Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Qupperneq 36
KYNNING
Á FÉLÖGUM
EIGINKIIENNA
MEISTARA
Eins og fram kemur í grein á öðrurn stað hér í
blaðinu um 36. Iðnþingið, önnuðust Kynningar-
klúbburinn Björk og Klúbbur eiginkvenna málara-
meistara sérstaka dagskrá fyrir maka iðnþingsfull-
trúa.
I>ar sem ekki er ólíklegt, að lesendur Tímaritsins
hafi áhuga á að fræðast nánar um stárfsemi þessara
og annarra félaga eiginkvenna ineistara þykir rétt að
kynna þau lítillega í blaðinu.
Hér fer á eftir stutt viðtal við Magneu Karlsdótt-
ur, formann Kynningarklúbbsins Bjarkar, svo og
grein eftir Svövu Ólafsdóttur, formann Klúbbs eig-
inkvenna málarameistara, þar sem þær gera nokkra
grein fyrir starfsemi félaganna. Þá er ennfremur
stutt frásögn af starfsemi Kvenfélagsins Hrundar í
Hafnarfirði.
Kyn n ingark lúbburinn Björk
Hugmynd að stofnun kveníelags meðal eigin-
kvcnna itúsasmiða er ekki alveg ný. Meistarafélag
húsasmiða er orðið 22 ára og það mun hafa verið
einhvern tíma á fyrsta áratug þess félags að þeirri
hugmynd skaut upp að stofna kvenfélag, þó ekki
yrði að veruleika þá.
Kynningarklúbburinn Björk var stofnaður 26.
nóvember 1974 og voru stofnendur 48 eiginkonur
iiúsasmiða.
í tilefni þess að Björk bauð fram mikilsverða að-
stoð við síðasta Iðnþing íslendinga, þótti ritnefnd
tímaritsins rétt að fá ofurlítið meira um félagið að
vita og átti viðtal við formann klúbbsins, frú Magn-
eu Karlsdóttur.
Magnea sagði okkur að hvatinn að stofnun
klúbbsins hefði verið sá, að sumum þeirra, sem
fylgdust með starfi Meistarafélagsins hefði fundist,
að eiginkonur meistaranna þekktust of lítið.
Hvattar af Meistarafélaginu réðust ])ær síðan í
stofnun klúbbsins cins og áður kemur fram.
I 2. gr. samþykkta segir: l'ilgangtir klúbbsins er:
Að skapa kynningu meðal eiginkvenna félaga í
Meistarafélagi húsasmiða og stuðla að auknu félags-
lífi.
Fundir eru 4—5 á ári og eru vel sóttir og þá gjarn-
an fléttað saman gamni og alvöru. Félagskonur
kynna sjálfar ýmsa fræðslu og eru þá einnig með
skemmtiatriði, þá eru og aðfengin fræðsluerindi,
sýnikennsla og fleira.
Þegar frú Magnea var spurð hvað valdið hefði því
að þær svo fámennur félagsskapur hefði boðið
Landssambandi iðnaðarmanna hina mikilsverðu að-
stoð í sambandi við Iðnþing, sem hlaut að krefjast
mikils af þeirn, svaraði hún:
„Þegar við, sem höfum átt þess kost að vera geslir
á Iðnþingi íslendinga úti á landsbyggðinni og orðið
aðnjótandi allrar þeirrar gestrisni sent þar hefur
mætt okkur, þá hljótum við að spyrja á hvern hátt
við gætum goldið lyrir, þó í litlu væri.
Það var þetta sjónarmið sem réð gerðum okkar,
og ánægja okkar varð mikil þegar í Ijós kom Itve
þátttaka klúbbkvenna og almennur áhugi á að gera
eitthvað var mikill.
Við stóðum heldur ekki einar að þessu, eiginkon-
ur málarameistara voru einnig með og síst skyldi
gleyma þátttöku Reykjavíkurfélaganna í Meistara-
sambandi byggingarmanna sem tóku að sér að
greiða kostnaðinn. Hal'i svo konum þingfulltrúa lík-
að dagsrkáin og haft af henni einhverja ánægju, þá
er okkar ánægja tvöföld."
Við þökkunr sjrjallið og óskum klúbbkonum og
félaginu velgengni á komandi árum.
í stjórn Bjarkar eru: formaður Magnea Karlsdótt-
ir, ritari Helga Þorsteinsdóttir, gjaklkeri Sigfríður
Marinósdóttir, varaform. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir
og meðstj. Guðrún Sveinsdóttir.
Klúbbur eiginkvenna málarameistara
Klúbbur eiginkvenna málarameistara, skammstaf-
að K.E.M., var stofnaður á 40 ára afmæli Málara-
meistarafélagsins, þann 26. febrúar 1968. Undirbún-
ingsfundur var haldinn 9. sama mánaðar með hvata-
mönnum, sem höfðu iullan hug á slíku félagsstarfi,
meðal eiginkvenna sinna. Það hafði vissulega líka
36