Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 47

Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 47
13. nóvember föstudagur 7 1 2 3 5 algjört möst U ndirfatafyrirtækið Agent Provocateur vekur jafnan athygli fyrir tælandi auglýs- ingar og tískusýningar. Síðasta auglýsingaherferð þess skart- aði söngkonunni Kylie Minogue þar sem hún sat klæðalítil á vél- knúnum ródeóhesti. Nýjasta lína Agent Provocateur var til sýnis í London nú í byrjun nóvember en þar gaf að líta skemmtilega gamaldags „lúkk“ sem minnti á tísku Játvarðartímabilsins. Einn- ig mátti sjá hefðbundin „Agent Provocateur“-undirföt eins og dúska og brjóstahaldara sem skildu lítið eftir fyrir ímyndun- araflið. - amb HEITT OG TÆLANDI Leikgleði hjá Agent Provocateur Efnislítið Hvítir háir sokkar og dúskar á brjóstum. Gestapó-stíllinn Kynþokkafullt dress með sólgleraugum í stíl. Gamaldags Flott gegnsætt nærfatasett með slá yfir í stíl. Hlý og síð peysa yfir leggings eða sokkabuxur til að vera hlýtt og hafa það notalegt. Þessi fæst í GK á Laugavegi en þar eru einmitt tilboðsdagar í dag og á morgun. Út að borða með elskunni. Gerðu þér glaðan dag og drífðu þig í bæinn. Á Santa Maria er til dæmis alltaf ódýrt og gott að borða. Mælum með enchiladas með mole-sósu og margarítu með. Hasarmynd í bíó. Kvikmyndin 2012 er hörkuspennandi mynd um heimsendi og hamfarir. Nýjasta uppgötvun okkar á Gogoyoko er breska sveitin Worried about Satan. Frábær blanda af rokki og raftónlist, eða það sem kallast „Intelli- gent Dance Music“. Svöl sólgleraugu. Sólin er komin svo lágt á loft að það er varla hægt að keyra um án þeirra. Þessi Dior-gleraugu eru úr Gleraugnasmiðjunni, Kringlunni. 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.