Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 60
40 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Auglýsingasími
– Mest lesið
„Ég er nú þegar komin í það. Ég fór í jólaskapið þegar ég var að
velja lögin á diskinn minn,“ segir Sigga Beinteins, spurð hvort
hún sé komin í jólaskap.
Hún hefur í nógu að snúast á næstunni því hvert jólaverkefn-
ið á fætur öðru er að líta dagsins ljós. Fyrst ber að nefna nýja
jólasafnplötu, Jólalögin mín, sem hefur að geyma öll helstu jóla-
lög Siggu ásamt nokkrum nýjum. Þar má nefna Nei, nei, ekki um
jólin, Það eina sem ég vil og Litli trommuleikarinn. „Ég var allt-
af með þennan disk í huga en það er mjög stutt síðan ég ákvað
að gera hann. Þetta var ákveðið á föstudegi og hann var kominn
út á fimmtudeginum á eftir,“ segir Sigga. „Ég var fyrst að hugsa
um að láta þetta bíða en svo hugsaði ég, nei, og kýldi á þetta.“
Sigga heldur ferna jólatónleika í kirkjum á næstunni, sem er
nýlunda hjá henni því hingað til hefur hún einbeitt sér að dans-
leikjum. „Ég hlakka rosalega til en þetta er líka smá stress. Ef
maður er á tónleikum þarf maður virkilega að vanda sig og sýna
hvað í manni býr.“ Henni til halds og trausts verða hljóðfæra-
leikararnir Grétar Örvarsson og Matthías Stefánsson. Að auki
verður Sigga önnum kafin við söng á jólahlaðborðum Hilton-hót-
elsins frá og með 21. nóvember ásamt Dadda diskó. - fb
Sigga í sannkölluðu jólaskapi
SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR Sigga Beinteins er að gefa út nýja jóla-
safnplötu og heldur ferna jólatónleika í kirkjum á næstunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Jólatónleikar Siggu:
Keflavíkurkirkja 20. nóv.
Hveragerðiskirkja 22. nóv.
Stykkishólmskirkja 29. nóv.
Grafarvogskirkja 10. des.
Listamaðurinn Etienne de France
er maðurinn á bak við Íslandslest-
ina, eða Iceland Train, sem visir.
is fjallaði um fyrir stuttu. Íslands-
lestin er ekki raunverulegt fyrir-
tæki í eigu almennings heldur
listaverk sem Etienne vann fyrir
sjónlistahátíðina Sequences sem
fram fór í byrjun nóvember.
„Þetta er útópísk hugmynd um
hlut sem gæti orðið. Íslandslest-
in er ímyndað fyrirtæki en þetta
er sett upp sem um raunverulegt
fyrirtæki sé að ræða, þannig að
þetta er blanda af fantasíu og raun-
veruleika. Mig langaði að prófa að
gera fyrirtæki og auglýsingaher-
ferð í kringum það og sjá hvernig
fólk brygðist við því. Þar að auki
er lestin sjálf mjög freudískt tákn
þannig að það má segja að verkið
sé mjög táknrænt á mjög margan
hátt,“ útskýrir Etienne, sem segist
hafa heillast af markaðsaðferðum
nútíma stórfyrirtækja.
Etienne hannaði vefsíðu í kring-
um hið ímyndaða fyrirtæki auk
þess sem hann kynnti það í gegn-
um Fésbók, en á vefsíðunni getur
fólk einnig lagt brautartein og
fylgst með framkvæmdunum sjálf-
um. „Ég veit ekki hvað fólki finnst
um verkið, þetta er mjög ólíkt því
að sýna í hefðbundnu galleríi. Nú
hafa tæp þrjú þúsund manns þegar
heimsótt síðuna, sem þykir nokkuð
gott miðað við að um listaverk sé
að ræða,“ segir Etienne að lokum.
- sm
Íslandslest útópísk hugmynd
ÍSLANDSLESTIN Etienne de France er
listamaðurinn á bak við verkið Íslands-
lestina sem var gert í tengslum við
Sequences.
MATGÆÐINGUR Rósa Guðbjarts, bæjarfulltrúi og matgæðingur, hefur sent frá sér matreiðslubók. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Rósa Guðbjarts hefur gefið
út matreiðslubókina Eldað
af lífi og sál. Hún segir
réttina vera einfalda, holla
og góða.
„Ég er sífellt að lesa mér til um
matargerð og er alltaf að prófa
eitthvað nýtt og fikra mig áfram
í þeim efnum. Bókin er afrakstur-
inn af því,“ segir matgæðingurinn
Rósa Guðbjarts, sem hefur gefið út
sína fyrstu matreiðslubók, Eldað af
lífi og sál.
Rósa hefur unnið og skrifað fyrir
Gestgjafann síðastliðin tíu ár og
segist hafa haft gríðarlegan áhuga á
eldamennsku allt frá blautu barns-
beini. Aðspurð segist hún hafa haft
úr mörgum uppskriftum að velja en
ákveðið að hafa það að leiðarljósi að
uppskriftirnar væru einfaldar og
fljótlegar. „Ég vil ekki hafa hlutina
of flókna heldur eiga réttirnir að
vera einfaldir, hollir og góðir. Það
var ákveðin kúnst að ákveða hvaða
uppskriftir ættu erindi í þessa bók
en ég hafði áður gert mér grein
fyrir því að ég vildi hafa hana hlý-
lega með skemmtilegu litasamspili
og þannig vann ég úr þessu.“ Hún
segir það ekki útilokað að hún gefi
út fleiri matreiðslubækur í fram-
tíðinni. „Á meðan ég vann að þess-
ari bók urðu til nýjar hugmynd-
ir þannig að það er ekki útilokað
að ég gefi út aðra matreiðslubók á
næstu árum. En hvenær það verður
er alveg óráðið enn.“
Tveir frændur Rósu sáu um
útlitshönnun bókarinnar og tóku
að auki ljósmyndirnar sem prýða
hana og því má segja að um fjöl-
skylduverkefni sé að ræða. „Tveir
uppáhaldsfrændur mínir, Magn-
ús Hjörleifsson og Björn H. Jóns-
son, aðstoðuðu mig í þeim efnum,“
segir Rósa og hlær.
Þegar Rósa er innt eftir því
hvort hún eigi sér eftirlætisrétt
segir hún það vera kjúklinga-
bringur fylltar með sólþurrk-
uðum tómötum. „Það er líklega
sá réttur sem ég hef eldað hvað
oftast í gegnum árin og við fjöl-
skyldan fáum aldrei leið á honum.
Þetta er fljótlegur réttur en alveg
afskaplega góður,“ segir Rósa að
lokum.
RÓSA ELDAR AF LÍFI OG SÁL
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI
„Starfsfólk mitt á hárgreiðslu-
stofunni Mojo ákvað að gefa mér
þessi huggulegheit í afmælis-
gjöf,“ segir Nína Kristjánsdótt-
ir sem varð fyrir hrekk á 29 ára
afmælinu sínu. Nína er annar eig-
andi Mojo og lét starfsfólk hennar
birta smáauglýsingu í helgarblaði
Fréttablaðsins sem í stóð: „Á frí-
miða á leik Manchester United-
Everton, 21. nóvember. Leita að
ferðafélaga. Karlmenn, endilega
hafið samband“, en meðfylgjandi
var símanúmer og mynd af Nínu.
„Síminn byrjaði að hringja um
sjöleytið á laugardagsmorgnin-
um. Ég skildi ekki neitt hvað var
í gangi, en þegar sá fyrsti sem
hringdi las upp fyrir mig auglýs-
inguna setti ég símann á „silent“,
útskýrir Nína brosandi og segir
að fjöldi fólks hafi hringt og hald-
ið að um fúlustu alvöru væri að
ræða.
„Þetta var bara sjúkt, ég hélt
að fólk myndi fatta að þetta væri
bara húmor. Síminn hætti ekki
að hringja fyrr en á mánudag og
ég hef örugglega fengið yfir 200
símtöl og sms,“ bætir hún við. „Ég
hef húmor fyrir þessu því ég er
algjört fótboltafrík og er nýkomin
að utan af leik Manchester-Sund
erland, en ef þetta hefði verið
eitthvað annað hefði ég snappað,“
segir Nína og hlær. - ag
Fékk yfir 200
símtöl út af hrekk
„ALGJÖRT FÓTBOLTAFRÍK“ Nína segist hafa húmor fyrir hrekknum sem starfsfólk
hennar á hárgreiðslustofunni Mojo stóð fyrir.
> TYLER EKKI HÆTTUR
Söngvarinn Steven Tyler seg-
ist ekki vera hættur í rokksveit-
inni Aerosmith þrátt fyrir orðróm
þess efnis. „Ég vil að New York-
búar viti að ég er ekki að hætta
í Aerosmith,“ sagði hann á
sólótónleikum gítarleik-
arans Joe Perry. Í síð-
ustu viku sagði Perry að
leit stæði yfir að nýjum
Aerosmith-söngvara en
henni hefur sem sagt
verið hætt.