Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 47
lagasetningu um þetta atriði. Eru neytenclasjónar-
mið höfð ofarlega í huga í þessu sambandi, en það
er að sjálfsögðu mikið öryggisleysi fyrir neytandann,
ef hann hefur litla sem enga tryggingu fyrir því,
að sá sem hann skiptir við, hafi þekkingu eða hæfni
til að ráða við viðfangsefnið. í þessu sambandi var
lögð áhersla á að meistarabréfið væri mikilsverð
ábending fyrir neytendur og væri eins konar gæða-
merki, sem meistarar ættu að noia. Þá segir í um-
sögn stjórnarinnar að ástæða sé til að ætla, að auk-
inn áhugi sé nú á þessu máli, og á það bent, að
sífellt fleiri félagssamtök hafi gert um það sam-
þykktir.
Samþykkti þingið að fela stjórninni að vinna
ötullega að því, að halda á lofti kröfunni um fag-
legar kröfur til atvinnurekenda, og að unnið yrði
að samningu rammalöggjafar um löggildingu til
starfa.
Þá komu frá ýmsum félögum all margar álykt-
anir um fræðslumál, og vandamál lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja við að liafa iðnnema. M.a. kom
eftirfarandi fram í þessari ályktun:
Það er almennt viðurkennt að þeir sem
leggja stund á iðnnám verða í framtíðinni
lykilmenn í iðnþróun nútímaþjóðfélagsins.
Þess vegna má menntun þeirra ekki staðna.
— Laun fyrir ófaglærða eru það há, að freist-
andi er fyrir ungt fólk að leiða hjá sér iðn-
nám. Því er lagt til að laun vegna iðnnema
séu undanþegin launatengdum gjöldum,
þannig að hægt sé að skapa æskilegt jafn-
vægi í þessum efnum. Þá er bent á, að gjald
sem meistarar fá fyrir að hafa nema, sé orð-
ið of lágt, enda hafi það ekki breyst lengi.
Þar sem skólaæskan er mjög lítið upplýst
um verklegt nám, er lagt til að Sænska iðn-
sambandið beiti sér fyrir sérstakri fræðslu urn
iðnnám í skólurn.
Á það var bent, að nemendur sameinaðra
framhaldsskóla (gymnasiskoler) fengju ó-
nóga verklega kennslu, sérstaklega til hand-
iðnaðarstarfa í litlum mæli og meðalstórum
fyrirtækjum. Var talið nauðsynlegt að færa
verklegu kennsluna meira út til fyrirtækj-
anna.
Talið var að iðnnám í ýmsum bygginga-
greinum væri orðið úrelt og miðaðist ekki
við nýjustu byggingaraðferðir. Var samþykkl
að leggja til að þetta nám yrði endurskoðað
í samráði við viðkomandi félagssamtök.
Hér að framan hafa einungis fáar ályktanir ver-
ið nefndar, en meðal þeirra sem ekki hefur verið
fjallað uin, fjölluðu nokkrar ályktanir um innan-
félagsmálefni, svo sem gjald til samtakanna, svæða-
skiptingu þeirra o.s.frv.
í lok þingsins var Stig Stefanson, optikermeistari
endurkjörinn forseti Sænska iðnsantbandsins næstu
tvö árin, og hafði hann þá gegnt embættinu í 18
ár.
Stjórnarfundur í Norrœna iðnráðinu
Daginn eftir sænska iðnþingið, miðvikudaginn
24. september, var haldinn stjórnarfundur í Nor-
ræna iðnráðinu. Fundurinn var haldinn í húsa-
kynnum Iðnaðarmannafélagsins í Stokkhóhni.
Stjórnin er skipuð for.mönnum og forsetum iðn-
sambandanna á Norðurlöndum. Að þessu sinni
voru formenn Finnska og Norska iðnsambandsins
forfallaðir. Norski framkvæmdastjórinn sat fund-
inn sem fulltrúi sinna samtaka, en enginn fulltrúi
var frá Finnlandi. Auk þeirra stjórnarmanna, sem
mættir voru, sátu framkvæmdastjórar iðnsamband-
anna fundinn.
Eftir að fundargerð frá Norræna iðnþinginu í
Oslo 1974 hafði verið samþykkt, var gengið til dag-
skrár.
Fyrst var rætt um samstarf og samskipti atvinnu-
rekendafélaga og félagssamtaka iðju og iðnaðar á
Norðurlöndunum og gerðu fulltrúar frá hverju
landi grein iyrir ástandi þeirra mála í sínu heima-
landi. í öllum löndunum hefur verið rætt all niikið
um þetta mál, en vegna þess hve ofarlega það hef-
ur verið á baugi í Noregi, kom ósk þaðan um að
taka það á dagskrá fundarins.
Þessar umræður hafa sprottið út frá því, að
menn ltafa farið að velta fyrir sér, hvernig koma
mætti í veg fyrir tvíverknað milli sambandanna,
og komið hefur í Ijós, þegar grant er skoðað, að
þrátt fyrir einhvern málefnaágreining munu sam-
tökin í flestum löndunum eiga fleiri málaflokka
sameiginlega, heldur en þar sem um ágreining er
að ræða. Þess vegna hefur sú spurning vaknað,
hvort samtökin næðu e.t.v. betri árangri í starfi
sínu með aukinni samvinnu eða jafnvel samruna.
Stims staðar hafa umræður leitt til þess að samstarfs-
samningar hafa verið gerðir rnilli viðkomandi sam-
taka, eða unnið er að því að auka samvinnu
þeirra.
í Danmörku hafa átt sér stað viðræður rnilli
Danska vinnuveitendasamtvandsins, samtaka stór-
kaup.manna og Danska iðnsambandsins (Hánd-
værksrádet). Hala þær einkum beinst að því að
skilgreina ákveðna verkaskiptingu milli samtak-
47