Fréttablaðið - 13.11.2009, Side 62
42 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
Rithöfundurinn Huldar
Breiðfjörð hefur sent frá
sér bókina Færeyskur dans-
ur. Í tilefni af því var haldið
útgáfuhóf í Eymundsson
við Skólavörðustíg. Fær-
eyskur dansur fjallar um
ferðalag Huldars til Fær-
eyja og segir frá kynnum
hans af þessum frændum
okkar sem hafa veitt Íslend-
ingum kærkomna aðstoð í
kreppunni. Boðið var upp
á færeyskt öl í hófinu auk
þess sem Huldar las upp úr
bókinni.
Færeyskum dansi
Huldars fagnað
Huldar Breiðfjörð ásamt kollega sínum, Hallgrími Helgasyni. Huldar
las upp úr bók sinni í hófinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafsson og dóttir hans, Liba, auk útgefandans
Páls Valssonar voru á meðal gesta.
Leikstjórinn Börkur Gunnarsson og Breki Pálsson voru á staðnum.
Rithöfundurinn Mikael Torfason og útvarpskonan Ragnhildur Magnúsdóttir voru í góðu stuði.
Kristján Loðmfjörð, Tinna Guðmundsdóttir og Ólína
Ugla mættu í Eymundsson.
Samkvæmt tímaritinu Life &
Style hefur Eddie Cibrian nú
þegar stigið feilspor og hald-
ið fram hjá þjóðlagasöngkon-
unni LeAnn Rimes. Rimes og
Cibrian hófu samband sitt fyrr
í sumar, þau voru þá bæði gift
og vakti samband þeirra mikla
athygli slúðurtímarita hið vestra.
Nú segir Life & Style að Cibri-
an sé enn við sama heygarðs-
hornið og á hann að hafa verið að
hitta Scheana Jancan á laun síð-
ustu vikur. Jancan þessi er hvað
þekktust fyrir að hafa
verið í stuttu sam-
bandi með söngv-
aranum John
Mayer. „Eddie er
farinn að hitta
Scheanu reglu-
lega. Hann seg-
ist aðeins vera
með LeAnn
vegna
athyglinn-
ar sem því
fylgir og
ætlar að slíta
samband-
inu innan
skamms,“
hafði tíma-
ritið eftir
heimildar-
manni.
Svikarinn
svikinn
SVIKIN
LeeAnn
Rimes var
eiginmanni
sínum
ótrú, nú
situr hún
í eins
súpu.
„Þessi bók er mín gífuryrtasta.
Hún er alla vega miklu orðljót-
ari en síðasta skáldsaga,“ segir
Eiríkur Örn Norðdahl, sem hefur
sent frá sér sína þriðju skáldsögu,
Gæska - told you he was softer.
Bókin fjallar um stjórnmálafólk
í íslenskum samtíma þar sem
krónan er orðin verðlaus og allt
er í lamasessi. „Ég var búinn að
skrifa stærstan hluta af bókinni
vorið 2008 en sá ekki fram á að
klára hana fyrir haustið,“ segir
Eiríkur Örn, sem þurfti að skrifa
megnið af bókinni upp á nýtt eftir
að kreppan skall á. „Bókin gerist
í hálfgerðum ótíma og í hálfgerð-
um hysterískum heimi. Kreppan
kemur ekki svo mikið við sögu en
ég þurfti að gera ráð fyrir henni.
Sagan gerist öll á einu eilífu
sumri, á nokkrum dögum fyrir
hina fallegu byltingu og nokkr-
um dögum eftir hana.“
Þrátt fyrir að hafa byrjað á bók-
inni áður en kreppan skall á seg-
ist hann ekki hafa séð vandræðin
fyrir frekar en hver annar. „Ég
hef reyndar ágæta skoðun um að
það sé vanmetið hve mikið fólk
var búið að sjá þessi ósköp fyrir.
Kreppur koma og kreppur fara,
það hefur gerst þúsund sinnum
á síðustu tveimur öldum. Ég geri
ráð fyrir því að það verði komin
önnur eftir fimmtán ár.“
Þrjú ár eru liðin síðan síðasta
skáldsaga Eiríks kom út, Eitur
fyrir byrjendur. Kemur hún ein-
mitt út í Þýskalandi á næsta ári.
Eiríkur flutti nýlega til Svíþjóð-
ar eftir að hafa búið í Finnlandi í
tvö ár. Hann á sænska kærustu
og þau eiga saman þriggja mán-
aða son. Eiríki líður vel í Svíþjóð
og finnst ágætt að vera ekki á
Íslandi að kynna nýju bókina. „Á
meðan maður er ekki í jólabóka-
flóðinu með áhyggjur af því að
það sé ekki fjallað nógu vel um
mann og það komi ekki nóg af
dómum, þá er lífið ekkert nema
tóm hamingja,“ segir hann.
- fb
Gífuryrt skáldsaga
EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL Þriðja skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl fjallar um stjórn-
málafólk í íslenskum samtíma.
www.facebook.com/graenaljosid
FRUMSÝND 6. NÓVEMBER