Fréttablaðið - 13.11.2009, Síða 18
18 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Bólusetning við svínaflensu
Skrúður / Radisson SAS Hótel Saga / Sími: 525 9900 / www.skrudur.is PI
P
A
R
•
S
ÍA
•
9
17
35
Notalegt jólahlaðborð á Skrúði
í hádeginu og á kvöldin
Borðapantanir á hotelsaga@hotelsaga.is og í síma 525 9900.
Á Skrúði er indælt að setjast niður með góðum vinum og njóta ljúffengra jólakræsinga
í hádeginu eða að kvöldi. Jólahlaðborð alla daga vikunnar frá 20. nóvember.
Jólabrunch er notaleg og kærkomin tilbreyting í jólaundirbúningnum. Við bjóðum
upp á jólabrunch kl. 11:30-14:00 dagana 22. og 29. nóvember og alla sunnudaga
í desember.
Skrúður er vinalegur staður á aðventunni. Bókaðu núna.
Nær fimmtíu þúsund
einstaklingar hafa verið
bólusettir við svínaflensu
af þeim sjötíu þúsund sem
voru í forgangshópi hér á
landi. Landlæknir telur hátt
í fimmtíu þúsund Íslend-
inga hafa fengið flensuna og
miðað við það er þriðjungur
þjóðarinnar kominn með
vörn gegn svínaflensu.
Tvö hundruð þúsund Íslending-
ar eru enn óvarðir fyrir svína-
flensunni sem geisað hefur und-
anfarið og segir Haraldur Briem
sóttvarnalæknir stefnuna setta á
að bólusetja alla Íslendinga eldri
en sex mánaða. Frá og með næsta
mánudegi stendur almenningi til
boða að panta tíma í bólusetningu
og ráðleggur Haraldur fólki ein-
dregið að gera það. „Svínaflensan
virðist að sönnu hafa náð hámarki
sínu hér á landi í bili en heimsfar-
aldur inflúensu gengur í bylgjum
og það er öruggt að hún kemur
aftur,“ segir Haraldur, sem vonast
eindregið til þess að þegar flensan
komi aftur til Íslands verði menn
hennar ekki varir vegna þess að
þjóðin verði búin að láta bólusetja
sig við henni.
Í fyrsta markhópi bólusetning-
ar á Íslandi var annars vegar fólk
í áhættuhópi flensunnar, það er
að segja þeir sem eru líklegri en
aðrir til þess að veikjast alvar-
lega fái þeir flensu. Það er fólk
með undirliggjandi sjúkdóma,
barnshafandi konur og offitusjúk-
lingar. Hins vegar voru í þessum
fyrsta markhópi heilbrigðisstarfs-
fólk, lögregla, björgunarsveitir,
slökkviliðsmenn og sjúkraflutn-
ingamenn.
Þessi hópur telur um sjötíu þús-
und manns hér á landi og hafa um
sjötíu prósent hans, um fimmtíu
þúsund manns, verið bólusett frá
því að bólusetningin hófst hér á
landi í október. Ekki hefur verið
haldið utan um það hvernig ein-
staka hópar í þessum fyrsta mark-
hópi skila sér í bólusetningu; til
þess hefur ekki verið mannafli hjá
landlæknisembættinu, sem heldur
utan um skráningu tilfella og upp-
lýsingar um svínaflensufaraldur-
inn hér á landi.
Óléttar konur verði bólusettar
Þannig er til að mynda ekki hægt
að fá yfirlit yfir hlutfall óléttra
kvenna sem hefur skilað sér í
bólusetningu en mælt er eindreg-
ið með því að þær láti bólusetja sig
við svínaflensu. Fréttablaðinu er
kunnugt um að skilaboð Mæðra-
verndar til óléttra kvenna séu mis-
vísandi; sumar ljósmæður benda
óléttum konum ekki á að fara
í bólusetningu, það er að segja
minnast ekki á bólusetningu, á
meðan annars staðar er þeim ein-
dregið ráðlagt að gera það.
Ástæða þess að óléttum konum
er ráðlagt að fara í bólusetningu
er sú að þær eru líklegri til þess
að veikjast alvarlega en konur
sem ekki eru óléttar. Landlækn-
ir mælir eindregið með því að
óléttar konur fari í bólusetningu
og segir ekki skipta máli hvenær
á meðgöngunni það sé gert. Hins
vegar sé meiri hætta fyrir fóstrið
ef móðir veikist alvarlega á síðasta
hluta meðgöngunnar, sem geri
bólusetningu á þeim hluta með-
göngunnar ef til vill brýnasta.
Eldri borgarar, sem hafa verið
skilgreindir í áhættuhópi árstíða-
bundnu inflúensunnar undanfarin
ár, eru ekki skilgreindur áhættu-
hópur svínaflensunnar. Uppi hafa
verið vísbendingar og kenningar
um að hluti þess hóps búi að mót-
efni frá heimsfaraldri sem geisaði
árið 1957. Haraldur Briem segir
að þó að eitthvað kunni að vera til
í því borgi það sig fyrir eldri borg-
ara að láta bólusetja sig eins og
aðra, ekki síst í ljósi þess að þeir
séu veikari fyrir ef þeir veikist
alvarlega.
Fjöldi veikra byggir á líkum
Fyrir utan þá tæplega fimmtíu
þúsund sem hafa verið bólusett-
ir er talið að um fimmtíu þús-
und Íslendingar hafi veikst af
flensunni. Þessi tala er ónákvæm
enda byggð á líkum sem reiknaðar
eru út frá svokölluðum inflúensu-
líkum einkennum. Alls hafa um
níu þúsund manns verið greindir
með þau af læknum og þar sem
sextíu prósent þeirra sýna sem
send eru inn til greiningar vegna
flensunnar hafa reynst vera
flensa er talið að í raun séu sex-
tíu prósent þeirra sem eru með
inflúensulík einkenni með svínaf-
lensu, eða um 5.400 manns. Það
er svo mat landlæknisembættis-
ins að tíu sinnum fleiri en hringja
inn séu veikir og þannig er dregin
sú ályktun að um fimmtíu þúsund
manns hafi veikst.
Þess má geta að um 170 hafa
verið lagðir inn á spítala vegna
gruns um svínaflensu hér á landi
og einn hefur látist vegna hennar,
átján ára fjölfötluð stúlka.
Bóluefnið við svínaflensunni
hefur verið talsvert í umræð-
unni og vöngum verið velt yfir
mögulegum aukaverkunum þess.
Að því er fram kemur hjá Evr-
ópsku sóttvarnarstofnuninni og
á vef landlæknisembættisins
fylgja bóluefninu engar þekktar
aukaverkanir, aðrar en væg ein-
kenni eins og hiti, roði og þroti
á stungustað eins og eftir allar
bólusetningar.
Þrátt fyrir þetta hefur bloss-
að upp mikil umræða í sumum
löndum um aukaverkanir bólu-
setningar og skaðleg áhrif efna í
bóluefnunum. „Við fáum tölvupóst
á hverjum degi þar sem verið er
að spyrja okkur út í aukaverkan-
ir og innihald bóluefnisins. Við
reynum að svara öllum þessum
póstum um leið,“ segir Haraldur
og bætir við að sumir þeirra sem
sendi inn fyrirspurnir hafi látið
hræðast af tilbúningi á Youtube
og af óáreiðanlegum netfréttum.
Óráðlegt að sleppa bólusetningu
Enginn vísindalegur fótur sé fyrir
hræðslu við inflúensubóluefni,
enda hafi milljónir manns verið
bólusettir við inflúensuveirum
undanfarna áratugi með góðum
árangri. Á fundi sem blaðamaður
sat hjá Evrópsku sóttvarnarstofn-
uninni kom fram að eitt af því sem
hefði komið sérfræðingum henn-
ar á óvart í tengslum við svína-
flensuna væri einmitt ýmiss konar
misskilningur í tengslum við bólu-
setningu við henni sem brýnt væri
að leiðrétta.
Haraldur Briem segist vonast
til þess að allir eldri en sex mán-
aða verði bólusettir hér á landi,
nema þeir sem viti fyrir víst að
þeir hafi fengið flensuna. Hann
segir að foreldrar muni fá bréf frá
heilsugæslu sinni á næstu vikum
þar sem bólusetning barna verði
kynnt. „Ég legg áherslu á að þó að
sjötíu til áttatíu prósent þeirra sem
hafa veikst alvarlega séu í áhættu-
hópum eru tuttugu til þrjátíu pró-
sent þeirra sem hafa veikst alvar-
lega ekki í áhættuhópi. Þess vegna
ættu allir að fara í bólusetningu,“
segir Haraldur, sem ræður fólki
frá þeirri áhættu sem tekin er með
því að sleppa bólusetningu.
„Þó að flestir sem fá flensuna
veikist lítið er alltaf einhver hluti
sem veikist alvarlega.“
Fimmtíu þúsund bólusettir við svínaflensu
BÓLUSETT Á LANDSPÍTALANUM Frá og með næsta mánudegi getur almenningur pantað sér tíma í bólusetningu við svína-
flensunni, sem hefst svo viku síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
■ Íslendingar hafa tryggt sér kaup
á 300.000 skömmtum af bólu-
efni gegn inflúensu A(H1N1)
sem dugar til að fullbólusetja
svo til alla þjóðina. Bóluefnið
heitir Pandemrix® og er fram-
leitt af GlaxoSmithKline (GSK).
■ Þar sem inflúensa A(H1N1) er
ný veira kemur árleg inflúensu-
bólusetning ekki í veg fyrir sýk-
ingu af völdum þessarar veiru.
■ Sams konar bóluefni gegn
fuglainflúensu (H5N1) hefur
verið rannsakað hjá nokkur
þúsund einstaklingum og engar
alvarlegar aukaverkanir hafa
komið í ljós. Það bóluefni og
Pandemrix hafa verið samþykkt
af Lyfjastofnun Evrópu (EMEA)
en rannsóknir á Pandemrix
standa nú yfir. Einnig hefur
verið sýnt fram á að árleg inflú-
ensubóluefni eru örugg og ekki
er ástæða til að ætla að hið nýja
bóluefni verði frábrugðið þeim.
■ Inflúensubóluefnið frá GSK
inniheldur hluta inflúensuveir-
unnar, AS03 ónæmisglæði og
thiomersal sem kemur í veg fyrir
mengun bóluefnisins af völdum
sýkla og eykur þannig endingu
þess. Ónæmisglæðir eykur
verkun bóluefnisins og tryggir
víðtækari og betri vörn gegn
sýkingu.
■ Bóluefnið er framleitt í eggjum.
Því geta einstaklingar með
alvarlegt eggjaofnæmi eins og
lostviðbrögð fengið alvarlega
aukaverkun af bóluefninu.
Ekki er ráðlagt að bólusetja
einstaklinga með sögu um slíkt
ofnæmi. Bóluefni kemur í glös-
um með gúmmíhettu og er fólki
með alvarlegt latex-ofnæmi
ráðið frá bólusetningu.
■ Frá og með mánudeginum
næsta, 16. nóvember, gefst
almenningi kostur á að hringja
í sína heilsugæslustöð og panta
tíma í bólusetningu gegn svínaf-
lensu A(H1N1). Stefnt er svo
að því að hefja bólusetningu
almennings viku síðar, hinn 23.
nóvember. Landlæknir mælir
með því að allir láti bólusetja
sig, nema staðfest sé að við-
komandi hafi fengið flensuna.
Mælt er með bólusetningu fyrir
öll börn eldri en sex mánaða og
munu foreldrar barna fá bréf frá
heilsugæslustöðvum þar sem
þeim er bent á að panta tíma í
bólusetningu.
■ Í nóvemberlok gera áætlanir ráð
fyrir að 100.000 skammtar af
bóluefni hafi borist til landsins,
100.000 til viðbótar berist í
desember og 100.000 í janúar.
WWW.LANDLAEKNIR.IS
BÓLUEFNIÐ
FRÉTTASKÝRING
SIGRÍÐUR B. TÓMASDÓTTIR
sigridur@frettabladid.is