Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 75

Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 75
FÖSTUDAGUR 13. nóvember 2009 55 GOLF Það hefur vakið athygli hversu margir kylfingar eru enn að spila golf þó svo að farið að sé að styttast í jólin. Nokkur mót eru reglulega haldin um helgar, meðal annars í Setberginu, Sandgerði og Leirunni, og hafa yfir 100 manns verið að skrá sig á sum mótin. „Það er ekki bara á þessum stöð- um. GR hefur opnað Korpuna um helgar fyrir sína kylfinga og svo er opið á Hellu nánast allt árið. Þar var fullbókað um daginn frá morgni fram á kvöld,“ sagði Stef- án Garðarsson hjá Golfsambandi Íslands en Kjölur hefur einnig verið með mót fyrir sína félags- menn. Ekki eru þó allir klúbbar mjög duglegir að auglýsa opnanirnar enda vellirnir viðkvæmir og ekki vinsælt að of margir séu að spila á þessum tíma árs. Flestum golfvöllum landsins var lokað þegar frostakast kom í byrj- un október. Sú kuldatíð stóð stutt yfir og hefur oft á tíðum verið mjög gott veður síðan þá. Margir voru því afar ósáttir við lokanirnar og hafa sumir klúbbar gefið eftir og opnað vellina aftur þegar veður leyfir. Hermt er að sum félög séu einnig að opna til þess að ná sér í aukakrónur í kass- ann enda hart í ári hjá golfklúbb- um eins og víða í þjóðfélaginu um þessar mundir. „Það eru ekki allir jafn hrifn- ir af þessum vetraropnunum og þá kannski síst vallarstjórarn- ir. Þeir vilja nú ekkert loka völl- unum bara að ástæðulausu. Ein af ástæðunum er sveppasýking sem kemur kannski ekki í ljós fyrr en næsta sumar. Þegar vell- irnir koma illa undan vetri verða kylfingar eflaust lítið kátir og gleyma því að pressa var frá þeim á að hafa opið yfir vetrartímann,“ sagði Stefán. „Vellirnir eru eflaust margir hverjir í ágætu standi en bleyt- an er verst. Hún skemmir vellina mjög mikið,“ sagði Stefán en menn hafa jafnvel verið beðnir um að nota tí úti á braut til þess að lág- marka skaðann á vellinum. - hbg Íslenskir golfarar hafa notað blíðuna til þess að spila vetrargolf um helgar: Kylfingar neita að leggja kylfunum SEIGUR Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari er einn af þeim sem eiga erfitt með leggja kylfunum strax. Hann er hér í erfiðri stöðu á móti hjá Kili um síðustu helgi. Hann lét sig ekki muna um að stíga í vatnið og upp úr skurðinum fór kúlan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BOX Mike Tyson á yfir höfði sér kæru um líkamsárás eftir að hann kýldi ljósmyndara á flug- velli í Los Angeles. Ljósmyndarinn fékk skurð á ennið og var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Lögfræðingur Tysons hefur sagt að ljósmyndarinn hafi gert sig líklegan til að elta skjólstæð- ing sinn inn á salernið á flugvell- inum þegar átökin áttu sér stað. Tyson vill því líka kæra ljós- myndarann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tyson kemst í kast við lögin en hann var fangelsaður árið 1992 fyrir nauðgun og fékk svo að dúsa í sólarhring í fangelsi í Ariz- ona árið 2007 eftir að kókaín fannst á honum. - esá Mike Tyson: Kýldi ljósmynd- ara kaldan MIKE TYSON Er enn með líf í hnefunum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Stephen Ireland, leik- maður Manchester City, segir að brotthvarf Elanos frá félaginu hafi haft góð áhrif á Robinho en þeir síðarnefndu eru báðir Bras- ilíumenn. Robinho hefur verið sterklega orðaður við Barcelona en City hefur hafnað þeim orðrómi og segir að Robinho sé ánægður hjá félaginu. Ireland sagði svo við enska fjölmiðla að Elano hefði haft slæm áhrif á Robinho. „Það er ekki ætlun mín að vera harðorður gagnvart Elano en brotthvarf hans hefur reynst vera blessun fyrir Robinho.“ „Þeir voru mikið saman eins og þeir væru í klíku og maður sá ekki mikið til Robinhos. En hann er breyttur maður í dag og lætur sig félagið miklu varða.“ „Hann virðist mjög ánægður, sem og fjölskylda hans.“ - esá Stephen Ireland: Baunar á Brassann Elano Sturtuhaus, barki og festing 3.490

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.