Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 44

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 44
skuli leggja áætlanir sínaf fyrir nel'nd, sem skoðar þær frá sjónarmiði byggðajafnvægis. Nokkrar al- mennar undantekningar cru frá þessari reglu, m.a. þær, að hal'i fyrirtæki ekki náð ákveðinni stærð, þá gildir hún ekki. Þannig þarf skrifstofuhúsnæði að hafa náð 500 m2 í Svíþjóð til þess að reglunni verði beitt, en sé um að ræða iðnaðarhúsnæði þarf stærðin að vera 1000 nr2. í Noregi eru þessi stærð- armörk aftur á móti miklu minni og er almenna reglan sú, að fyrirtæki undir ca. 60 m2 stærð eru undanþegin reglunni. Nokkrar umræður urðu um þetta mál, en eng- ar ályktanir gerðar. Að loknum þessum umræðum var fundi frestað þar til daginn eftir kl. 10, að fundur var settur aftur. Var þá lagt fram nýtt uppkast að ályktun um svartamarkaðsfyrirtækin. Var þessi ályktun sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum, en hún liljóðar svo: „Innan handiðnaðarins viðgengst mjög margvísleg starfsemi óreglulegra fyrirtækja í sífellt auknum mæli, og er þetta mjög um- hugsunarverð þróun. Sú vinna, sem látin er í té af þessum svartamarkaðslyrirtækjum er oftast mjög slæm að gæðum og liinn almenni neytandi verður að gjalda það dýru verði að hafa í upphafi látið freistast af ódýru vinnu- tilboði. Á sama hátt er einnig sú frístundavinna, sem latinþegar taka að sér í samkeppni við hin almennu fyrirtæki mjög óheilbrigð. Þess- ir frístundaatvinnurekendur og svartamark- aðsfyrirtækin, sem láta þjónustu sína í té ut- an ákveðins vinnustaðar og oft án þess að upp sé gefið til skatts, valda skekkingu á samkeppnisaðstöðunni gagnvart heilbrigðum iðnfyrirtækjum. Þau fyrirtæki og launþegar, sem hér um ræðir, draga undan skatta og opinber gjöld, sem venjuleg iðnfyrirtæki verða að greiða, og er þetta orsökin til þess að hin síðarnefndu geta ekki orðið samkeppnisfær í verði. Það eru miklar upphæðir, sem á þennan hátt koma ekki til sköttunar, og er þess vegna mikilvægt frá þjóðhagslegu sjónarmiði að meira eftirlit verði með svartamarkaðsfyrirtækjunum og frítímaatvinnurekendunum af hálfu skatta- yfirvaldanna. Það virðist eins og er vera mjög lítið og tilviljanakennt eftirlit með slíkri starfsemi. Norræna iðnráðið vill benda á, að gera verður miklar kröfur um fagleg gæði innan handiðnaðarins. l>að er ennfremur mikilvægt að stjórnendur smárra fyrirtækja hafi góða undirstöðumenntun og reynslu á sviði sljórn- unar og viðskipta." Næsta mál á dagskrá var að teknar voru lil unr- ræðu skýrslur frá hinum einstöku löndum. Að þessu sinni voru ekki fluttar framsögur með hverri skýrslu, en þess í stað fletti forseti þingsins þeim, las kaflafyrirsagnir og óskaði eftir fyrirspurnum eða umræðum, ef mönnum þætti ástæða til. I skýrslum þessum var að finna margvíslegan fróð- leik um málefni iðnaðarins í hinum ýmsu löndum. Þá liafði einnig verið óskað sérstaklcga eftir því fyrirfram, að gerð væri grein fyrir því, hvernig samvinnu samtaka iðnaðarins væri háttað í hverju landi, og ennfremur hvaða háttur væri hafður á stjórnunarfræðslu í löndunum. Nokkrar umræður urðu um skýrslurnar og svöruðu fundarmenn frá hverju landi fyrir sig spurningum, sem til þeirra var beint. Þá var tekið fyrir næsta mál á dagskrá, sem var um launatengd gjöld (sociale udgifter). Sænska iðn- sambandið hafði fyrir þingið tekið að sér að safna saman upplýsingum um launatengd gjöld á öll- um Norðurlöndunum. Var þessu efni safnað sam- an í skýrslu, sem dreift var á fundinum. Reynt var að ltafa þessar upplýsingar sem sambærilegastar og ná þær yfir árin 1973 og 1974. í 1 jós kom, að á öllum Norðurlönclunum er verulegur launatengd- ur kostnaður og fer hann hækkandi. Er Jdcssí kostn- aður yfir 40% í öllum löndunum nema Danmörku, þar sem hann var um 21%. Hæstur er launatengd- ur kostnaður á íslandi, 46.3%, þá kemur Noregur með 42.2%, Finnland 40.8% og Svíjtjóð með 40.3% og Danmörk 21% eins og áður segir. At- hyglisvert er, að aðeins á íslandi og í Svíjþóð er jlaunaskattur á lagður. Nokkrar untræður urðu um þessa skýrslu og voru fundarmenn sammála um, að Jressi samanburður væri mjög áhugaverður og nytsamlegur. Auk samanburðar milli Norður- landanna var í skýrslunni yfirlit yfir heildarlauna- kostnað á unninn tíma í ýmsum öðrum löndum. Kemur í ljós, að launatengdi kostnaðurinn er ntjög mismunandi, og allt frá Jtví að vera 20% í Bret- landi og Danmörku upp í að vera 89% á ítalíu og 82% í Austurríki. Þessar tölur eru samkvæmt u]t]t- lýsingum Sænska vinnuveitendasambandsins. Næsta mál á dagskrá var erindi Mauritz Rosen- berg frá Danmörku, um nýja tegund hlutafélaga (anpartselskab) sem heimilt er að stofna samkvæmt nýjum lögum, sem gengu í gildi í ársbyrjun 1974. í lögunum er mörgum mikilsverðum kostum eldri hlutafélaganna haldið, t.d. takmarkaðri ábyrgð, skattafríðindum o.s.frv. Hins vegar eru Jressi lög miklu rýrnri að Jrví er varðar stofnun og rekstur 44

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.