, að nánari skýringar fengjust á þessum tölum.
Hægt er að ganga feti framar við slíkar athuganir
og gera samanburð milli ára á fyrirtækjum innan
sömu atvinnugreinar. Slík athugun á fyrirtækjum í
flokki 350, málmsmíði, leiddi til eftirfarandi niður-
stöðu:
Fyrirtæki skráð í flokki 350 skv. slysatr.skrá 1972 269
Fyrirtæki skráð í flokki 350 skv. slysatr.skrá 1973 273
Fyrirtæki starfandi í flokki 350 bæði 1972 og ’73 216
Fyrirtæki, sem iiorfið hafa úr flokki 350 árið 1973 53
Fyrirtæki, sem bæst hafa í flokk 350 árið 1973 57
í atvinnugrein 491, húsasmíði, voru samsvarandi
tölur, eins og hér segir:
Fyrirtæki skráð í flokki 491 skv. slysatr.skrá 1972 319
Fyrirtæki skráð í flokki 491 skv. slysatr.skrá 1973 328
Fyrirtæki starfandi í flokki 491 bæði 1972 og ’73 211
Fyrirtæki, senr horfið hafa úr flokki 491 1973 108
Fyrirtæki, sem bæst hafa í flokk 491 árið 1973 117
Enda þótt fjöldi fyrirtækja innan beggja undir-
greina hafi verið næstum hinn sami árin 1972 og
1973, virðast skipti á fyrirtækjum -hafa verið mikil.
1 málmsmíði var um finrmta hvert og í húsasmíði
um þriðja hvert fyrirtæki „nýtt“ árið 1973. Ef þessar
tölur eru réttar, þá er hér einnig um mjög fróðlegt,
efnahagslegt fyrirbæri að ræða, svo að vert væri að
efna til öllu nánari könnunar í því efni.
Ú rtak
Við tölfræðilega athugun kemur upp sú spurn-
ing, hvort taka eigi með öll fyrirtæki, eða hvort unnt
muni að ná öruggum árangri með takmörkuðu úr-
taki.
Heildarathuganir (athuganir, sem ná til allra fyr-
irtækja) eru bæði tímafrekar og kostnaðarsamar.
Hagnýtar ástæður eru fyrir því, að athuganir, sem
fram fara með reglubundnu millibili, ná sjaldan til
allra fyrirtækja, sem um er að ræða.
Til dæmis er hægt að sleppa öllurn fyrirtækjum
undir tiltekinni stærð, ef starfræksla þeirra nemur
aðeins takmörkuðum hluta veltu eða atvinnu í við-
komandi iðngrein. Við gerð atvinnuskýrslna iðnað-
arins í Danmörku sleppa menn til dæmis öllum
fyrirtækjum, sem hafa færri en sex starfsmenn. I
rekstrar- og efnahagsskýrslum eru neðri mörkin sett
við fyrirtæki með 20 starfsmenn.
I ýmsum löndum er notast við svonefnd stærðar-
flokkuð úrtök. Með því getur t. d. verið átt við, að
tekin séu öll fyrirtæki yfir tiltekinni stærð. í næsta
stærðarflokki eru t. d. tekin 50% fyrirtækja, í þeim
næsta 25% heildarinnar o. s. frv. Með því að beita
Jressari úrtaksaðferð, ná menn að jafnaði til 60-80%
starfsmannahalds eða veltu með Jrví að taka 20-40%
rekstrareininganna. Með því að nota sama úrtak
við tvær eða fleiri athuganir, sem fram fara hver af
annarri, fá menn samanburðargrundvöll. Heildar-
tala iðngreinanna fæst með |>ví að margfalda niður-
stöðu úrtaksins með tölu sem byggist á stærð úr-
taksins.
Með slíkum takmörkunum á úrtökum verður
söfnun og úrvinnsla gagna auðveldari, og fljótlegra
að birta niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir alla, sem
þurfa að nota þær í sambandi við ýmsar nauðsyn-
legar ákvarðanir.
Þegar sú aðferð er viðhöfð á íslandi, að öll fyrir-
tæki eru talin með, Jrótt þau skrái ekki nema eina
slysatryggða vinnuviku á ári, verður ekki hjá því
komist, að Jsað tefji allt í senn — öflun gagna, úr-
vinnslu þeirra og birtingu á niðurstöðunum.
Vinnuaflsskýrslur
Á tslandi er orðið „mannár" notað til að tákna
atvinnu (vinnuafl). Mannár er skilgreint sem 52
slysatryggðar vinnuvikur. Grundvöllur útreikninga
á vinnuafli í þjónustu fyrirtækis (eða heillar iðn-
greinar) er þær upplýsingar, sem vinnuveitendur
gefa á launamiðafylgiskjali til skattstofu.
Á launamiðafylgiskjali eru dálkar fyrir vikur,
vinnustundir og laun. Ef launaútreikningum fyrir-
tækis er haganlega fyrirkomið, ætti ekki að vera erf-
itt að yfirfæra allar 3 tölur á launamiðafylgiskjalið
í lok ársins. Þó er Jrað sagt mjög fátítt, að allir 3
dálkar séu útfylltir.
Sé launadálkurinn einn útfylltur, deilir skattstof-
an útborguðunr launum með tölu, sem kemur heim
við meðaltal vikulauna skv. Jreim kaupgjaklsskrám,
sem til eru frá hinum ýmsu iðngreinum. Á kaup-
gjaldsskrá eru vikulaunin byggð á samningsbundn-
um vinnustundafjölda (nú 40 st.).
Sé vinnustundadálkurinn einn útfylltur, deilir
skattstofan með 48 skv. reglugerð nr. 7/1964. Árið
1964 var samningsbundinn vinnutími 48 klst. á viku,
en er nú 40 klst.
Útfylli vinnuveitandi sjálfur dálkinn „virkur" á
grundvelli raunverulegrar tölu þeirra vinnuvikna,
sem starfsmenn liafa unnið, finnst með því að deila
með 52 tala, sem telja má að sýni tölu starfsmanna
í ársvinnu.
Eftir því hvaða reikningsaðferð er notuð, er hægt
að fá útkomu í vinnuaflsdæminu, sem er annaðhvort
20% hærri eða 20% lægri en hið raunverulega
ástand.
Það er spurning, hvort sú aðferð að notast við
launamiðafylgiskjiil og skattstofur er heppileg við
gerð vinnuaflsskýrslna. í fyrsta lagi getur hún verið
34