Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 2
2 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
Margrét, tókstu karlana í
nefið?
„Menn hafa að minnsta kosti snýtt
sér minna í dag en í gær.“
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyf-
ingarinnar, las þingmönnum pistilinn fyrir
að taka of mikið í nefið, sem hún segir
að setji ljótan blett á þingstörf.
BRUSSEL, AP Fredrik Reinfeldt,
forsætisráðherra Svíþjóðar, boð-
aði í gær til
leiðtogafund-
ar Evrópu-
sambandsins
19. nóvember
næstkomandi,
þar sem leið-
togarnir eiga
að velja í tvö
ný embætti,
forseta leið-
togaráðsins og
utanríkisfulltrúa.
Meðal þeirra sem helst þykja
koma til greina eru Tony Blair,
fyrrverandi forsætisráðherra
Bretlands, Wolfgang Schüssel,
fyrrverandi Austurríkiskansl-
ari, og Paavo Lipponen, fyrr-
verandi forsætisráðherra Finn-
lands.
Í gær staðfesti svo David Mili-
band, utanríkisráðherra Bret-
lands, að hann sæktist ekki eftir
embætti utanríkisfulltrúans. - gb
Styttist í forsetakjör ESB:
Reinfeldt boðar
leiðtogafund
STJÓRNSÝSLA „Brýnt er að fá kostn-
að vegna boðsferða í Elliðaárnar
fram í dagsljósið þannig að borgar-
fulltrúum gefist hér eftir tækifæri
til að greiða allan kostnað vegna
boðsferða sem þeir þiggja úr eigin
vasa,“ segir Ólafur F. Magnússon í
fyrirspurn í borgarráði í gær.
Ólafur vill fá svör um kostnað
borgarinnar og fyrirtækja hennar
af boðsferðum kjörinna fulltrúa í
Elliðaárnar og hverjir þeirra hafi
farið til veiðanna árin 2006 til 2009.
Eins og fram hefur komið á Reykja-
víkurborg árnar í heild fráteknar í
fimm daga á besta tíma. Þess utan
hefur Orkuveitan úr tveimur dögum
að spila á svipuðum tíma fyrir
æðstu menn fyrirtækisins.
„Vegna þess moldviðris sem borg-
arfulltrúar VG hafa þyrlað upp
vegna þessa kostnaðar er brýnt að
fá kostnað vegna boðsferða í Elliða-
árnar skýrt fram í dagsljósið þannig
að borgarfulltrúum gefist hér eftir
tækifæri til að greiða allan kostn-
að vegna boðsferða úr eigin vasa ef
þeir á annað borð vilja þiggja slík-
ar boðsferðir,“ segir í fyrirspurn
Ólafs.
Að sögn Ólafs er Elliðaármálið
hluti af stærra samhengi sem meðal
annars lýtur að óþarfa ferðalögum
borgarfulltrúa á kostnað borgarbúa.
Varðandi Elliðaárnar segist hann
sjaldan hafa farið þar til veiða á
boðsdögum borgarinnar. „Ég hafði
farið lítið undanfarin ár þar til ég
varð borgarstjóri árið 2008 og fékk
að opna árnar. Þá fékk ég veiðigleð-
ina að nýju,“ segir hann.
Í borgarstjórn í síðustu viku
sagði Þorleifur Gunnlaugsson,
borgarfulltrúi Vinstri grænna, að
málið snerist um fleira en peninga
og veiðileyfi. „Þetta er spurning
um það hvort við viljum halda for-
réttindum okkar. Hvort okkur þyki
það við hæfi að kjörnir fulltrúar og
valdir embættismenn njóti þessara
forréttinda. Að hæst launaða liðið í
borginni taki frá marga bestu dag-
ana í einni bestu laxveiðiá lands-
ins fyrir sig á kostnað borgarbúa,“
sagði Þorleifur.
Ólafur vill ekki ganga svo langt
að afnema alla veiðidaga borgarinn-
ar í Elliðaánum. Til dæmis sé vert
að halda í þá hefð að fyrrverandi
borgarstjórar veiði saman í einn
dag. Þeir eigi hins vegar að borga
kostnaðinn sjálfir.
„Dagur í Elliðaánum er draumur
í dós sem borgarfulltrúar hefðu gott
af að kynna sér frekar en að fara í
dýrar ferðir til útlanda,“ segir Ólaf-
ur, sem kveðst vilja meira gegn-
sæi í þessu máli nú vegna hræsni
sem einkenni málið. „Þetta mál er
upphaflega dregið fram af borgar-
fulltrúum sem allir sem einn eru á
bólakafi í ferðafylleríi fjórflokks-
ins.“ gar@frettabladid.is
Segir laxveiðiumræðu
vera moldviðri frá VG
Ólafur F. Magnússon segir borgafulltrúa VG hafa þyrlað upp moldviðri vegna
veiðidaga Reykavíkurborgar í Elliðaánum. Hann vill kostnaðinn upp á borðið
svo að borgarfulltrúum „gefist hér eftir tækifæri“ til að greiða hann sjálfir.
ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Samkvæmt gamalli hefð hóf borgarstjóri veiðar í Elliðaánum
í júní í fyrra. Ólafur F. Magnússon veiddi svo aftur í ánum í júlí á boðsdögum sem
fráteknir eru fyrir Reykjavíkurborg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÖRYGGISMÁL Stjórnstöð Landhelg-
isgæslunnar hafði í gær samband
við risaolíuskipið Urals Star sem
tilkynnti ekki um ferðir sínar við
landið eins og lög og reglur gera
ráð fyrir. Að undanförnu hefur
stjórnstöðin haft samband við fleiri
skip þar sem skipstjórum þeirra
er ekki kunnugt um tilkynninga-
skyldu þegar siglt er um lögsögu
landsins.
Skipið var í gær á siglingu undan
Suðausturlandi með 106 þúsund
tonn af hráolíu innanborðs og
stefndi tólf mílur suður af Dyrhóla-
ey en skipið er á leið frá Murmansk
í Rússlandi til austurstrandar
Bandaríkjanna með olíu til hreins-
unar. Þegar haft var samband við
skipið var það um 22 sjómílur SA-
af Hrollaugseyjum.
Var skipstjóri upplýstur um óskir
Íslands um að öll skip á leið um
lögsöguna upplýsi um ferðir sínar,
ekki síst skip af þessari stærð og
með slíkan farm.
Landhelgisgæslan hefur orðið vör
við mikla aukningu flutninga- og
farþegaskipa við landið. Stærð þess-
ara skipa fer sífellt vaxandi og er
því nauðsynlegt að vera Íslending-
ar séu viðbúnir óhöppum sem geta
orðið á íslenska hafsvæðinu. Grannt
er fylgst með skipunum enda afar
hættulegur farmur um borð. - shá
Landhelgisgæslan þarf ítrekað að hafa samband við skip með hættulegan farm:
Risaolíuskip tilkynna sig ekki
URALS STAR Skipið er um 115 þúsund brúttótonn, 254 metrar að lengd og 44 metrar
að breidd. Farmurinn er 106 þúsund tonn af hráolíu. MYND/LHG
VIÐSKIPTI Rúmlega sjö hundruð
umsóknir hafa borist Íslandsbanka
breytingu á höfuðstól bílalána og
bílasamninga í erlendri mynt í
verðtryggðar íslenskar krónur frá
mánaðamótum, samkvæmt upplýs-
ingum frá bankanum. Þrjú hundr-
uð viðskiptavinir bankans hafa
tekið greiðslujöfnunarúrræði rík-
isstjórnarinnar hjá bankanum á
sama tíma.
Bankinn hóf að bjóða viðskipta-
vinum upp á möguleikann sam-
hliða úrræðum ríkisstjórnarinn-
ar um síðustu mánaðamót.
Reiknað er með að höfuðstóll
lánanna lækki um 23 prósent að
meðaltali. Viðskiptavinum bank-
ans býðst sömuleiðis kostur á að
breyta verðtryggðum bílalánum
í óverðtryggð lán og lækka höfuð-
stól lána um fimm prósent.
Á bilinu hundrað til 150 umsókn-
ir berast bankanum um breytingu
á höfuðstól lánanna á degi hverj-
um, samkvæmt upplýsingum frá
bankanum.
Ingvar Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Íslandsbanka Fjár-
mögnunar, segir leiðirirnir henta
viðskiptavinum bankans misvel.
Sumir sjái sér hag í því að lækka
höfuðstólinn með því að nýta
úrræði bankans en aðrir horfi til
þess að lækka greiðslubyrðina.
- jab
ÚR BANKANUM Sjö hundruð við-
skiptavinir Íslandsbanka hafa sótt um
breytingu á erlendum bílalánum sínum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þúsund manns hafa sótt um breytingu á lánum sínum hjá Íslandsbanka:
Allt að 150 umsóknir á dag
FRÉTTABLAÐ-
IÐ Á MÁNU-
DAG Sagt var
frá laxveiði
borgarfull-
trúa í Ellið-
ánum fyrr í
vikunni.
naði
ókn
élag-
tins-
vanta
i.
ósent
ninu
ma
i á
þrjú
ð bæta
r
gri
aldurs-
i og viðhald
r
i
LM
STJÓRNMÁL
Meirihluti
Sjálfstæði
s-
flokks og
Framsók
narflokks
í
borgar stjór
n vísaði frá
tillögu full
-
trúa Vinstr
i grænna u
m að fimm
veiðidagar
Reykjavíku
rborgar í El
l-
iðaánum yr
ðu leigðir S
tangaveiðif
é-
lagi Reykja
víkur eins o
g aðrir veið
i-
dagar í ánu
m.
Að því er
fram kemu
r í bókun
Þorleifs Gu
nnlaugsson
ar, borgar-
fulltrúa VG
, áskilur R
eykjavíkur
-
borg, sem
eigandi Ell
iðaánna, sé
r
rétt til að
ráðstafa ve
iði í ánum
í
fimm daga
á hverju sum
ri. Það jafn-
gildi sextíu
veiðileyfu
m í ánum á
besta tíma.
Orkuveita
Reykjavíku
r
hefur umsj
ón með Elli
ðaánum, se
m
eru leigðar
út til Stang
aveiðifélag
s
Reykjavíku
r. Stjórn Or
kuveitunna
r
fyrir sitt ley
ti vísaði á R
eykjavíkur
-
borg þegar
þar var lag
t til að legg
ja
af umrædd
a veiðidaga
.
Meirihlutin
n í borgarst
jórn vísaði
í samkomu
lag Orkuve
itunnar og
Stangaveið
ifélags Re
ykjavíkur.
„Borgarfu
lltrúum er
í sjálfsva
ld
sett hvort þ
eir þiggja u
mrætt boð
um veiði í E
lliðaánum.
Með hliðsjó
n
af því og þe
irri umsögn
sem borist
hefur frá St
angaveiðifé
lagi Reykja
-
víkur er til
lögunni vís
að frá,“ sag
ði
í frávísun
artillögu m
eirihlutans
sem samþy
kkt var með
átta atkvæð
-
um gegn se
x.
Fulltrúi VG
sagði fráví
sun meiri-
hlutans ósk
iljanlega þa
r sem meir
i-
hluti stjórn
ar Orkuvei
tunnar hef
ði
vísað til s
amnings R
eykjavíkur
-
borgar og O
rkuveitunn
ar frá 2001
þar sem bor
gin áskildi s
ér rétt til að
ráðstafa fim
m veiðidög
um í Elliða
-
ánum.
„Þarna ví
sar hver
á annan í
þeim augl
jósa tilgan
gi að þæf
a
málið og fi
rra sig áby
rgð,“ segir
í
bókun Þorl
eifs, sem k
veður veiða
r
borgarfullt
rúa og emb
ættismann
a
í Elliðaánu
m vera bar
n síns tíma
og sjálfsag
t eiga rætu
r að rekja t
il
þess tíma
þegar borg
arfulltrúar
fengu mun
lægri laun
en í dag.
„Nú er öld
in önnur o
g enginn
borgarfull
trúi er me
ð laun und
ir
500 þúsun
d krónur á
mánuði o
g
ættu þeir þ
ví að geta b
orgað fyrir
sín veiðiley
fi sjálfir. Í s
vari Stanga
-
veiðifélags
ins segir að
undanfari
n
ár hafi mu
n færri fen
gið en vilja
ð
veiðileyfi
í ánum veg
na mikilla
r
eftirspurn
ar,“ bókar
Þorleifur
og bendir
á að sala v
eiðileyfann
a
myndi fær
a borginni
peninga á
tímum mik
illa fjárhag
sþrenginga
og niðursku
rðar.
Miðað við v
erð Stangav
eiðifélags-
ins á veiðile
yfum til fél
agsmanna á
besta tíma
í fyrra ko
stuðu fimm
dagar alls
um 800 þú
sund krónu
r.
gar@frettabla
did.is
Borgarstjórn
hættir
ekki veiði í
Elliðaám
Reykjavíku
rborg mun
áfram ráð
stafa fimm
veiðidögu
m í Elliðaá
m til borga
r-
fulltrúa og
embættism
anna. Mei
rihlutinn v
ísaði frá ti
llögu VG u
m að leigja
frekar veið
ina út til S
tangaveiði
félags Rey
kjavíkur. M
álið þæft s
egir fulltrú
i VG.
DAGUR B. EG
GERTSSON Ve
iddi í boði
borgarinnar í
júlí í fyrra.
ÓLAFUR F. M
AGNÚSSON
OG VILHJÁLM
UR Þ. VILHJÁ
LMSSON Á ei
num veiðidag
a
borgarinnar í
júlí í fyrra.
FRÉTTABLAÐ
IÐ/AUÐUNN
ing var frá
þingfu
mátti Chris
topher Hill
, sendiherr
a
Bandaríkja
nna, á þönu
m milli þing
-
flokka til að
miðla málu
m og þrýsta
á að lögin y
rðu samþyk
kt.
yrð
Kosningar
í landinu
hugaðar se
inni partin
n í janúar.
- gb
og Khaled Sh
wa
NORDICPHO
TOS/AF
S ð rnesjame
nn og -konur
skora á stjórnv
öld að gang
í K flavík
STJÓRNSÝSL
A I
Gísladóttir
, f
maður Sam
f
fyrrverand
i
er meðal þ
ei
starf mans
a
Öryggis- o
g
Evrópu. Ut
styður ums
beitir sér f
þessu var
Embætt
meðal þei
hlutverk h
á málefni
Ingibjörg Sólr
Sækir u
mansa
EL S
ma
að
í E
he
rá
h
u
a
h
Man
N
m
LEÐJU
hreins
100 manns
á þjóðfund
ember.
ðu boðað
sti 88 ára.
nt mark-
jóðarinnar,
nd voru út
rtaki. Loka
ð
ar á þriðju-
fyrirtækja
,
mtaka legg
ur
kisstjórn
n hóp á föst
u-
króna fram
-
- hhs
mu:
kn
di
BARNAVERNDARMÁL Níu ára gam-
all drengur, sem var tekinn
frá ömmu sinni fyrir nokkrum
dögum, fékk í gær að snúa aftur
til hennar. Þetta kom fram í frétt-
um Stöðvar 2 í gær.
Félags- og tryggingamálaráðu-
neytið hefur úrskurðað að dreng-
urinn skuli dvelja hjá ömmu
sinni þangað til forsjármál gegn
móður hans verður tekið fyrir.
Drengurinn og bróðir hans hafa
búið hjá ömmu sinni frá síðast-
liðnu hausti.
Samkvæmt bréfi ráðuneytis-
ins á amman að fara á námskeið á
vegum Barnaverndarstofu til að
verða fósturforeldri. - þeb
Drengur ekki sendur í fóstur:
Kominn aftur
til ömmu sinnar
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í
gær dóm yfir manni fyrir kyn-
ferðisbrot gegn barnabarni sínu.
Maðurinn var dæmdur í átján
mánaða fangelsi.
Stúlkan er fædd árið 1994, og
er maðurinn sakfelldur fyrir að
hafa þuklað á henni fjórum sinn-
um á árunum 2005 til 2008. Hér-
aðsdómur dæmdi manninn til
að greiða stúlkunni 800 þúsund
krónur í bætur, og hefur hann
þegar greitt henni bætur.
Fram kemur í dóminum að
brotin hafa haft mikil áhrif á
andlega líðan stúlkunnar. Mað-
urinn hafi gróflega misnotað
aðstæður og trúnaðartraust
stúlkunnar. - þeb
Afi í átján mánaða fangelsi:
Braut gegn
barnabarni
Lúpina í 30 hektara
Landgræðslan hefur lokið við sáningu
lúpínufræs í um 30 hektara svæði á
Bakkafjöru, að því er fram kemur á
heimasíðu Landgræðslunnar. Sáð var
til að bæta jarðveg og spara áburð
með því að nýta eiginleika lúpínunnar
til áburðarframleiðslu. Góð reynsla
er af sáningu lúpínu að hausti og
nýtist betur en með hefðbundinni
vorsáningu.
UMHVERFISMÁL
TONY BLAIR
FÓLK Áttatíu viðburðir hafa verið
skráðir á Alþjóðlegu athafna-
vikuna sem hefst um land allt á
mánudag. Rúmlega hundrað lönd
halda vikuna á sama tíma.
Markmið vikunnar er að vekja
fólk til umhugsunar um gildi
nýsköpunar og athafnasemi í
samfélaginu.
Athafnavikan hefst með því
á mánudag að allir bæjarstjór-
ar landsins, ráðherrar, formenn
stjórnmálaflokka, athafnafólk og
fjölmiðlamenn munu fá Athafna-
teygju afhenta. Sá sem teygjuna
fær setur hana á úlnlið sinn og
á að framkvæma eitthvað sem
hann hefur látið sitja á hakanum.
Að því loknu á að láta hana ganga
á milli manna. Hvert verk á að
skrá á vefsíðuna www.athafna-
teygjan.is þar sem fylgjast má
með árangri hverrar teygju. - jab
Athafnavika hefst á mánudag:
Hægt að skoða
dugnaðinn
ATHAFNAVIKAN KYNNT Katrín Júlí-
usdóttir iðnaðarráðherra fær fyrstu
Athafnateygjuna á mánudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SPURNING DAGSINS