Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Qupperneq 52

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Qupperneq 52
og íbúða sem lokið er við á hverju ári. Sé litið til baka til þess tíma, sem yfirleitt er talað um sem erf- iðleikaárin 1967-1968 sést, að mannaflinn í almennum bygging- ariðnaði er ekki orðinn hinn sami og hann var fyrir fækkunina, sent varð 1969 og 1970 fyrr en 1974. Samdrátturinn í fjárfestingu í íbúðarhúsnæði (sjá mynd 2.) byrj- aði þá 1968, en fjárfestingin var að magni til kotnin aftur í svipað horf 1972 eins og hún var fyrir „kreppuna" 1967. Með öðrum orð- um sveiflan í atvinnunni byrjaði þá ári á eftir samdrætti í fjárfest- ingu, cn það tók aftur tvö ár fyrir byggingariðnaðinn að ná sama mannafla (1974) og verið hafði (1968) eftir að fjárfestingin var komin í fyrra horf (1972), og langt umfram það næstu árin 1973 og 1974. Nú er gert ráð fyrir að fjár- festing hafi dregist saman þegar á árinu 1975 um leið og þjóðarfram- leiðsla fór minnkandi. Má því bú- ast við, að skemmri tími líði nú, þar til samdráttar fer að gæta veru- lega í byggingariðnaði. Má því leiða getum að því, að byggingar- iðnaðurinn standi nú í svipaðri aðstöðu og í ársbyrjun 1968. At- hyglisvert er, að síðast þegar um verulegan samdrátt var að ræða í byggingariðnaðinum kom fram veruleg minnkun í fjölda íbúða (þús. m3) í smíðum þegar árið 1968, en magn tilbúins húsnæðis og mannafla minnkaði ekki fyrr en ári síðar, ]). e. 1969. Gefur það einna lielst von um að ástandið sé ekki cins slæmt og ]tað varð á um- ræddum árum, að aldrei hefur jafn mikið verið í smíðum af íbúð- arhúsnæði og við árslok 1974. Hins vcgar skortir tölur yfir ástandið í þeim efnum um síðustti áramót, en sé þar um verulegan samdrátt að ræða, má líta á það sem fyrir- boða versnandi atvinnuástands í byggingariðnaði á þessu ári. Mynd 4. Fjöldi byrjana nýrra íbúða virð- ist sérstaklega marktækur fyrir- boði um við hverju má búast í byggingariðnaðinum í nánustu framtíð. Má líta svo á, að fjöldi byrjana á nýjum íbúðum sé mæli- kvarði á „bjartsýni" þó auðvitað spili þar fleira inn í svo scm lóða- úthlutun o.fl. Verður að tclja, að sú staðreynd, að þegar 1974 er um að ræða færri byrjanir en árið 1973 (þó Viðlagasjóðshús séu undan- skilin) bendi ein sér til versnandi atvinnuástands á þessu ári, ef marka má fyrri reynslu. Er í því sambandi vert að benda sérstak- lega á, hversu lík þróun kemur fram í tölum yfir byrjanir nýrra íbúða og mannafla í almennum byggingariðnaði undanfarin ár, þannig að sveiflur í byrjunum virðast koma fram eftir rúmt ár í mannafla eða atvinnuástandi í b yggi ngariðnaðinum. Landssamband iðnaðarmanna hefur margoft bent á nauðsyn þess að dregið verði úr hinum núklu svciflum, sem einkennt hafa byggingariðnaðinn um langt ára- bil og valdið hafa bæði byggingar- iðnaðinum og þjóðarbúinu í heild ómældum skaða. Að endingu skal aðeins undirstrikuð sú ábyrgð sem sveitarstjórnum er nú á höndum að sjá til þess að nægar lóðir séu fyrir hendi einmitt á tímurn sem þessum, þegar samdráttar er farið að gæta í byggingariðnaði. Dragi sveitarstjórnir úr lóðaframboði um leið og afturkippur kemur í byggingariðnaðinn í stað þess að auka lóðaframboð og auðvelda mönnum að hefja byggingar, get- ur slíkt haft hinar alvarlegustu al- lciðingar fyrir byggingariðnaðinn í heild og getur tekið mörg ár að vinna upp þann skaða, sem af því hlýst. Því miður virðist stefna margra sveitarfélaga í lóðamálum, ekki síst á Reykjavíkursvæðinu, hafa ýtt undir samdráttinn í bygg- ingariðnaðinum. Má í því sam- bandi vitna til ummæla Gunnars S. Björnssonar, formanns Meistara- sambands byggingarmanna í Frjálsri verslun nýlcga, en þar lýs- ir Gunnar miklum skorti á bygg- ingarlóðum og telur horfurnar í byggingariðnaði nú jafnvel verri en á árunum 1967—1968. Af öðrum aðgcrðum, sem að gagni mættu koma nú, þegar sam- dráttar fer að gæta má nefna aukn- ar lánveitingar til húsbyggjenda og framkvæmdaaðila. Með slíkum aðgerðum ætti að vera hægt að koma að verulegu leyli í veg fyrir hrun af því tagi sem varð á síðasta áratug, en varla eru meira en 2—3 ár síðan byggingariðnaðurinn náði sér að fullu eftir þau áföll, og er þó fyrirsjáanlegur skortur á íbúð- arhúsnæði á næstu árum, ef árleg framleiðsla vex ekki frá ]tví sem nú er. Verulegur afturkippur í bygg- ingariðnaði nú getur valdið neyð- arástandi í húsnæðismálum á næstu árum ef marka má spár op- inberra aðila um húsnæðisþörfina. 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.