Fréttablaðið - 13.11.2009, Síða 58

Fréttablaðið - 13.11.2009, Síða 58
38 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Leikhúsin eru að gíra sig upp fyrir jólatraffíkina og sá siður virðist vera orðinn fastur í jólahaldinu að fara á sýningar sem tengjast efni jólanna. Frumsýn- ingarnar eru á næsta leiti: minnst tvær í næstu viku. Ein þekktasta jólasaga allra tíma er án ef Jólaævintýri (Christmas Carol) eftir Charles Dickens, en hún er margkunn hér á landi og er nýkomin út á bók á vegum bóka- félagsins Uglu í þýðingu Karls Ísfeld, skreytt myndum úr upp- haflegu útgáfunni, en sagan kom út 19. desember 1843. Sagan segir frá hinum fégráðuga Ebenezer Scrooge og viðskiptum hans við drauga nokkra á jólanótt. Sagan hefur verið mörgum kvikmynda- leikstjóranum efniviður mikill og eru til margar kvikmyndir byggð- ar á sögunni og margir þekktir leik- arar túlkað Scrooge, þeirra á meðal George C. Scott, Bill Murray, Kels- ey Grammer og Patrick Stewart. Einnig mun glæný teiknimynd þar sem enginn annar en Jim Carrey túlkar Scrooge líta dagsins ljós næsta vetur. Sagan er af mörgum talin mikilvæg áminning um hinn sanna jólaanda og hefur heillað kynslóð eftir kynslóð í meira en 150 ár. Hér á landi hefur hún einu sinni lifnað á sviði hjá Leikfélagi Akur- eyrar 1985 en þá fór Árni Tryggva- son með hlutverk nirfilsins. Nú er hins vegar komið að einum ástsælasta leikara íslensku þjóð- arinnar að túlka Skrögg sjálfan í glænýrri íslenskri leikgerð á þess- ari þekktu sögu Dickens. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) mun leika Eben- ezer Scrooge í Loftkastalanum og er frumsýning áætluð 21. nóvember. Sýningin er einleikur og mun Laddi fara með öll hlutverkin í uppfærsl- unni en hún er um 70 mínútur að lengd og verður flutt án hlés. Miða- sala er hafin. Leikgerðina gera Jón Gunnar Þórðarson, Egill Antonsson og Sindri Þórarinsson en tónlist og hljóðmynd skipa veigamikinn sess í þessari metnaðarfullu uppsetningu. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðar- son. Sama dag verður frumsýning í Borgarleikhúsinu: það eru trúð- arnir úr hinni merkilegu sviðsetn- ingu á Dauðasyndunum sem takast nú á við sjálft jólaguðspjallið í sýn- ingunni: Jesús litli. Við erum stödd í Palestínu á því herrans ári núll. Rómverjar hafa sölsað undir sig landið og Heródes er settur land- stjóri. Þegar spyrst út að frelsari muni fæðast í landinu kemur til- skipun frá honum um að myrða skuli öll sveinbörn, tveggja ára og yngri. Ljótt er það. Hver fæðir eig- inlega barn inn í slíkt ástand? Leikstjórinn Benedikt Erlings- son hefur hemil á trúðunum eftir bestu getu og söngkonan Kristjana Stefánsdóttir töfrar fram himneska tóna með hjálp trúðsins Bellu. pbb@frettabladid.is Scrooge og Jesús á svið LEIKLIST Laddi og trúðar verða áberandi í jólasýningum stóru leikhúsanna en þeir frumsýna í næstu viku. MYND LOFTKASTALINN Í dag er boðað til málþings í Rauða húsinu á Eyrarbakka sem helgað er „Alþýðufræðslu á Íslandi í 120 ár“ en elsti starfandi barnaskóli á landinu er á Bakkanum. Þar mun leiða saman hesta sína undir stjórn Ólafs Proppé, fyrrverandi rektors, einvala lið manna sem mun fara yfir málið í sem víðustu samhengi. Fulltrúi frá farskólanum ríður á vaðið og síðan verður smám saman farið í gegnum söguna til dagsins í dag, ræddar breytingar og nýj- ungar og velt fyrir sér hvernig þessi saga og menning verði best varðveitt fyrir komandi kynslóð- ir. Stofnun skólasöguseturs Íslands í framtíðinni og landshlutaseturs verður rædd með tilliti til varð- veislu. Sérfræðingar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með ráðherra í fararbroddi mæta á svæðið og fræðimenn frá Háskóla Íslands og Kennarasambandinu verða þar. Ræddir verða ýmsir möguleikar á varðveislu og mætir fulltrúi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til leiks, svo og hönnuðir safna og setra. Meðal þeirra sem flytja erindi á málþinginu eru Jón Hjartarson, forseti bæjarstjórnar Árborgar sem stendur fyrir þinginu, Loftur Guttormsson, Ólöf Garðarsdóttir, Sigurjón Mýrdal, Eiríkur Jónsson, Katrín Jakobsdóttir, Herdís Egils- dóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Kristín Á. Ólafsdóttir og Eiríkur Þorláksson. Ekki verður aðeins varpað kastljósi á sögu alþýðu- fræðslunnar heldur einnig rætt hvernig beri að varðveita þá sögu og kynna hana almenningi með safnarekstri eða sýningarhaldi. Þingið er öllum opið en það hefst kl. 10 og er áætlað að því ljúki í eft- irmiðdaginn. Það er öllum opið. Alþýðufræðsl- an er 120 ára MENNTUN Guðmundur Finnbogason, frumkvöðull í mótun alþýðufræðslu á Íslandi. 2009 Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Boðið er upp á leiðsögn um sýningar. Gerðubergi 3-5 111 Reykjavík Sími 575 7700 Netfang: gerduberg@reykjavik.is www.gerduberg.is Laugardaginn 14. nóvember kl. 14-15 Út í kött! Dansleikhús fyrir börn Lýðveldisleikhúsið – www.this.is/great Aðgangseyrir: Kr. 1.500 Sunnudaginn 15. nóvember kl. 14-15 Tóney í Gerðubergi Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Nemendur úr Sæmundarskóla og Listdansskólanum koma fram og hljómsveitin Rússíbanarnir taka nokkur lög. Umsjón: Guðni Franzson, tónlistarmaður. Ókeypis aðgangur! Óreiða Sýning Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur sem unnin er upp úr og undir áhrifum frá skáldverkum Kristínar Marju Baldursdóttur um listakonuna Karitas. Laugardaginn 14. nóvember kl. 14 Í gegnum tíðina Verið velkomin á opnun sýningar Sigurbjargar Sigurjónsdóttur í Boganum. Postulínsmyndir og munir, vatnslitamyndir og pastel- og olía á striga eru meðal þess sem fyrir augu ber. Svanurinn minn syngur Ljóð og líf skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur. Vissir þú... að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir veislur, fundi, ráðstefnur og námskeið? A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.