Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Page 48
anna og finna á 'hvaða sviðum um tvíverknað gæti
verið að ræða, svo og finna málefni, sem samtökin
sinna ekki, en meðlimir þeirra gætu haft áhuga á.
Ekki er gert ráð fyrir neinni verulegri breytingu á
félagsuppbyggingunni í Danmörku á næstunni.
Framkvæmdastjóri Sænska iðnsambandsins gerði,
að beiðni finnska framkvæmdastjórans, grein fyrir
þróuninni í þessum efnum í Finnlandi. Þar hefur
verið sett á fót nefnd með fulltrúum flestra atvinnu-
greinasamtaka landsins, bæði þeirra sem að iðnað-
armálum vinna og annarra. Ennfremur hafði ver-
ið gerður samningur milli fjögurra iðnaðarsamtaka
ttm samruna þeirra í ein samtök og skyldi hann
ganga í gildi þann F janúar ] 976. Eru þetta sam-
tök finnska skógarhöggsiðnaðarins, málm- og skipa-
smíðaiðnaðarins, samtök meðalstórra iðnfyrirtækja
og iðnrekendafélagið. Ein samtök, Finnska iðn-
sambandið (systursamtök Landssambands iðnaðar-
manna) verða utan þessa sambands og stafar það
af ólíkri uppbyggingu og mismunandi aðferðum
við álagningu aðildargjalda þessa sambands og
hinna. Elins vegar hefur verið gerður samstarfs-
samningur milli þess og iðnrekendafélagsins, þann-
ig að tengslin milli þessara samtaka verða tryggð.
í Noregi hafa gamlar umræður, sem ekki leiddu
til árangurs árið 1970, um samruna Norska iðnsarn-
bandsins og iðnrekendafélagsins, verið teknar upp
aftur. Árið 1974 var skipuð nefnd, sem saman-
stendur af fulltrúum frá þessum samtökum, ásamt
fulltrúa frá Norska vinnuveitendasambandiriu og
ennfremur fulltrúa frá „Vinnuveitendasambandi
handiðnaðarins", sem er cins konar sjálfstæð deild
innan Norska vinnuveitendasambandsins.
Þegar stjórnarfundurinn var haldinn, hafði náðst
sá árangur, að samkomulag hafði verið gert milli
vinnuveitendasambandanna og iðnsambandsins um
verkaskiptingu samtakanna. Ennþá vantaði nokk-
uð á að hugmyndin um samruna iðnsambandsins
og iðnrekendafélagsins gæti orðið að veruleika, en
fulltrúi iðnsambandsins á fundinum dró ekki dul
á að hann teldi það æskilegt. (Þegar Jretta er skrif-
að hefur verið gerður samningur um ákveðið sam-
starf þessara samtaka á næstu þremur árum. Verð-
ur á tímabilinu ákveðið hvort, og þá með hvaða
hætti, samtökin skuli sameinast. Verður tekin aí-
staða til þessa samkomulags á næsta aðaliundi sam-
takanna).
I Svíþjóð hefur komið til lals að Sænska vinnu-
veitendasambandið og iðnrekendaféíagið samein-
uðust í einu sambandi, en al því hefur ekki orðið.
Ennfremur hafa fleiri möguleikar um einföldun á
uppbyggingu atvinnurekendasamtakanna verið til
umræðu og m.a. aukin samvinna Sænska iðnsam-
bandsins og verslunarsamtakanna svo og iðnrek-
endafélagsins.
Þessar viðræður hafa ekki leitt til verulegs árang-
urs. Eins og lram kom í frásögninni af sænska iðn-
þinginu hér að framan, vilja forsvarsmenn Sænska
iðnsambandsins fara hægt í sakirnar varðandi sam-
runa samtakanna, þótt þeir séu sammála urn nauð-
syn verkaskiptingar og samvinnu. Leggja þeir sér-
staka áherslu á, að því aðeins sé hægt að minnast
á samruna, að tryggt sé að hagsmunum einstakl-
ingsfyrirtækja og lítilla fyrirtækja sé ekki gert minna
undir liöfði en áður.
Af íslands hálfu var lögð fram skrifleg skýrsla
um samstarf Landssambandsins og aðiklarfélaga
þess, Vinnuveitendasambands íslands og Félags ísl.
iðnrekenda.
Skýrt var frá viðleitni til aukinnar verkaskipting-
ar milli aðildarfélaga Landssambandsins annars
vegar og Landssambandsins hins vegar. Ennfremur
var gerð grein fyrir samstarfi Landssambandsins og
Félags ísl. iðnrekenda, svo og verkaskiptingu þess-
ara samtaka og Vinnuveitendasambandsins. Nokkra
athygli vöktu upplýsingar um reglubundna sanr-
vinnu framkvæmdastjóra Landssambandsins og
Félags ísl. iðnrekenda, svo og samstarfsnefnd þess-
ara samtaka, sem í eiga sæti forseti og formaður
samtakanna ásamt framkvæmdastjórunum.
Þegar fulltrúar allra landanna hiifðu lokið grein-
argerðum sínum, hófust umræður. Voru menn á
einu rnáli um, að þar sem hér væri á ferðinni svo
mikilvægt og áhugavekjandi umræðuefni og tími
væri naumur til frekari umræðu, væri rétt að ræða
það fljótlega aftur á stjórnarfundi. Var ákveðið að
það skyldi gert og þess óskað að hvert land skilaði
skriflegri greinargerð um það.
Auk þessa rriáls var aðeins eitt mál á dagskrá.
Fjallaði það um endurskoðun á starfsemi og end-
urskipulagningu Alþjóða iðnsambandsins (IGU).
Silg Stefanson, forseti Sænska iðnsambaridsins,
sem á sæti í nefnd sem vinnur að þessu viðlangs-
elni, gerði grein fyrir starfi nefndarinnar og stöð-
unni í þessu ntáli.
Ákveðið var að stefna að því að Norðurlöndin
stæðu saman að álitsgerð um þetta elni og um það
yrði ljallað á næsta stjórnarfundi, sem gert var
ráð fyrir að yrði haldinn í sambandi við næsta
þing alþjóðasamtakanna, sem halda átti í Genf
í Sviss.
Þar sem Landssamband iðnaðarmanna hefur lít-
inn þátt tekið í starfi þessara samtaka, þótti ekki
ástæða til að fulltrúar héðan færu á þann fund og
af sömu ástæðu er ekki ástæða til að tíunda fyrir-
bugaða breytingu á samtökum þessum hér.
Fleiri mál voru ekki tekin fyrir á fundinum, en
að honum loknum skoðuðu íslensku fulltrúarnir
húsakynni Sænska iðnsambandsins og kynntu sér
starfsemina þar.
48