Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Page 40

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Page 40
FJÖRIR IDNARARMENN HEIDRADIR Fjórir iðnaðarmenn voru heiðraðir á 36. Iðn- þinginu í Reykjavík í október 1975. Voru þeir allir sæmdir heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli fyrir framúrskarandi störf að iðnaðarmálum ís- lands. Þessir menn eru Adolph Sörensen, múrara- meistari, formaður Danska iðnsambandsins, Gissur Sigurðsson, húsasmíðameistari, Reykjavík, Stig Stefanson, optikermeistari, formaður Sænska iðn- sambandsins og núverandi forseti Norræna iðn- ráðsins og Þorgeir Jósepsson, vélsmíðameistari, Akranesi. Adolph Sörensen, formaður Danska iðnsambands- ins, hefur verið í forystu í félagsmálum iðnaðar- manna og atvinnurekenda í sínu heimalandi í fulla 3 áratugi. Hann öðlast meistarabréf í iðn sinni, múrverki, árið 1936 og hefur rekið fyrirtæki í því fagi síðan. Hann hefur átt sæti í stjórn Danska vinnuveitendasambandsins í 34 ár eða frá árinu 1941 og verið formaður iðnaðarmannafélags síns heimabæjar, Sorö, í 28 ár. Þá hefur hann verið formaður í Landssamtökum múrarameistarafélaga í Danmörku í 15 ár og formaður Danska iðnsam- bandsins, systursamtaka Landssambandsins í Dan- mörku frá árinu 1963 og varaformaður á árunum 1954-1963. Á árunum 1968-1971 var Sörensen forseti Nor- ræna iðnráðsins, en á þeirn árurn var skrifstofa ráðsins í Kaupmannahöfn. Á árinu 1965-1968, þeg- ar skrifstofa ráðsins átti að vera hér á landi, tók Danska iðnsambandið að sér að rækja þetta hlut- verk af hendi fyrir Landssamband iðnaðarmanna. Með störfum sínum sem formaður Danska iðn- sambandsins og forseti og stjórnarmaður Norræna iðnráðsins hefur Sörensen lagt drjúgan skerf til íslenskra iðnaðarmála. Hafa íslenskir iðnaðarmenn lengi notið árangursríkrar samvinnu á vettvangi Norræna iðnráðsins. Auk þessara umfangsmiklu starfa að iðnaðar- málum hefur Sörensen gegnt fjöldamörgum trún- aðarstörfum. M.a. var hann þingmaður í danska þinginu fyrir Konservativ Folkeparti á árunum 1953-1967. Gissur SigurðssoJi, húsasmíðameistari, er fæddur á Bergsstöðum í Biskupstungum. Hann nam húsa- smíði hjá Skúla Þorkelssyni og lauk sveinsprófi 28. október 1938, og öðlast meistararéttindi í iðn sinni 28. október 1941, eða nákvæmlcga 3 árurn síðar. Hann hefur alla tið síðan verið athafnasamur verk- taki og rekur nú ásamt öðrum eitt af stærstu bygg- ingafyrirtækjum landsins. Hefur hann, ásamt með- eigendum sínum, náð umtalsverðum árangri við lækkun byggingarkostnaðar og verið meðal þeirra scm lengst liafa náð á þessu sviði. Gissur á langan starfsferil að baki í félagsmálum iðnaðarmanna og í tvo áratugi hefur hann verið í forystu og tekið virkan þátt í stefnumótun iðn- aðarsamtakanna. Hann var einn af stofnendum Meistarafélags húsasmiða og sat í stjórn þess á árunum 1954-1970 og lengst af sem formaður. Hann var einnig einn af frumkvöðlunum að stofn- 40

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.