Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 32
„Ég datt niður á uppskrift að hekluðum bómullarsmekk um það leyti sem næstyngsta barnabarnið mitt fæddist fyrir rúmum tveimur árum. Fjótlega kom í ljós að hann reyndist þarfaþing því hann dró svo vel í sig raka svo ég heklaði fleiri og enn fleiri, enda lögðu for- eldrarnir öllum öðrum smekkj- um.“ Þannig lýsir Guðbjörg tilurð smekkjanna sem hún er orðin þekkt fyrir að hekla og hafa dreifst víða. Bæði hefur hún gefið þá í allar áttir, meðal annars til barna og barnabarna samstarfskvenna og svo eru þeir til sölu á vefsíðunni http://smekkir.signal.is Þetta eru ekki matarsmekkir heldur eru þeir hafðir til hlífðar, þess vegna allan daginn og það er sama hvernig þeir snúa. „Tengda- sonur minn orðaði það skemmtilega þegar hann sagði að smekkirnir væru alltaf á réttum stað. Þeir eru nefnilega hringur. Ef þeir eru orðn- ir blautir að framan þá færir maður þann blett bara aðeins út á öxlina,“ segir Guðbjörg. Þegar jólin 2007 nálguðust var umrætt barnabarn Guðbjargar að verða hálfs árs. „Þá fór ég að leita að jólalitunum í garninu, rauðum og grænum,“ rifjar hún upp og kveðst líka hafa svarað óskum og heklað í stíl við föt barna, einnig hafi hún verið beðin um skírnarsmekki. „Þetta er eitthvað sem ég geri fyrir framan sjónvarpið eða ef ég sest inn á biðstofu. Ein heklunál og dokka passar svo vel í veskið og er þægilegt að láta fylgja sér. Ef ég fer í heimsókn til vinkonu minnar á elliheimili og dreg upp heklið þá segir hún gjarnan. „Ja, þú slærð nú ekki vindhöggin!“ Hún er svo ánægð með að ég sé með eitthvað milli handanna. En mér finnst gaman að gera þessa smekki og er líka búin að kenna það mörgum.“ gun@frettabladid.is Alltaf á sínum rétta stað Oft vill fatnaður smáfólks verða votur við hálsmálið fyrsta árið í lífi þess. Guðbjörg Ágústsdóttir djákni heklar smekki sem henta vel til hlífðar. Hún kallar þá slefusmekki. Smekkirnir hennar Guðbjargar eru í öllum litum. JÓLAKORTALISTI er þarfaþing og ágætt að vera búinn að fínpússa hann áður en líður að jólakortatíðinni. Kúba var opinberlega lýst trúlaust land árið 1962 að ákvörðun kommúnistastjórnar Kúbu. Árið 1969 ákvað Fidel Castro, forseti landsins, að stroka jólin út af dagatalinu þar í landi þar sem hann taldi þau trufla vinnu við sykurreyrsuppskeruna og hátíðahöld sem þeim fylgdu. Kúbustjórn bannaði jóla- tré á almannafæri svo og myndir eða upp- setningar á fæðingu Jesú nema á stöðum sem ferðamenn sóttu eins og til dæmis á hótelum. Árið 1997 tilkynnti Jóhannes Páll páfi II að hann ætlaði að heimsækja Kúbu í byrjun árs 1998. Honum til heiðurs ákvað Kúbustjórn að gefa landsmönnum frí til að geta haldið jólin hátíðleg áður en hann kæmi til landsins. Hún lét þess þó getið að þetta væri undantekning sem ekki væri víst að yrði endurtekin. Það varð þó úr og í dag fagna Kúbverjar jólunum líkt og stór hluti heimsbyggðarinnar. Að kvöldi aðfangadags mæta þúsundir Kúbubúa á uppreisnartorgið í Havana Risastórum sjónvarps- skjám er komið fyrir á torginu fyrir utan dómkirkju Havana þannig að fólk- ið getur fylgst með páfanum flytja messu í Péturskirkjunni í Róm. Samkom- unni lýkur með því að kirkjuklukkurnar hringja á miðnætti á aðfangadegi og hringja þannig inn jólin. Þegar Kastró frestaði jólunum ENGIN JÓL VORU HALDIN Á KÚBU FRÁ ÁRINU 1969 OG ALLT TIL ÁRSINS 1997. Heimsókn páfa til Kúbu varð til þess að aflétta banninu á því að halda jólin hátíðleg. Heimagerðar jólagjafir eru málið í ár. Kökur, sætindi og prjónaðir vettlingar eru klassísk- ar gjafir en einnig er hægt að búa til aðra hluti á borð við lík- amsskrúbb úr epsom- söltum, sykurreyr og olíum. Slíkar uppskriftir má finna víða á vefn- um. www.marthas- tewart.com „Ja, þú slærð nú ekki vindhöggin,“ segir frænkan við Guðbjörgu Ágústsdóttur djákna þegar hún dregur upp heklið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON  kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Kópavogsdeild Rauða krossins heldur handverksmarkað laugardag-- inn 14. nóvember kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Selt verður handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma- og prjónavörur, kökur og annað föndur. Einnig verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, box, töskur, batik-myndir og fleira. Allur ágóði rennur til neyðaraðstoðar innanlands. NemendurMKíáfangaumsjálfboðiðRauðakross starf sjá um markaðinn. Handverksmarkaður 14. nóvember Smáauglýsingar Fréttablaðsins eru einnig á visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.