Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
leikur í höndumFÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
FÖSTUDAGUR
13. nóvember 2009 — 269. tölublað — 9. árgangur
Lára Björk Hördal, nemi í kvikmynda-
fræði og ensku við Háskóla Íslands, hefur
lengi haft gaman af eldamennsku og er
orðin það sleip í matargerðarlistinni að
hún getur sett saman uppskriftir eftir að
hafa bragðað tiltekna rétti. Á það meðal
annars við um pitsu sem hún kynntist á
kaffihúsinu The Quarter í Liverpool þar
sem hún bjó um skeið.„Pitsan er með il
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
TÍSKUSÝNING fataiðnaðardeildar Tækniskólans fer
fram á laugardagskvöldið klukkan 20 í Skautahöllinni í
Laugardal. Sýnd verða föt eftir 31 nemanda auk tveggja
gesta. Sýningin er hluti af Unglist, listahátíð unga fólks-
ins sem Hitt húsið stendur fyrir.
Eldar af fingrum framÁ kaffihúsi í Liverpool kynntist Lára Björk Hördal pitsu sem henni fannst svo góð að hún ákvað að reyna
að búa hana til upp á eigin spýtur. Tilraunin heppnaðist vel og nú er pitsan eitt af hennar aðalsmerkjum.
Gestir Láru hafa margir hverjir fengið að bragða á pitsunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Pitsudeig (úr Matreiðslubók Nönnu)
1/2 tsk. perluger250 ml ylvolgt vatn400 g hveiti eða eftir þörfum2 msk. ólívuolía1/2 k
Álegg
1-2 rauðlaukar (eftir smekk)púðursykur
geitaostur (hvítur, fæst í Búrinu ogí Nóatúni)
PITSA MEÐ GEITAOSTI OG SULTUÐUM LAUK
Verð 8.290 kr.
Villibráðar-hlaðborð
22. október - 18. nóvember
Síðasta helgin!
Nú fer hver að verða síðasturí villibráðarhlaðborð Perlunnar.
Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvemberTilboð mán þri 6 890
VEÐRIÐ Í DAG
Sjáumst í
Smáralind!
LÁRA BJÖRK HÖRDAL
Býr til pitsu með sult-
uðum lauk og geitaosti
• matur • jólin koma
Í MIÐJU BLAÐSINS
Styrkir menningarstarf
Goethe-Institut stendur
fyrir öflugu starfi á
Íslandi þrátt fyrir að
skrifstofu stofnunar-
innar hér á landi hafi
verið lokað.
TÍMAMÓT 34
Kona deyr á hverri mínútu
„Hvað veldur því að konur deyja
miklu frekar af barnsförum í
þróunarlöndum en í ríku löndun-
um?“ skrifar Stefán Jón Hafstein.
Í DAG 24
Les fyrir
þúsund börn
Gerður Kristný
heimsækir átta
grunnskóla á
Akureyri.
FÓLK 58
LEIKUR Í HÖNDUM
Heimili, hannyrðir
og bílaviðgerðir
Sérblaðið Leikur í höndum
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
FÓLK „Það er ekkert bragð af
gullinu en það var samt rosalega
gaman að prófa það,“ segir Guðrún
Dögg Rúnarsdóttir, ungfrú Ísland.
Guðrún hefur dvalið á sjö
stjörnu hóteli í Abú Dabí undan-
farna daga ásamt stelpunum í
keppninni Ungfrú heimur. Guðrún
er fulltrúi Íslands, en aðalkeppnin
fer fram í Suður-Afríku í desem-
ber.
Stelpunum var boðið í glæsileg-
an kvöldverð í vikunni. Á boðstól-
um var skelfiskur og lambakjöt,
en eftirrétturinn minnti á fræga
góðærisboðsferð Landsbankans
þar sem boðið var upp á gull-
kryddað rísottó. - afb / sjá síðu 58
Guðrún Dögg, ungfrú Ísland:
Borðaði gull á
7 stjörnu hóteli
GÓÐAR VINKONUR Guðrún Dögg ásamt
ungfrú Ítalíu, Mariu Perrusi.
VINDASAMT Í dag verða víðast
austan 8-18 m/s, hvassast sunn-
anlands. Víða úrkoma um austan-
vert landið, en skýjað með köflum
og sums staðar hálfskýjað vestan
til. Hiti 2-8 stig, mildast syðst.
VEÐUR 4
6
4
3
6
6
HEILBRIGÐISMÁL Stefnt er á að
bólusetja alla Íslendinga eldri en
sex mánaða við svínaflensunni
A(H1N1). Um fimmtíu þúsund
hafa þegar verið bólusettir, sem
eru um sjötíu prósent þeirra sem
voru í skilgreindum forgangshópi
vegna bólusetningarinnar.
Frá og með næsta mánudegi
verður tekið við pöntunum þeirra
sem ekki eru í áhættuhópi vegna
bólusetningar við flensunni, sem
hefst viku síðar.
Haraldur Briem sóttvarnalækn-
ir ráðleggur öllum eldri en hálfs
árs að fara í bólusetningu nema
þeir hafi fengið svínaflensuna svo
óyggjandi sé. Hann bendir á að þótt
sjötíu til áttatíu prósent þeirra sem
veikist alvarlega af flensunni séu
í áhættuhópi, en í honum eru þeir
sem hafa undirliggjandi sjúkdóma,
barnshafandi konur og offitusjúk-
lingar, séu tuttugu til þrjátíu pró-
sent þeirra sem veikist alvarlega
ekki í þeim hópi.
- sbt / sjá síðu 18
Sjötíu prósent þeirra sem eru í áhættuhópi svínaflensu hafa verið bólusett:
Allir eldri en hálfs árs verði bólusettir
EFNAHAGSMÁL Hrein eign lífeyris-
sjóðanna til greiðslu lífeyris nálg-
ast það að vera sú sama og hún var
fyrir hrun. Batinn frá október 2008
er metinn af Seðlabanka Íslands á
181 milljarð króna en eignarýrnun
sjóðanna við hrunið var metin 217
milljarðar króna eftir hrunið.
Nýtt yfirlit Seðlabanka Íslands á
eignastöðu lífeyrissjóðanna sýnir
að hrein eign sjóðanna í september
var 1.735 milljarðar króna en var í
sama mánuði 2008 1.772 milljarð-
ar. Strax eftir hrun, í októbermán-
uði 2008, var eign sjóðanna metin
1.554 milljarðar.
Gögn Seðlabankans benda því
til þess að bankahrunið hafi snert
íslensku sjóðina minna en svart-
sýnustu menn óttuðust. Niðurstað-
an hjá lífeyrissjóðum víða annars
staðar í heiminum var verri, þó að
taka verði tillit til ólíkra reikni-
aðferða. Talið er að lífeyrissjóðir
aðildarríkja Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar hafi séð á eftir
fimmtungi eigna sinna frá byrjun
árs 2008 til októberloka það ár.
Arnar Sigurmundsson, formaður
Landssamtaka lífeyrissjóða, segir
það rétt að stærð sjóðanna nálgist
að vera sú sama í krónum talið og
hún var fyrir hrun. Hann setur þó
þann fyrirvara að höggið í hruninu
hafi verið þungt og tölfræði Seðla-
bankans um krónueign segi ekki
alla söguna. „Það er hins vegar rétt
að við nálgumst aftur átján hundr-
uð milljarða markið. Stór hluti
eigna sjóðanna hefur haldið áfram
að skila góðri ávöxtun og það er
meira borgað inn í sjóðina en greitt
er út úr þeim. Það er mjög ánægju-
legt að við séum að ná sömu stöðu í
krónum talið og fyrir ári.“
Uppgjöri hrunsins í reikning-
um lífeyrissjóðanna er ekki lokið
og nokkur óvissa ríkir því enn um
endanlegt mat á eignum þeirra.
Stærsta höggið var tap í hlutabréf-
um innanlands en á móti hafa sjóð-
irnir hagnast á erlendum eignum
sem byggðar hafa verið upp á löng-
um tíma. - shá
Sjóðir nálgast sömu
stærð og fyrir hrun
Hrein eign lífeyrissjóðanna í krónum er metin 181 milljarði hagstæðari en hún
var í október 2008. Stærstur hluti eigna þeirra hefur haldið áfram að gefa vel af
sér. Uppgjöri hrunsins er þó ekki lokið og enn ríkir óvissa um niðurstöðuna.
Hættur við að hætta
Þórhallur Dan Jóhanns-
son leikur væntanlega
áfram með
Haukum
næsta
sumar.
ÍÞRÓTTIR 54
FJÁRMÁL Ef þær hugmyndir um
þrepaskatt, sem komið hefur
fram að eru til umræðu hjá rík-
isstjórninni, verða að veruleika
mun skattprósenta lækka hjá um
11.200 hjónum, eða samsköttuðu
sambýlisfólki.
Umræður um tillögurnar
standa yfir og vonast er til að þær
verði teknar fyrir á ríkisstjórn-
arfundi á þriðjudag. Samkvæmt
þeim verður hæsta skatthlutfall
rúmlega 41 prósent, sem legð-
ist á þá sem hefðu 1,6 milljónir á
mánuði eða meira. Skatttekjur hjá
fólki með tekjur undir 330 þúsund
á mánuði munu lækka, verði til-
lögurnar að veruleika. Það er alls-
endis óvíst; viðræður standa enn
um útfærslur á hugmyndunum.
- kóp / sjá síðu 4
Hugmyndir um þrepaskatt:
Hæstu skattar
yrðu 41 prósent
HEIMSMETSTILRAUN Íbúar Sidney í Ástralíu gerðu heiðarlega tilraun í gær til að slá heimsmetið í sundfataskrúðgöngu. Safnaðist
hópurinn saman á tröppum óperuhússins fræga þar í borg en 284 sálir vantaði upp á að metið væri slegið. Keppni þessi nýtur
mikillar virðingar í heiminum ekki síst vegna þess að fyrsta metið í sundfatasöfnuði var sett í Las Vegas fyrir tilstuðlan Holly
Madison, fyrrverandi kærustu klámkóngsins Hughs Hefner. NORDICPHOTOS/AFP