Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 24
24 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
K
omandi fjárlög verða gríðarlega erfið enda stefnir
aðlögunarþörf ríkissjóðs á árunum 2009-2011 í rúma
140 milljarða króna – 140 þúsund milljónir. Til að ná
þessum halla niður hefur ríkisstjórnin ekki nema um
tvennt að velja: að grípa til skattahækkana til að auka
tekjur og niðurskurðar til að draga úr útgjöldum. Með Stöðug-
leikasáttmálanum náðist samkomulag milli aðila vinnumarkað-
arins og ríkisstjórnarinnar um hvernig skiptingu þessarar miklu
byrðar skyldi háttað – en til að ná niður hallanum eiga skatta-
hækkanir að standa undir 45 prósentum af heildarpakkanum en
niðurskurður ríkisútgjalda undir 55 prósentum. Til að loka gati
upp á 140 milljarða þurfa auknar tekjur því að vera rúmir 60
milljarðar á móti tæplega 80 milljörðum í niðurskurði.
Ljóst er að störf Alþingis verða undirlögð af þessu verkefni á
komandi vikum enda munu þessar skattahækkanir og niðurskurð-
urinn láta fáa landsmenn ósnortna. Þótt fjárlögin séu enn ómótuð
er þegar farið að bera á óánægjuröddum – hvort sem þær eru á
skattahækkana- eða niðurskurðarhliðinni – og þeim mun bara
fjölga og verða háværari á komandi vikum. Enda er það skoðun
margra að erfitt sé að auka álögur á heimili og fyrirtæki landsins
við núverandi aðstæður og þeir sem verða fyrir niðurskurðar-
hnífnum telja margir að þeir séu nú þegar við sársaukamörk.
Hins vegar er það alveg ljóst að það næst aldrei sátt um skatta-
hækkanir nema heimilin og fyrirtækin fái sönnun fyrir því að
ríkisstjórnin ætli fyrst að taka til í rekstri hins opinbera. Frá
hruninu síðastliðið haust hafa heimilin og fyrirtækin í landinu
langflest staðið frammi fyrir minni tekjum og hærri útgjöldum
og hafa fyrir löngu þurft að hagræða eins og kostur er til að koma
sér í gegnum erfiða tíma. Það er því mat æði marga að niður-
skurður hins opinbera þurfi að vera mun meiri en fyrirhugað er
til að hægt verði að halda skattahækkunum í algjöru lágmarki,
enda beri heimilin og fyrirtækin vart meiri álögur. Hafa heimilin
og fyrirtækin enda horft upp á ríkisbáknið þenjast út á ótrúlegum
hraða undanfarinn áratug. Óheilbrigður ofvöxtur og bruðl hefur
herjað á ríkisbáknið – ofvöxtur og bruðl af mannavöldum.
Það virðist hins vegar gæta mikils tregðulögmáls þegar kemur
að því að snúa þróun ríkisútgjalda við – að skera niður það sem
einu sinni hefur verið komið á. Margar ríkisstofnanir virðast
komast upp með það árum saman að keyra fram úr fjárlögum
– aga og eftirliti virðist áfátt og pólitískan vilja og þor til niður-
skurðar virðist oft skorta. En heimilin og fyrirtækin í landinu
munu hvorki sýna umburðarlyndi né sætta sig við slík vinnubrögð
áfram – enda vita þessir aðilar að tregða í niðurskurði ríkisút-
gjalda mun einungis koma fram í hærri sköttum á þá sjálfa.
Ríkisstjórnin, stjórnmálamenn, starfsmenn ráðuneyta, for-
stjórar ríkisstofnana og aðrir opinberir starfsmenn sem fara
með opinbert fé verða að sýna fram á að þeir ráði við það verk-
efni sem felst í niðurskurði ríkisútgjalda. Niðurskurður á ríkis-
stjórnarheimilinu er ekkert merkilegri eða vandmeðfarnari en
niðurskurður í rekstri heimila eða fyrirtækja. Það þarf að skoða
hvern einasta útgjaldalið, henda út öllum óþarfa, leggja niður
gæluverkefni og draga með öllum ráðum úr gjöldum sem ekki
verður komist hjá. Þetta hafa heimilin og fyrirtækin þurft að
gera – nú er komið að rekstri hins opinbera.
Af hverju þetta tregðulögmál?
Ofvöxtur og bruðl
MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR
Hverja mínútu deyr kona af barnsförum í heiminum. Lang-
flestar í sunnanverðri Afríku.
Hægt væri að koma í veg fyrir að
500.000 konur deyi með þessum
hætti árlega með því að þær njóti
almennrar grunnþjónustu í heil-
brigðiskerfi heimalandsins. Grunn-
þjónustu eins og til dæmis Íslend-
ingar hafa komið upp í einu fátæku
héraði Malaví þar sem rís ný fæð-
ingardeild fyrir þróunarfé.
Heilbrigðisráðherrar fjölmargra
ríkja komu saman á ráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna í Addis Ababa í lok
október til að ræða brýnasta heil-
brigðisvandamál heimsins: Dauða
kvenna af barnsförum. Fyrir
utan þær sem deyja búa marg-
ar konur við örkuml eftir að hafa
alið barn vegna þess að þær hafa
ekki aðgang að sjúkrahúsum með
menntuðu starfsliði til að fá nauð-
synlegar aðgerðir.
Hvað veldur því að konur deyja
miklu frekar af barnsförum í þró-
unarlöndum en í ríku löndunum?
Fyrst og fremst skortur á grunn-
þjónustu. Vanfærar konur fá ekki
greiningu á vanda sem kann að
skapast á meðgöngu. Þegar kemur
að fæðingu er oft óravegur á næsta
sjúkrahús eða heilsugæslu þar sem
þjálfað starfsfólk getur aðstoðað
við erfiða fæðingu. Afleiðingin er
að konur í Malaví og öðrum þró-
unarlöndum láta lífið miklu oftar
en þar sem heilsugæsla er góð. Í
Malaví er mæðradauði tíðari en í
nokkru öðru landi – að þeim lönd-
um slepptum þar sem ríkir stríðs-
ástand. Í landinu deyja 16 konur
daglega af barnsförum. Talið er
að fjórtánda hver fæðing endi með
dauða móður í Malaví. Þegar haft
er í huga að hver kona í landinu
fæðir að meðaltali sex börn sést
hve ógnin er skelfileg.
Hægt er að koma í veg fyrir
langflest þessara dauðsfalla með
aðferðum sem eru vel þekktar.
Samt deyr hálf milljón kvenna
árlega. Eitt af þúsaldarmarkmiðum
SÞ er að minnka þessa dánartíðni
um ¾ fyrir árið 2015. Satt að segja
virðist ekki miða hratt í þessa átt.
Heilsugæsluverkefni íslensku
Þróunarsamvinnustofnunarinnar
í Mangochi ræðst beint að þess-
um vanda. Sjúkrahúsið við Apaflóa
hefur verið byggt upp til að efla
grunnþjónustu. Nú rís á spítalalóð-
inni glæný fæðingardeild sem mun
bæta þjónustuna með byltingar-
kenndum hætti. Í fyrra var tekin
í notkun skurðstofa þar sem keis-
araskurðir og aðgerðir á konum
eru meginþáttur starfsemi. Enginn
vafi er á að þessi þjónusta hefur
bjargað mannslífum, og gerir
áfram, í hverjum mánuði. Núver-
andi aðstaða þótti góð þegar spítal-
inn reis fyrir tilstuðlan Íslendinga.
Þar er fæðingardeild með tveimur
rúmum löngu sprungin, oft kemur
fyrir að þrjár eða fjórar konur fæði
samtímis, tvær á gólfinu ef ekki
vill betur til. Litla legudeildin er
alltaf útúrfull. Ný fæðingardeild
mun bæta stórlega úr.
Þróunarsamvinnustofnun reisti
einnig heilsugæslustöð í Nan-
kumba, sem er jaðarbyggð í hér-
aðinu, þar sem fæðingardeildin er
stöðugt í notkun. Í nærliggjandi
byggð, enn lengra frá alfaraleið,
er ætlunin að byggja upp litla fæð-
ingardeild fyrir þá sveit, enda eiga
konur langan veg að sækja þegar
kemur að fæðingu. Sjúkrabílarnir
sem ÞSSÍ gaf og rekur komast ekki
um héraðið yfir regntímann og oft
hamla vegleysur því að hægt sé að
sækja konur í barnsnauð.
Svonefndar „yfirsetukonur“
(traditional birth attendants) eru í
hverju þorpi. Þótt ÞSSÍ hafi stað-
ið fyrir námskeiðum fyrir þær
dugar það skammt. Þetta eru oft-
ast konur sem læra af sér eldri
hvernig á að bera sig að, skilja á
milli og svo framvegis, en þær geta
ekki greint aðsteðjandi vanda eða
veitt hjálp eins og fagfólk. Því hafa
stjórnvöld nýlega bannað þeim að
taka á móti börnum á hefðbundn-
um bastmottum í leirkofa í heima-
þorpi, og krafist að þær vísi konum
til heilsugæslustöðva og sjúkra-
húsa. Vandinn við þá ráðstöfun er
ljós: Ekki er til nægt starfsfólk né
aðstaða til að allar konur í Malaví
geti fætt undir eftirliti. Helmingur
kvenna í landinu fæðir börn utan
heilbrigðiskerfisins. Jafn æski-
legt og það er að konur fæði við
kjöraðstæður með aðstoð fagfólks
er það óraunhæft á næstu árum.
Þess vegna beinist verkefni Þró-
unarsamvinnustofnunar að þessu
stóra vandamáli með beinskeyttum
hætti. Í byrjun næsta árs verður
opnuð stór og rúmgóð fæðingar-
deild, og dugi framlög næstu tvö ár
er ætlunin að styðja litla heilsu-
gæslustöð í fjarlægri sveit til að
koma upp fæðingarrúmum. ÞSSÍ
útvegaði vatnsból við þessa stöð í
síðasta mánuði og þjálfað starfsfólk
er þegar til reiðu. Trúlegt er að
konum í Mangochi finnist þessu fé
vel varið. Því hver mínúta telur.
Höfundur er umdæmisstjóri
ÞSSÍ í Malaví.
Kona deyr á hverri mínútu
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Í DAG |Þróunarmál
UMRÆÐAN
Gunnar Haugen skrifar um ráðningar
í stjórnsýslunni
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslu-fræðingur skrifar áhugaverða grein um
pólitískar vinaráðningar í Fréttablaðið 11.
nóvember. Vandinn sem Sigurbjörg bendir
á er vissulega til staðar. Sú lausn sem hún
leggur til er hins vegar varhugaverð.
Inntak greinarinnar er að það sé nauðsynlegt
að tryggja að allir umsækjendur sitji við sama
borð í ráðningarferlinu og draga þannig úr líkun-
um á pólitískum vinaráðningum. Besta leiðin að
því markmiði er að auglýsa störf með sýnilegum
hætti og fá þannig umsóknir frá öllum þeim sem
hafa áhuga á starfinu – og telja sig uppfylla allar
hæfniskröfur. Næsta skref er að velja þann hæf-
asta í starfið úr hópi umsækjenda. Í þeirri vinnu
er stuðst við samansafn af þekktum aðferðum;
starfsferill umsækjenda og menntun er rýnd og
borin við aðra, framsetning upplýsinga er skoðuð,
frammistaða í viðtölum er metin og svo framvegis.
Þessi aðferðafræði er notuð um allan heim og er
talin tryggja faglega niðurstöðu.
Í niðurlagi greinar sinnar skrifar Sigurbjörg:
„Setja þarf á laggirnar ráðningarstofu stjórnsýsl-
unnar sem starfi undir eftirliti þingskip-
aðrar nefndar og hafi það hlutverk að ráða
í öll embætti og áhrifastöður innan stjórn-
sýslunnar.“
Þetta tel ég að yrði ófarsæl niðurstaða.
Sem fagmaður á sviði ráðninga fæ ég ekki
séð hvernig stofnun, sem er í eðli sínu rík-
isstofnun, verði óháð stjórnsýslunni og
Alþingi, ekki síst vegna þess að Sigur-
björg leggur jafnframt til að ráðninga-
stofa stjórnsýslunnar „starfi undir eftirliti
þingskipaðrar nefndar“. Hvernig getur þingskipuð
nefnd verið hlutlaus? Er þá ekki einmitt verið að
tryggja pólitíska aðkomu að ferlinu?
Rétt er að benda á að á Íslandi eru til fjölmörg
fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í að aðstoða við
ráðningar, t.a.m. Strá, Hagvangur og Capacent
Ráðningar. Það er ríkinu ekki til framdráttar að
stofnanavæða þjónustu sem þegar er til og ágæt-
lega rekin utan stjórnsýslunnar – nær væri að
leita til sjálfstæðra fyrirtækja í auknum mæli og
nýta sér þjónustu þeirra í stað þess að grafa undan
sjálfstæðri atvinnustarfsemi.
Þar með væri sá vandi sem Sigurbjörg bendir
réttilega á úr sögunni.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Capacent Ráðninga.
Ráðningarstofa ríkisins
GUNNAR HAUGEN
Hvað með hina?
Fjöldi þeirra sem ráðnir hafa verið
í ráðuneytin án auglýsinga hefur
verið mjög í umræðunni. Skyldi
engan undra, enda rímar þetta illa
við yfirlýsingar um opna stjórnsýslu.
Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðar-
maður forsætisráðherra, er þó ekki
sáttur við umfjöllunina.
Hann vill meina að í
langflestum tilfellum
sé verið að ráða í
afleysingar og óhægt
sé um vik að auglýsa
slíkt. Eftir stendur þó
spurningin af
hverju hinar
stöðurnar voru
ekki auglýstar.
Föstudagurinn þrettándi
Í dag er föstudagurinn þrettándi.
Alþingismenn láta það þó ekki
trufla sig, þingstörf fara fram eins
og aðra daga. Það er væntanlega
vísbending um að þingmenn séu
ekki hjátrúarfullir. Og þó. í hugum
sjálfstæðismanna gætu utandag-
skrárumræðurnar klukkan ellefu
í dag þvert á móti staðfest að á
deginum hvíli bölvun. Þá á að ræða
áform ríkisstjórnarinnar í skatta-
málum.
Á heimavelli
Breyting á lánshæf-
ismati ríkissjóðs
hafði þær
afleiðingar í
för með sér að mat á lánshæfi Orku-
veitu Reykjavíkur lækkaði einnig.
Fyrirtækið er flokki fyrir neðan ríkið,
í svokölluðum ruslbréfaflokki. Þau
bréf sem þar eru þykja, líkt og nafnið
bendir til, rusl. Guðlaugur Sverrisson,
stjórnarformaður Orkuveitunnar,
starfar hjá Úrvinnslusjóði og þykir
standa sig vel þar. Svo vel
að hann er, af gárungum
að sjálfsögðu, nefndur
Gulli í ruslinu. Hann ætti
því að vera á heimavelli í
nýja matsflokknum.
bergsteinn@frettabladid.is
kolbeinn@frettabladid.is