Fréttablaðið - 13.11.2009, Side 6

Fréttablaðið - 13.11.2009, Side 6
6 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma. Bílaapótek Hæðarsmára Mjódd • Álftamýri LÖGREGLUMÁL Tíu ára gam- all drengur slasaðist talsvert á skólalóð Grunnskólans á Ísafirði á miðvikudag. Drengurinn var í frímínútum þegar atvikið varð. Hann hafði verið að klifra upp á vegg sem er á milli Tónlistarskóla Ísafjarð- ar og íbúðarhúss við skólalóð- ina þegar hann datt og lenti illa. Hann handleggsbrotnaði við fall- ið. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og þaðan með sjúkra- flugi til Reykjavíkur. Líðan drengsins er sögð góð miðað við aðstæður. - þeb Ungur drengur á Ísafirði: Brotnaði á skólalóðinni HEILBRIGÐISMÁL „Mér líst mjög vel á þetta en það mætti kannski hafa þetta sextán ára,“ segir Ómar Ómarsson, eigandi Sólbaðsstofunn- ar Smart á Grensásvegi. Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að heilbrigðisráðuneytið ætl- aði að ráði Geislavarna ríkisins að koma á banni við því að ungmenni innan átján ára notuðu ljósabekki. Jafnvel ætti að takmarka notkun fullorðinna á ljósabekkjum. Á Smart er þegar fimmtán ára aldurstakmark að sögn Ómars „Það bað okkur enginn um það heldur eru það einfaldlega okkar eigin regl- ur,“ segir Ómar. Aðspurður kveðst hann hins vegar telja „fullkomna vitleysu“ að takmarka aðgang full- orðins fólks að ljósabekkjum. „Full- orðinn einstaklingur á að geta valið sjálfur hvort hann fari í ljós eða ekki.“ Um hættuna sem stafar af ljósa- bekkjum segir Ómar að allt sé gott í hófi. „Menn ættu þá kannski að skoða takmarkanir á sólarlanda- ferðum. Við Íslendingar sjáum varla sólina í níu mánuði á ári en förum svo út í tvær vikur til þrjár og grill- um okkur gjörsamlega. Það fer ekki ofboðslega vel með okkur og ljósa- bekkirnir eru ekki eins skaðleg- ir og það. Það mætti skoða hversu mikið sólarlandaferðir hafa aukist síðustu fimmtán árin ef menn eru svona hræddir við þessa útfjólubláu geisla. Þetta hafa Geislavarnir ekki þorað að ræða.“ - gar Eigandi sólbaðsstofu fagnar aldurstakmarki í ljósabekki en bendir á fleiri hættur: Sólarlönd skaðlegri en bekkir ÓMAR ÓMARSSON Menn ætttu að skoða sólarlandaferðir ef þeir eru hræddir við útfjólubláa geisla, segir eigandi Sólbaðsstofunnar Smart. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á fjármálastjóri KSÍ að segja af sér? Já 70,4% Nei 29,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að banna unglingum að nota ljósabekki? Segðu skoðun þína á visir.is Þau tímamót verða í dag að Frétta- blaðið verður aðgengilegt mun víðar en verið hefur. Blaðið verð- ur selt á kostnaðarverði hringinn í kringum landið, meðal annars á sölustöðum N1, Olís og Shell. Að sögn Hannesar Hannesson- ar, framkvæmdastjóra Pósthúss- ins, dreifingarfyrirtækis Frétta- blaðsins, er að auki verið að vinna úr fjölmörgum fyrirspurnum frá verslunum sem hafa áhuga á að taka að sér dreifingu blaðsins. „Við finnum líka fyrir mikl- um áhuga hjá einstaklingum og íþróttafélögum sem vilja taka að sér að safna áskriftum í sinni heimabyggð og bera út blaðið. Þeir sem vilja vita hvort slík þjón- usta sé í deiglunni í sínum bæ geta kannað málið hjá Pósthúsinu í síma 585 8300.“ Fréttablaðinu verður áfram dreift frítt á helstu þéttbýlisstöð- um suðvesturhornsins: á Reykja- nesi, Akranesi, í Borgarnesi og Árborg, og áfram borið í hús á höf- uðborgarsvæðinu og á Akureyri. Miðað við núverandi upplagstöl- ur verður samdráttur í frídreif- ingu blaðsins um þrjú prósent af upplaginu en undirtektir við hug- myndir um lausasöluna á kostnað- arverði benda til að heildaráhrifin verði þau að upplagið aukist nokk- uð frá því sem nú er. Frídreifing blaðsins nær til 85 prósenta lands- manna. Að sögn Ara Edwald, útgáfu- stjóra Fréttablaðsins, eru breyt- ingarnar á dreifingu blaðsins gerð- ar vegna efnahagsþrenginganna sem nú ganga yfir. Ari bendir á að auglýsingamark- aðurinn hafi dregist það mikið saman að hann standi ekki undir jafn stóru upplagi og jafn víðtækri dreifingu og áður, auk þess sem staða krónunnar hafi aukið papp- írskostnað til muna. „Hugsunin er að auglýsinga- markaðurinn standi undir föst- um kostnaði blaðsins og dreifingu á kjarnasvæði sem er nógu stórt til að halda nægjanlegum auglýs- ingatekjum til að reka blaðið. En að bjóða blaðið á kostnaðarverði utan kjarnasvæðisins er valkost- ur við það að hætta dreifingunni,“ segir Ari. Áfram verður hægt að fá Frétta- blaðið í fullri áskrift utan hefð- bundins dreifingarsvæðis. Það kostar 2.890 krónur á mánuði. Blaðið fæst frítt í rafrænni áskrift í tölvupósti, auk þess sem það er aðgengilegt ókeypis á visir.is. Nýir sölustaðir á landsbyggðinni verða kynntir jafnóðum í blaðinu. Fréttablaðinu dreift hringinn um landið Sala Fréttablaðsins á kostnaðarverði hefst í dag á stöðum þar sem blaðið hefur ekki verið fáanlegt undanfarið. Frídreifingin nær áfram til 85 prósenta landsmanna. Fréttablaðið á kostnaðarverði, sölustaðir ■ Fréttablaðið verður aðgengilegt um land allt. ■ Blaðinu verður dreift frítt á svæði þar sem 85 prósent landsmanna búa. ■ Um 97 prósentum af upplagi blaðsins verður dreift frítt. Ísafjörður Staðarskáli Blönduós Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Húsavík Ásbyrgi Kópasker Þórshöfn Vopnafjörður Fellabær Egilsstaðir Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Höfn Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Hella Laugarvatn Baula Stykkishólmur Rif Hellissandur Ólafsvík Ljóð í þjóðgarði Í tilefni af degi íslenskrar tungu verða í dag afhjúpuð ljóð í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og Vör Sjávarrannsókn- arsetri í Ólafsvík við Breiðafjörð. Verkefnið kallast „Ljóð í náttúru“ og er samstarfsverkefni Varar, Þjóðgarðsins og Skógræktar ríkisins að Hreðavatni og er verkefnið styrkt af Menningar- ráði Vesturlands. MENNING Fiskverð aldrei hærra Meðalverð á íslensku fiskmörkuðun- um í október var 278 krónur kílóið sem er hið hæsta í einum mánuði frá upphafi starfsemi markaðanna. Næsthæst var mánaðarverðið í sept- ember síðastliðnum eða 237 krónur að meðaltali. Þetta er hækkun um sautján prósent. Meðalverð í október 2008 var 197 krónur. Hækkunin milli ára í október er 41 prósent. SJÁVARÚTVEGUR DÓMSMÁL Aðeins tvö prósent þeirra nauðgunarmála sem koma inn á borð Stígamóta og Neyðar- móttökunnar enda með sakfell- ingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Á árunum 2002 til 2006 leit- uðu um 1250 konur til Stígamóta eða neyðarmóttöku eftir að hafa verið nauðgað. 468 mál fóru til lögreglu og 156 þeirra komust inn á borð ríkissaksóknara. Af þeim 156 málum voru 105 látin niður falla. Því komust aðeins 51 mál fyrir héraðsdóm, og í 24 var sakfellt. Það þýðir að sakfellt var í einu af hverjum 52 nauðgunar- málum á þessum árum. - þeb Nauðgunarmál: Tvö prósent enda með sakfellingu FÉLAGSMÁL „Það var ekki meiningin hjá mér að setja alla veitingamenn undir sama hatt,“ segir Níels Sig- urður Olgeirsson, formaður Mat- væla- og veitingafélags Íslands, í yfirlýsingu vegna greinar um siðferði í fréttabréfi MATVÍS og ummæla í Fréttablaðinu. Í Fréttablaðinu var meðal ann- ars haft eftir Níelsi að „Reykjanes- ið sé svolítið sérstakt því það virð- ist vera eins og það sé regla hjá þeim að vera með mikið af svartri starfsemi í veitingabransanum“. Í kjölfar þessara ummæla og fleiri í sama dúr áttu Samtök ferðaþjón- ustunnar og veitingamenn á Suð- urnesjum fund með Níelsi þar sem óskað var eftir skýringum hans og kallað eftir afsökunarbeiðni. Í yfirlýsing- unni segist Níels hafa sett það sem ski lyrði fyrir fundinum að til- greint yrði fyrir hvaða veitinga- staði fundarmenn væru fulltrúar, hver væri kennitala rekstraraðil- ans, sætafjöldi staðarins og lagð- ur fram starfsmannalisti þar sem fram kæmi í hvaða stéttarfélag er borgað. Hluti hafi sent umbeðin gögn en önnur ekki. „Þetta er að sjálfsögðu ekki alhæfing. Þar af leiðandi tel ég mig ekki skulda afsökunarbeiðni fyrir þessi orð,“ segir Níels um fyrrgreind ummæli í Fréttablað- inu. „Það að það finnist ekki veit- ingamenn á Reykjanesi sem séu með allt í lagi hjá sér er hins vegar villandi orðalag. Þeir eru að sjálf- sögðu til, en erfiðlega gengur oft að finna þá því það er ekki alltaf gott að átta sig á því hvaða firma rekur veitingastarfsemina á hverj- um tíma í viðkomandi veitinga- húsi. Hafi þetta orðalag farið fyrir brjóstið á eftirtöldum fyrirtækj- um biðst ég afsökunar á óvönduðu orðalagi af minni hálfu.“ - gar Formaður Matvís með yfirlýsingu vegna ummæla um svarta veitingastarfsemi: Gengst við óvönduðu orðalagi VIÐSKIPTI „Reykjanesið er sérfyrir- bæri og engu líkara en að þar gildi alls engin lög,“ skrifar Níels Sig- urður Olgeirs- son, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, í blað félagsins Mat- vís. Níels segir í Matvís að sið- ferði í veit- ingageiranum sé oft á mjög lágu plani. Lenska sé hjá sumum að skipta um kennitölur og skilja eftir skuldir til birgja, leigusala og starfsfólks. Sérstaklega telur hann ástandið á Reykjanesi slæmt. „Það virðist eins og það sé regla hjá þeim að vera með mikið af svartri starfsemi í veitingabransanum,“ segir Níels við Fréttablaðið. Í Matvís nefnir Níels dæmi um veitingamann sem illa gekk að koma böndum yfir. „Alla vega gekk lögreglunni erfiðlega að færa veitingamann í dómsal þegar hann mætti ekki þangað af fúsum og frjálsum vilja, þó svo þeir [lög- reglumenn] matist þar daglega,“ skrifar Níels í blaðið. Spurður um mál áðurnefnds veitingamanns og lögreglunn- ar á Suður nesjum segir Níels við Fréttablaðið að Matvís hafi lengi verið að eltast við veitingamann- inn vegna vanefnda hans við félagsmenn Matvís. Á endanum hafi verið beðið um að lögreglan sækti hann. „Það tók held ég eitt og hálft ár að koma honum í réttarsalinn. Samt var sýslumaðurinn þarna að borða hjá honum. Reykjanesið er svolítið sérstakt því það virðist vera eins og það sé regla hjá þeim að vera með mikið af svartri starf- semi í veitingabransanum,“ segir Níels. Ekki náðist tal af sýslu- manninum í Keflavík til að bera undir hann þessa lýsingu Níelsar. Tveir starfandi veitingastaðir í Reykjavík eru nefndir á nafn í grein Níelsar sem dæmi um slæmt siðferði. „Þessi fyrirtæki skila ekki gjöldunum sem þau draga af starfsfólkinu heldur skipta bara um kennitölur þegar það er kominn tími. Þetta er gífurlegur kostnaður sem fer úr sameigin- legum sjóðum til að borga þennan þjófnað,“ útskýrir hann. Formaður Matvís kveðst telja afar mikilvægt fyrir samfélagið allt að uppræta slíka viðskipta- hætti, hvort sem er í veitingastarf- semi eða á öðrum sviðum atvinnu- lífsins. Setja þurfi lög sem komi í veg fyrir að hægt sé að skipta um kennitölu til þess eins að losna við skuldir. Einnig lög sem fyrirbyggi að hægt sé að koma eignum undan á meðan mál eru í rannsókn. gar@frettabladid.is Eins og alls engin lög gildi á Reykjanesinu Formaður Matvís segir nauðsynlegt að bæta siðferði í veitingageiranum. Á Reykjanesi sé líkt og alls engin lög gildi. Afar seint hafi gengið að gera fjárnám hjá veitingamanni jafnvel þótt sjálfur sýslumaðurinn væri matargestur hans. NÍELS S. OLGEIRSSON KEFLAVÍK Á Reykjanesi virðist það vera regla, segir formaður Matvís, að reka veitinga- staði utan laga og reglna. MATVÍS Grein formanns- sins í nýjasta tölublaði samtak- anna. FRÉTT BLAÐSINS FRÁ 13. OKTÓBER KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.