Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 74
54 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
FÓTBOLTI Sá leikreyndi kappi Þór-
hallur Dan Jóhannsson gat ekki
haft skóna lengi á hillunni því
hann segir meiri líkur en minni á
að hann spili með Haukum áfram
í efstu deild næsta sumar.
„Ég fór á æfingu í gær og það
var virkilega gaman. Svo er ég
bara svo vitlaus að ég kann ekki
að hætta,“ sagði Þórhallur og hló
dátt. „Ég er að melta þetta en það
eru meiri líkur en minni á að ég
haldi áfram.“
Þórhallur verður 37 ára í desem-
ber en segir ekki hægt að hætta
því hann sé í svo góðu formi.
„Ég er búinn að vera að hlaupa
60-80 kílómetra á viku síðan tíma-
bilinu lauk. Er farinn að hafa mjög
gaman af því að hlaupa. Ég er í
rauninni í betra formi en ég var í
þegar ég hætti. Svo er fólk mikið
búið að setja pressu á mig að halda
áfram. Ég get eiginlega ekki skor-
ast undan því að vera með Hauk-
um í efstu deild og hjálpa til við
að gera þá að stóru félagi,“ sagði
Þórhallur.
Hann verður þó ekki mikið á
æfingum á næstunni því hann
leggst undir hnífinn á mánudag
vegna þrálátra meiðsla í ökkla.
„Ég var í raun meiddur í allt
sumar. Það var eitt best geymda
leyndarmálið í boltanum í sumar
að ég gat ekki sparkað. Varð að
láta mér nægja stuttar innanfótar-
sendingar. Ég réði ekki við meira
og varð að vera skynsamur,“ sagði
Þórhallur en beinflís verður tekin
úr ökklanum á honum. Búist er við
að hann geti sparkað aftur í bolta
í lok janúar.
Þórhallur spilaði síðast í efstu
deild með Fram árið 2005 en það
ár féll Fram úr deildinni.
„Þá tók ég mér frí í eitt ár og
var eiginlega hættur. Andri þjálf-
ari bað mig árið 2007 að taka eitt
ár í viðbót og það ár er eiginlega
enn í gangi,“ sagði Þórhallur, sem
ætlar ekki að endurtaka leikinn
frá því 2005. „Nei, við skulum rétt
vona að ég fari ekki að falla aftur.
Mér líst annars vel á liðið og mikl-
ir reynslumenn komnir inn. Veitti
ekki af enda er ég 37 ára og næst-
elsti maður ekki kominn með
jaxla.“
Næsta ár verður stórt hjá Þór-
halli því eftir að tímabilinu lýkur
heldur hann til Bandaríkjanna að
takast á við mikla áskorun.
„Ég var búinn að lofa mér því
að hlaupa maraþon fyrir fertugt.
Ég er að falla á tíma og ég hef því
ákveðið að hlaupa í New York-
maraþoninu í nóvember. Það verð-
ur frábært,“ sagði Þórhallur Dan
Jóhannsson og bætti við að hann
færi ekki út að hlaupa í dag fyrir
minna en tíu kílómetra.
henry@frettabladid.is
Ég kann ekki að hætta
Þórhallur Dan Jóhannsson spilar væntanlega áfram með Haukum næsta sum-
ar þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Hann segist vera í frábæru formi og hefur
tekið stefnuna á að hlaupa New York-maraþonið í nóvember á næsta ári.
KANN EKKI AÐ HÆTTA Þórhallur Dan Jóhannsson mun væntanlega reima aftur á sig
skóna og spila með Haukum í efstu deild að ári. FRÉTTABLAÐIÐ/XX
FÓTBOLTI Enska dagblaðið Daily
Mirror heldur því fram í dag að
Rafa Benitez, stjóri Liverpool,
vilji fá Roman Pavlyuchenko til
félagsins þegar félagaskipta-
glugginn verður opnaður um ára-
mótin.
Pavlyuchenko er sagður vera
óánægður í herbúðum Totten-
ham og hafa enskir fjölmiðlar
fullyrt að hann muni fara fram á
að verða seldur frá félaginu við
fyrsta tækifæri.
Fernando Torres, sóknarmað-
ur Liverpool, hefur átt við erfið
meiðsli að stríða og David N’Gog
hefur ekki þótt standa undir
væntingum þegar hann hefur
fengið tækifærið hjá Benitez.
Liverpool er einnig orðað við
Rafael van der Vaart í sömu frétt
og þá hefur Benitez einnig verið
sagður áhugasamur um að fá Carl-
ton Cole, leikmann West Ham.
Fram kemur í The Sun í dag
West Ham muni fara fram á tut-
tugu milljónir punda fyrir Cole,
sem skrifaði undir fjögurra ára
samning við félagið fyrir ári.
- esá
Roman Pavlyuchenko:
Orðaður við
Liverpool
PAVLYUCHENKO Hefur ekki fundið sig
hjá Spurs. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
SUND Michael Phelps tókst að ná
sér í silfur á heimsmeistaramót-
inu í 25 metra laug þar sem hann
hefur átt afar misjöfnu gengi að
fagna.
Hann varð annar í 200 metra
fjórsundi en var meira en tveim-
ur sekúndum á eftir sigurvegar-
anum, Darian Townsend.
Áður mistókst honum að kom-
ast í úrslit í bæði 100 m flug-
sundi sem og 100 m skriðsundi.
Mótið fer fram í Stokkhólmi
en Phelps mætti þar fúlskeggj-
aður til leiks, sem gefur til
kynna að hann sé ekki alveg í
sínu besta formi. Hann hefur
einnig viðurkennt að hann hafi
ekki verið að æfa jafn stíft og
áður.
Phelps keppir einnig í gam-
alli gerð af sundbúningi þar sem
þeir nýju verða ólöglegir frá og
með næstu áramótum. Þjálfari
Phelps vill að hann venjist því að
keppa í gamla búningnum áður
en keppni á bandaríska meist-
aramótinu hefst.
Phelps mun einnig keppa
á heimsbikarmóti í Berl-
ín um helgina og svo á móti í
Manchester um miðjan næsta
mánuð. - esá
Michael Phelps:
Nældi í silfur
á HM
MICHAEL PHELPS Ekki upp á sitt besta á
HM. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
5.390 KR.
Á MÁNUÐ
I Í 3 MÁNU
ÐI
FYRIR KRE
DITKORTH
AFA VISA
FRÁBÆRT
ÁSKRIFTAR
TILBOÐ
Á AÐEINS
laugardag kl. 02:00
Manny Pacquiao – Miguel Cotto
Box
laugardag kl. 15:50
Brasilía - England
Vináttulandsleikur
laugardag kl. 17:50
Lúxemborg - Ísland
Vináttulandsleikur
laugardag kl. 19:50
Randy Couture – Brandon Vera
UFC
laugardag kl. 20:20
Portúgal - Bosnía
Undankeppni HM - umspil
sunnudag kl.18:00
Children’s Miracle
Network Classic
PGA mótaröðin
íþróttaveisla um helgina