Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 51
ingariðnaðinum á þessu ári má
geta sér til um breytinguna út frá
mismunandi forsendum.
Mynd 2.
Á þessari mynd sést þróun fjár-
festingar (fjármunamyndunar)
annars vegar í heild og hins vegar
í íbúðarhúsnæði frá 1965. Á mynd-
inni sést, að fjárfesting í ibúðar-
húsnæði liefur allt frá árinu 1965
verið minni hluti af heildarfjár-
festingunni en hún var það ár, el
undan er skilið árið 1973, en Við-
lagasjóðshúsin koma nánast öll á
það ár. Er mjög athyglisvert að
gera sér grein fyrir því, að á árinu
1973 þegar sérstakt og óvenjulegt
átak var gert í byggingu íbúðar-
húsnæðis er fjárfesting í íbúðar-
húsnæði svijjað hlutfall af heildar-
fjárfestingunni og á árinu 1965.
Burtséð frá þeim óvenjulegu að-
stæðum, sem sköpuðust 1973 má
segja að fjárfesting í heild hafi
vaxið talsvert hraðar en fjárfesting
í íbúðarhúsnæði allt lrá 1969 til
1974, (bilið milli línanna breikk-
ar). Sé miðað við árið 1975 mætti
t. d. hugsa sér að úr því að 3%
samdráttur fjárfestingar í heild
veldur 5% minni fjárfestingu í
íbúðarbyggingum, þá muni 9.4%
frekari samdráttur í fjárfestingu
1976 valda u. þ. b. 16% samdrætti
í byggingu íbúðarhúsnæðis.
Reynsla fyrri ára sýnir okkur hins
vegar svo ekki verði um villst, að
fjárfesting í íbúðarhúsnæði fylgir
ekki heildarfjárfestingunni í smá-
atriðum. Fjárfesting í íbúðarhús-
næði virðist vera minnkandi hluti
af heildarfjárfestingunni, en það
gefur tilefni til að ætla, að áður-
nefndur 9.4% samdráttur í heild-
arfjárfestingu 1976 valdi sam-
drætti, sem næmi að minnsta kosti
16% í íbúðabyggingum 1976 og
sennilega mun meiri.
Mynd 3.
Á þessari mynd er sýnd þróun
mannafla í almennum byggingar-
iðnaði, auk rúmmetrafjölda íbúð-
arhúsnæðis í smíðum við árslok
51