Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 27

Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 27
Þjóðfundurinn er á morgun! Þjóðfundurinn er: vettvangur til að ná samstöðu um það sem er þjóðinni til heilla framtak þjóðarinnar sjálfrar og sameign hennar einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða Fyrri hluti fundarins er helgaður spurningunni: ”Hvaða lífsgildi viljum við hafa að leiðarljósi við þróun samfélagsins og hvernig viljum við hafa Ísland framtíðarinnar?” Síðari hlutinn fjallar um á hvaða meginstoðum þessi framtíðarsýn á að hvíla. Fundurinn er ekki hefðbundinn umræðufundur í ætt við pólitíska fundi eða borgarafundi. Þess í stað verður þátttakendum skipt niður í hópa sem starfa saman. Umræðustjórar tryggja jafnræði í umræðum. Á þjóðfundinn hafa valist 1200 manns með slembiúrtaki og 300 fulltrúar fjölmargra stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka til að tryggja að anda og niðurstöðum fundarins verði fylgt eftir. Húsið opnar kl. 9.00 og Þjóðfundurinn hefst kl.9.45. Þátttakendur eru hvattir til að mæta vel og tímanlega! Bein útsending verður frá Þjóðfundinum á vefsíðunni www. thjodfundur2009.is Nánari upplýsingar í síma 773-6399 Laugardaginn 14. nóvember verður einstakur viðburður í Laugardalshöll. Þangað er stefnt marktæku úrtaki þjóðarinnar, fimmtán hundruð manns, til að leita nýrra lausna og nýrrar samstöðu. Markmiðið er að virkja sameiginlegt innsæi og vitund almennings, hlusta eftir visku þjóðarinnar. Afurð fundarins verður ný framtíðarsýn og nýtt gildismat, óháð slagsíðu stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.