Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 58
38 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is ath. kl. 12.15. Hádegistónleikar Tríós Reykjavík- ur í Listasafni Reykjavíkur – Kjar- valsstöðum í dag eru að þessu sinni helgaðir tónskáldum frá Tékklandi með áherslu á verk eftir Antonin Dvorák og Josef Suk. Tríó Reykja- víkur skipa Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar Kvaran selló og Peter Maté píanó. Jesús litli eftir þau Bene- dikt Erlingsson, Berg Þór Ingólfsson, Halldóru Geir- harðsdóttur og Kristjönu Stefánsdóttur er glænýtt íslensk leikrit byggt á eldgamalli sögu sem allir þekkja. Verkið verður frum- sýnt annað kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins. Hópurinn hefur tekið ekki minna bókmenntaverk en Biblíuna og brýtur sjálft Jólaguðspjallið til mergjar. Sagan á bak við guðspjall- ið er sögð með augum nútímans og með tilliti til tvö þúsund ára sögu- túlkunar. Hópurinn hefur áður ráð- ist á sígild bókmenntaverk; Berg- ur og Halldóra voru í sýningu sem byggði á Hinum guðdómlega gleði- leik Dantes í fyrra og tókst vel upp, Benedikt lauk á þessu sumri sýn- ingum á Mr. Skallagrímsson sem hann vann úr Egilssögu og þau Halldóra gerðu garðinn frægan fyrir nokkrum árum í Gunnlaugs sögu ormstungu. Þetta er því vant fólk og löngu þekkt fyrir frjáls, fyndin og frumleg tök í trúðleik sínum. Kristjana Stefánsdóttir bætist nú í hópinn fyrir endur- vinnslu sögunnar um Jesúbarnið en hún er kunnust sem afbragðs söngkona og raddþjálfi. Hún semur tónlist við sýninguna og tekur virkan þátt í leiknum. Í Jesú litla nálgast höfundarnir jólaguðspjallið úr algerlega nýrri átt og gera söguna að sinni. Það eru trúðarnir einlægu en sann- söglu sem við þekkjum úr Dauða- syndunum, þau Barbara og Úlfar, sem standa fyrir þessari nýju túlkun með nýjum liðsstyrk. Þau hafa fengið trúðinn Bellu, sem Kristjana Stefánsdóttir leikur, og leikstjórann Benedikt Erlingsson í hópinn. Saman kryfja þau Jóla- guðspjallið og skoða hvað ligg- ur á bak við söguna um fæðingu frelsarans. Á kirkjan einkarétt á Jesú eða kannski bara leikhúsið? Af hverju er fimmta guðspjallið um fæðingu frelsarans ekki prent- að? Hvers vegna fæðir kona barn í stríðshrjáðu landi þar sem keis- arinn hefur fyrirskipað barna- morð? Það eru stórar spurningar sem hópurinn veltir fyrir sér og fjallar um þær umbúðalaust eins og honum einum er lagið. Hér er á ferðinni bráðfyndin leiksýning, ekki aðeins fyrir þá sem þora að sjá hefðbundnum gildum ögrað heldur einnig fyrir alla hina. Heimkynni trúðanna eru eins og áður Litla svið Borgarleik- hússins. Þar ræður einfaldleikinn ríkjum og áherslan er á nálægð áhorfenda við leikarana. Hlátur- inn hefur ómað á Litla sviðinu öll kvöld það sem af er vetri og er Jesús litli viðbót við gamansem- ina sem hefur hreiðrað þar um sig. Höfundar Jesú litla eru þau Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðs- dóttir og Kristjana Stefánsdóttir. Leikarar eru Bergur Þór Ingólfs- son, Halldóra Geirharðsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir. Leikmynd og búninga hannar Snorri Freyr Hilmarsson og um lýsingu sér Kjartan Þórisson. Kristjana Stef- ánsdóttir annast tónlist og Bene- dikt Erlingsson leikstýrir. Jesús litli er frumsýndur laugardaginn 21. nóvember næstkomandi kl. 20 á Litla sviðinu. pbb@frettabladid.is FRELSI MANNANNA, FRELSISINS LIND LEIKLIST Trúðarnir Bergur, Kristjana og Halldóra undirbúa komu frelsarans á fæðingardeildinni í Betlehem. MYND/LR/GRÍMUR BJARNASON > Ekki missa af Hammondtríói Þóris Baldurs- sonar á Rosenberg í kvöld og annað kvöld ásamt Andreu Gylfadóttur. Hammond- meistarinn Þórir Baldursson ásamt saxófónleikaranum Jóel Pálssyni og trommu- leikaranum Einari Scheving hóta að rífa þakið af Café Rosenberg. Munu þeir, ásamt Andreu, spila og syngja grúf- og blúskennda djasstónlist. Tónleikarnir hefjast kl. 22 bæði kvöldin. Í tilefni af falli Berlínarmúrsins fyrir 20 árum flytur Sinfóníu- hljómsveit unga fólksins um helgina eitt magnaðasta verk tónlistarsögunnar, sjálfa 9. sinfóníu Beethovens. Fjórði þátturinn er frægastur fyrir Óðinn til gleðinnar, en þar hefur Háskólakórinn upp raust sína og fjórir einsöngvarar: Auður Gunnarsdóttir sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir alt, Snorri Wium tenór og Jóhann Smári Sævarsson bassi. Stjórn- andi er Gunnsteinn Ólafsson. Samtals taka um 130 manns þátt í flutningnum. Þetta er í fyrsta sinn sem ungir hljóðfæraleikarar og söngvarar flytja verkið hér á landi. Níunda sinfónía Beethovens í d-moll, opus 125, er jafnframt síðasta sinfónía tónskáldsins. Hún er ein glæsilegasta tónsmíð Beethovens og á meðal frægustu verka í vestrænni tónlistarsögu. Aldrei áður hafði tónskáld notað söngraddir í sinfónísku verki. Smíði verksins tók langan tíma. Í skissubókum tónskáldsins má rekja fyrstu drög að verkinu allt aftur til ársins 1811. Beethoven hóf vinnu af fullum krafti við verkið árið 1818 og lauk smíðinni 1824. Hann taldi Vínarbúa ekki skilja tónlist sína – þeir væru of hallir undir ítalskar óperur Rossinis – og hugðist frum- flytja sinfóníuna í Berlín. Vinir hans fengu hann ofan af því og verkið var frumflutt í Kärntnertor- óperunni í Vínarborg 7. maí árið 1824. Tónleikarnir eru laugardaginn 21. nóvember kl. 17.00 og mánudaginn 23. nóvember kl. 20.00, bæði skiptin í Langholtskirkju. Sú níunda flutt af ungum listamönnum TÓNLIST Auður Gunnarsdóttir sópran er ein fjögurra einsöngvara sem koma fram í sinfóníu Beethovens um helgina. Var Jörgen Jörgensen, Jörund- ur hundadagakonungur eins og íslensk nafngift hans var, bíræf- inn sólargapi eða lýðræðishetja? Í ár eru liðin 200 ár frá valdatöku danska skipstjórans Jörgens Jörg- ensen á Íslandi sumarið 1809. Af því tilefni heldur Sagnfræðistofn- un Háskóla Íslands ráðstefnu um Jörgen Jörgensen á morgun í Odda kl 13.30 sem varir fram eftir degi. Anna Agnarsdóttir sagnfræðing- ur er aðalhvatamaður stefnunnar en hún hefur lengi sinnt rannsókn- um um ástandið sem hér skap- aðist fyrir tveimur öldum þegar breska heimsveldið hafði brotið á bak aftur danska flotann og þar með tekið forræðið á norðurhluta Atlantshafsins sem stóð allt til fundar Roosevelts og Churchills 1941 þegar Íslandi var skákað inn á valdasvæði Bandaríkjanna. Ráðstefnan er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, danska sendiráðinu og Háskóla Íslands. Á þingið koma tveir spennandi fyrirlesarar að utan, þau Sarah Bla- kewell, rithöfundur (sjá http://www. sarahbakewell.com/) og Jörn Dyr- holm, fræðimaður, sem bæði hafa kynnt sér sögu Jörundar. Sarah hefur m.a. ritað eftirtektarverða bók um Jörund (The English Dane). Fundarstjóri verður Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur, en eftir setningu menntamálaráðherra mun Óli Már Hrólfsson sagnfræði- nemi gera grein fyrir viðhorfum Íslendinga til Jörgensens. Þá flyt- ur Blakewell erindi sitt sem hún nefnir: „We, Jorgen Jorgensen“: the many selves and countries of Iceland’s Dog-Day Revolutionary. Eftir kaffihlé kl. 15.10 heldur Jörn Dyrholm fræðimaður erindi sitt: „The Danish Connection“, en Anna lýkur erindum dagsins með erindi sínu „Jörgen Jörgensen verndari Íslands“. Þá hefjast umræður með eftirtöldum á palli og stýrir Anna umræðum: Fanney Hólmfríður Kristjánsdóttir sagnfræðinemi, Guðbrandur Benediktsson sagn- fræðingur, Gunnar Karlsson próf- essor emeritus og Pétur Gunnars- son rithöfundur leggja þar hönd á plóg. Sem fyrr segir hefst þinghaldið í Odda kl. 13.30 á morgun. - pbb Jörundarmessa JÖRGEN JÖRGENSEN Jörundur hunda- dagakonungur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.