Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 41

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 41
IÖnaðarmennirnir fjórir, á- samt forseta Landssam- bandsins. Frá vinstri: Giss- ur Sigurðsson, Adolph Sör- ensen, Stig Stefanson, Þor- geir Jósepsson og Sigurður Kristinsson. un Meistarasambands byggingamanna og var í stjórn þess frá 1965 til 1971. Á árunum 1968 til 1971 sat Gissur í stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna og í varastjórn lengi áð- ur. Hann hefur setið Iðnþing óslitið frá árinu 1961. Stig Stefanson hefur verið formaður Sænska iðn- sambandsins, systursamtaka Landssambands iðnað- armanna í Svíþjóð, í 18 ár, eða lengur en nokkur núverandi formaður iðnsambandanna á Norður- löndunum. Hann hóf störf sín í stjórninni 1952 og hefur því verið í fremstu víglínu í iðnaðarmál- um í Svíþjóð í fast að 25 árum. Hefur hann verið skeleggur málsvari fyrir hagsmunum lítilla og með- alstórra fyrirtækja og lagt áherslu á mikilvægi þeirra fyrir sænskt efnahagslíf. Árið 1933 öðlast Stefanson meistararéttindi í iðn sinni, gleraugna- og sjónglerjasmíði og hefur rekið fyrirtæki í því fagi síðan í heimabæ sínum, Lud- vika í Svíþjóð. Hann hefur og tekið virkan þátt í félagsmálum iðnaðarmanna þar, og m.a. verið for- maður í Iðnaðarmannafélaginu í Ludvika s.l. 8 ár. Auk umsvifamikilla starfa að iðnaðarmálum heimafyrir, hefur Stefanson verið mikilvirkur þátt- takandi í norrænu og alþjóðlegu samstarfi iðn- meistara og fyririækja. Hann er nú forseti Nor- ræna iðnráðsins og hefur verið það áður á árun- um 1959-1962. Hefur hann þar, eins og aðrir, sem lengi liafa átt þátt að norrænni samvinnu, lagt sitt lóð á vogarskálina til eflingar íslenskum iðnaði. Stefanson er einnig varaforseti Alþjóða iðnsam- bandsins (IGU). l>að er ekki aðeins innan iðnaðarsamtakanna, sem Stefanson hei'ur verið í fararbroddi. Á hann hafa ltlaðist fleiri tímafrek trúnaðarstörf. Var hann m. a. jjingmaður í 11 ár, á árunum 1960 til og með 1970 fyrir Folkepartiet. Þorgeir Jósepsson, vélvirkjameistari, er fæddur að Eystra Miðfelli á Hvalfjarðarströnd. Hann lauk námi í vélsmíði 1922 og fékk meistarabréf nokkru síðar. Hann og bróðir lians, Ellert, byggðu vél- smiðju árið 1928. Þetta fyrirtæki hefur hann rekið einn eða með öðrum síðan. Át'ið 1938 er fyrirtæk- ið stækkað með byggingu dráttarb/rautúr og er Jjað nú meðal stærstu skipasmíðastöðva landsins. Hefur Jjað tekið virkan þátt í að ryðja stálskipa- smíðum braut hér á landi. Þorgeir hefur lengi verið í forystusveit iðnaðar- manna. Hann varð fyrst fulltrúi á Iðnþingi árið 1939 og hefur setið á flestum IðnJjingum síðan. Hann er einn af áhugamönnum um nánari tengsl við hin Norðurlöndin og var meðal þeirra er fyrst sóttu Norræn iðnþing. Allt frá J>ví að samtök drátarbrauta og skipa- smiðja voru stofnuð, hefur Þorgeir verið virkur þátttakandi í þeim samtökum og lengi í stjórn Jseirra. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í íélags- starfsemi iðnaðarmanna og opinberum málum síns byggðarlags. Var hann m.a. bæjarfulltrúi á Akra- nesi í mörg ár. 41

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.