Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 12
12 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
HEIMSMET Tufiq Daher fær þarna viður-
kenningu frá Heimsmetabók Guinness
fyrir að hafa búið til stærsta Eiffel-turn
heims úr eldspýtum. NORDICPHOTOS/AFP
Húsfélagaþjónusta Kaupþings
sparar þér tíma og fyrirhöfn
Nánar á www.kaupthing.is/husfelag
Ekkert mánaðargjald
Einföld innheimta
Öflugur netbanki
Þinn þjónusturáðgjafi
Fullkomið rekstraryfirlit
Félagatal og greiðslustaða
Komdu í viðskipti með húsfélagið þitt. Sendu fyrirspurn
á husfelag@kaupthing.com - hringdu í síma 444 7000
eða komdu við í næsta útibúi. Starfsfólk Kaupþings tekur
vel á móti þér og veitir allar nánari upplýsingar.
ALÞINGI Þingmenn allra flokka eru
sammála um að ótækt sé að skera
niður fjárframlög til dómstólanna.
Fyrirséð er að álag á þá mun auk-
ast stórum vegna bankahrunsins
og ógjörningur fyrir þá að anna
verkefnum við knappari kost en
nú er.
Rætt var um fjárhagsstöðu dóm-
stólanna utan dagskrár á þingi í
gær.
Ragna Árnadóttir, dómsmála- og
mannréttindaráðherra, upplýsti að
sér hefðu borist bréf frá Hæstarétti
og dómstólaráði þar sem áhyggjum
af niðurskurði væri lýst. Á báðum
vígstöðvum hefði málum fjölgað
mjög á síðustu árum og stórfelld
fjölgun blasti við í ljósi banka-
hrunsins og tengdra mála.
Sagðist hún hafa lagt til að fjár-
veitingar til dómstólanna yrðu
auknar frá því sem áður var ákveð-
ið.
Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki,
sem hóf umræðuna, sagði skjóta
skökku við að auka framlög til
rannsókna, til dæmis til sérstaks
saksóknara og saksóknara banka-
mála, og skera á sama tíma niður
fjárveitingar til dómstóla. Furðaði
hún sig jafnframt á þeirri forgangs-
röðun ríkisstjórnarinnar að veita
400 milljónir til stjórnlagaþings á
meðan staða dómstólanna er bág.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
Samfylkingunni, sagði tíu prósenta
hagræðingarkröfu ríkisstjórnar-
innar í málaflokkum fangelsa, lög-
gæslu og dómstóla mistök og kvaðst
vonast til að breyting yrði á við
meðferð fjárlaga í þinginu.
Fjölmargir þingmenn lýstu sig
sammála þessu sjónarmiði; Vigdís
Hauksdóttir Framsóknarflokki
sagði arfavitlaust að skera niður
í dómskerfinu, Atli Gíslason VG
sagði ekki hjá því komist að efla
dómstólana og Birgitta Jónsdóttir
Hreyfingunni sagðist styðja aukin
framlög til þeirra.
Birgir Ármannsson Sjálfstæð-
isflokki kallaði bréf dómstólanna
til dómsmálaráðherra neyðarkall
sem þyrfti að bregðast við. Róbert
Marshall Samfylkingunni spurði
á hinn bóginn hvert sjálfstæðis-
menn ætluðu að sækja peninga
til að svara því neyðarkalli. Sagði
hann um leið að undarlegt væri að
sjálfstæðismenn hefðu nú áhyggjur
af málinu þar sem þeir hefðu um
árabil farið með málefni dómstól-
anna. Ólöf Nordal svaraði því til að
holskefla mála hefði komið öllum
í opna skjöldu, enginn vegur hefði
verið að búa sig undir það.
bjorn@frettabladid.is
Þverpólitísk sátt um aukin
framlög til dómskerfisins
Þingmenn allra flokka eru sammála um að niðurskurður til dómstóla sé ótækur. Hæstiréttur og dómstóla-
ráð segja mikið álag fram undan. Þingmaður Sjálfstæðisflokks undrast forgangsröðun ríkisstjórnarinnar.
SAMMÁLA Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og Ólöf Nordal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, eru sammála um að veita beri aukið fé til dómstólanna svo þeir geti
sinnt þeim fjölda mála sem fyrirséð er að þeim berist næstu misseri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HEILBRIGÐISMÁL „Þetta er mest
selda verkjalyfið og það er frek-
ar óheppilegt að það vanti,“ segir
Magnús Steinþórsson, rekstrar-
stjóri Lyfjavers, en Íbúfen, mest
selda verkjalyf landsins hefur
verið ófáanlegt án lyfseðils undan-
farið frá báðum framleiðendum.
Magnús segir að þær umbúðir af
verkjalyfinu, sem algengast er að
fólk kaupi, 400 mg styrkleiki í 30
stykkja umbúðum hafi verið ófá-
anlegar, bæði frá Actavis og frá
Portfarma, sem selur samheitalyf-
ið Íbúprófen. Hann segir að eitt-
hvað sé nú til af 600 mg styrkleika,
en það er ekki selt án lyfseðils.
„Menn hafa getað bjargað sér, það
eru til önnur lyf eins og Voltaren
og Nabroxen,“ segir Magnús.
Hann segir ekki hægt að tengja
þennan skort við flensufaraldur-
inn enda noti flensusjúklingar
frekar hitalækkandi lyf eins og
Paracetamol.
Hjördís Árnadóttir, hjá Act-
avis, segir að tafir hafi orðið á
afhendingu lyfjanna frá birgjum.
Þess vegna hafi vantað ákveðnar
stærðir af pakkningum, sem seld-
ar eru án lyfseðils. Málið sé þó að
leysast, verið er að dreifa litlum
skömmtum til apóteka og fram-
boðið verður komið í eðlilegt horf
eftir nokkrar vikur.
Paracetamol-verkjastílar fyrir
börn hafa verið ófáanlegir um tíma
í 125 mg styrkleika, að sögn Magn-
úsar. Hjördís segir að sá skortur
sé úr sögunni því lyfið er komið til
landsins og í dreifingu. - pg
Skortur á verkjalyfjum hjá framleiðendum:
Íbúfen ófáanlegt án lyfseðils
VERKJALYF Íbúfen í 400 mg styrkleika
hefur verið illfáanlega í apótekum
undanfarið.
GENF, AP Jarðsprengjur kostuðu
meira en 1.260 manns lífið á síð-
asta ári, að því er fram kemur í
ársskýrslu samtaka sem nefn-
ast International Campain to Ban
Land Mines.
Samtökin segja vinnu við að
hreinsa jarðsprengjur úr jarð-
veginum hafa gengið vel á síð-
asta ári. Undanfarin tíu ár hafi
tekist að hreinsa samtals 3.200
ferkílómetra svæði í 90 lönd-
um af jarðsprengjum. Þetta er
fjórum sinnum stærra svæði en
Vatnajökull.
Enn er þó eftir að hreinsa álíka
stórt svæði í 70 löndum með
jarðsprengjum. - gb
Hreinsun gekk vel:
Jarðsprengjur í
sjötíu löndum
MÓTMÆLI Fulltrúar Breytenda,
ungliðahreyfingar Hjálparstarfs
kirkjunnar, afhentu Svandísi
Svavarsdóttur umhverfisráðherra
undirskriftir sem safnað hafði
verið á íspinnaprik. Tilgangurinn
var að vekja athygli á því að hlýn-
un jarðar væri mannréttindamál.
Prikunum hafði verið raðað
upp í skúlptúr í líki hvirfilbyls,
sem tákn um þann vanda sem
að jörðinni steðjar sé ekkert að
gert. Breytendur krefjast þess að
stjórnvöld skilgreini stöðu flótta-
manna undan hlýnun jarðar og
viðbrögð Íslands við þeim sem
hér kunna að leita hælis. - kóp
Táknræn afhending:
Undirskriftir á
íspinnaprikum
AFHENDING Fulltrúar Breytenda afhentu
umhverfisráðherra undirskriftir á
íspinnaprikum í líki hvirfilbyls.
UPPLÝSINGATÆKNI Hægt er að
senda stolnum eða týndum USB-
minnislyklum skipun yfir inter-
netið um að eyðileggj-
ast, með nýrri tækni
sem fyrirtækið
Cryptzone kynnti
í gær.
Tækn-
in nefn-
ist Sec-
ured
eUSB og
segir í tilkynningu fyrirtækisins
að líkja megi þessu við að senda
tækjunum „drápspillu“.
Notandi eða tæknistjóri getur
þá ýmist læst eða eytt gögnum af
minnislykli þótt honum hafi verið
stolið eða hann týnst, hvar sem
hann er síðar settur í samband við
nettengda tölvu. Með þessu kveðst
fyrirtækið svara kröfum margra
fyrirtækja og stofnana um aukið
gagnaöryggi. - óká
Týndir eða stolnir minnislyklar:
Hlýða boði um
sjálfseyðingu
MINNISLYKILL
78 keyrðu of hratt
Tæp 30 prósent ökumanna sem óku
um Borgarveg í Reykjavík á miðviku-
dag fóru of hratt. Lögreglan mældi
hraða í eina klukkustund og keyrðu
78 af 267 ökumönnum of hratt.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Ný efnahagsspá OECD
Efnahags- og framfarastofnunin
(OECD) birtir á fimmtudagsmorgun-
inn 19. nóvember nýjustu efnahags-
spá sína fyrir helstu hagkerfi heims.
Jørgen Elmeskov, starfandi aðal-
hagfræðingur OECD, kynnir spána á
blaðamannafundi í París.
EFNAHAGSMÁL