Fréttablaðið - 13.11.2009, Síða 30

Fréttablaðið - 13.11.2009, Síða 30
30 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid. is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Adda Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar um geðheilbrigðismál Allt frá árinu 1994 hef ég legið reglulega inni á geðdeild LSP. Þá greindist ég með innlægt þung- lyndi sem tekur sig upp aftur og aftur. Það má segja að að meðaltali hafi ég legið inni tvisvar á ári eða þar um bil. Ég hef því haft tæki- færi til að bera saman starf geð- deildarinnar yfir öll þessi ár. Þegar ég lá fyrst inni, febrúar til apríl árið 1994, var sjúkraþjálf- un starfandi og iðjuþjálfun. Þá var gert ágætt plan fyrir sjúklingana á deildinni og fór ég niður á hverj- um degi, ýmist í sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun. Í sjúkraþjálf- un inni var boðið upp á göngu- bretti og hjól ásamt nokkrum tækjum. Einnig var boðið upp á leikfimitíma sem voru með ýmsu móti. Í iðjuþjálfuninni máluðum við á slæður, flétt- uðum körfur og gerðum ýmis- legt fallegt sem jók okkur sjálfs- traust. Allt þetta, hreyfingin og athafnirnar sem við gerðum dag- lega, jók bata okkar verulega. Á hverjum morgni voru morgun- fundir þar sem við söfnuðumst saman og fórum yfir daginn með lækni og hjúkrunarfræðingi. Einhvern tíma á þessum ára- tug var síðan sjúkraþjálfunin og iðjuþjálfunin lagðar niður vegna sparnaðar og tekin var upp svo- kölluð deildariðja á deildum þar sem málað var á gifs. Í dag er það eina afþreyingin sem býðst á deildinni og oftar en ekki ligg- ur sú vinna niðri vegna fjarveru/ veikinda starfsmanneskju. Ekki er um skipulagðar gönguferðir eða nokkra aðra hreyfingu að ræða nema sjúklingur sæki það sérstaklega. Og það ætti að vera öllum ljóst að sjúklingur í djúpu þunglyndi sækir ekki sérstak- lega að fara í gönguferðir með starfsfólki. Það þarf að örva sjúk- lingana til að fara og hafa reglu- bundna hreyfingu á dagskrá. Það er vísindalega sannað að hreyfing bætir geðheilsu og hefur sérstak- lega góð áhrif á þunglyndi. Það, að liggja inni á geðdeild og fitna og stirðna vegna ónógrar hreyfingar er ekki að bæta sjálfsmatið fyrir nú utan að dagsbirtan hefur, eins og allir vita, ótrúlega góð áhrif á þunglyndi. Ég lá þarna inni á deildinni um daginn í vikutíma vegna geðlægð- ar og get fullyrt að ef ég hefði ekki haft prjónana mína hefði ég orðið ennþá þunglyndari eftir dvölina þar, aðallega vegna aðgerðaleysis. Ekki var um að ræða neina skipu- lagða viðtalstíma nema við lækn- inn á morgnana, þá daga sem hann/ hún mætti. Ég man eftir einni kyrrðarstund með presti og einum slökunartíma með hjúkrunar- fræðingi. Það fór svo alveg eftir því hvaða starfsfólk var á vakt við hvern maður gæti talað. Landspítalinn hefur þá reglu að hafa tvær heitar máltíðir á dag, sem er auðvitað fáránlega mikil fæða fyrir sjúklinga sem hreyfa sig ekki neitt. Svo eru auðvitað kaffitímar og fleira inni á milli. Hápunktar dagsins eru þessir matar tímar og svo heimsóknir þær sem maður fær kannski, ef maður er heppinn. Það segir sig sjálft að svona mikill matur og lítil hreyf- ing bætir ekki geð sjúklinga, þvert á móti. Ég er algjörlega meðvituð um að spara þarf í heilbrigðiskerfinu en er verið að spara þarna? Hversu mikill sparnaður er að því að fólki sé hleypt heim, ekki alveg nógu góðu, ekki með neina eftirmeð- ferð og algjörlega upp á sjálft sig komið? Ég útskrifaðist viku eftir innlögn, var ekki orðin nógu heil- brigð en nægilega mikið í bata til að fara af deildinni. Mér var lofað að ég fengi sálfræðihjálp sem ég er búin að vera að biðja um síðan í fyrra … síðan er liðinn tæpur hálfur mánuður og enginn sál- fræðingur búinn að hafa samband. Ég hringdi fyrir helgi og var tjáð að búið væri að leggja inn beiðni sem tæki svo tíma að fara yfir. Ég lagðist inn á þessa deild þrisvar sinnum síðasta vetur. Í öll skiptin fór ég heim, án eftir- meðferðar og án þess að vera orðin nægilega góð. Geðdeildin er neyðarúrræði en væri ekki æski- legra að sjúklingar fengju eftir- fylgd við sitt hæfi, heldur en að leggjast inn hvað eftir annað? Myndi ekki innlögnum fækka ef boðið væri upp á prógramm fyrir hvern og einn sjúkling sem saman- stæði af líkamlegri hreyfingu og andlegum stuðningi? Ég er alveg viss um að það væri sparnaður til lengri tíma litið. Ég er útskrifuð af spítalanum en er hálfhrædd um að ekki verði langt þangað til ég þarf á honum að halda aftur ef miða má við vetur inn í fyrra, nema ég fái sál- fræðilegan stuðning til að halda mér uppi í vetur. Ég hugsa að það verði ódýrara fyrir LSP að veita mér reglulega sálfræðiþjónustu en að taka við mér aftur og aftur. Á sama hátt tel ég að það borgi sig að endurhæfa sjúklingana inni á deildinni í stað þess að geyma þá þar bara. Ég gæti alveg hugsað mér að boðið væri upp á viðtalsmeðferðir eftir þörfum sjúklinganna og ekki væri talað niður til þeirra á deild- inni eins og því miður viðgengst í dag. Ég er alveg viss um að með þessum aðferðum væri hægt að minnka lyfjakostnaðinn og fækka innlögnum. Einnig þarf að fara yfir starfsmannaúrvalið og kanna hverjir eru ákjósanlegir að vinna með fólki og hverjir ekki. Og það fer alls ekki eftir menntun við- komandi hvort hann/hún er hæfur til að vinna með fólki eða ekki. Það hlýtur að vera hægt að bæta geð- heilbrigði landsmanna öðruvísi en með miklum tilkostnaði. Höfundur er leikskólakennari. Aðbúnaður á geðdeildum Landspítalans ADDA SIGURJÓNS- DÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.