Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% FÖSTUDAGUR 20. nóvember 2009 — 275. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Athafnavika Ný prjóna- mynstur Hannyrðafólk bíður spennt eftir nýju prjónamynstri í dag. ATHAFNAVIKAN 22 SAMUEL KAMRAN GILL Stendur glaður yfir pottunum á Tandoori • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 AUÐUR FYRR OG NÚ er yfirheiti útgáfuteitis sem fram fer í Þjóðminjasafninu klukkan 13 á laug-ardag. Þar verður fagnað útkomu sögulegu skáld-sögunnar Auðar eftir Vilborgu Davíðsdóttir en í bókinni fjallar hún um ævi landnemans Auðar djúpúðgu. Dagskráin er öllum opin. Samuel Kamran Gill hefur mikla ánægju af eldamennsku. Hann fær útrás fyrir henni á hverjum degienda er hann yfi Fæst við framandi keim Samuel Kamran Gill stendur yfir pottunum á nýja indverska veitingastaðnum Tandoori og hefur ánægju af. Hann mun þó taka sér frí frá störfum í dag enda á hann von á sínu fjórða barni. Á Tandoori er bæði hægt að borða á staðnum og taka með sér. Sé borðað á staðnum er hægt að ráða styrkleika matarins og kemur það Samuel á óvart hversu margir velja sterkt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJÚKLINGUR PUNJABI Snitzel samloka Kaffi tería Perlunnar á 4. hæðSnitzel samloka með súrsuðum rauðlauk, fersku káli og piparrótarsósu Villibráðarhlaðb ði Aðeins 790 kr. föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 20. nóvember 2009 HINN DULDI ÞOKKI Sjáumst í Smáralind! INGÓ VEÐURGUÐ Leikur í Rétti 2 Jón Gnarr og Erlingur Gíslason einnig meðal leikara FÓLK 58 Íslenskar múffur á markaðinn Steinar Júlíusson, graf- ískur hönnuður, bakar og selur múffur undir nafninu Meistaramúffur. FÓLK 58 STEINUNN SIGURÐAR Opnar sína fyrstu einkasýningu Segir verulega sprengingu hafa orðið í fatahönnun FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Hvasst á Vestfjörðum Í dag verður allhvöss NA-átt á Vestfjörð- um en annars hægari SV-lægar áttir og hæg breytileg átt norðan til. Víða skúrir eða slydda með köflum en léttir til austan til. VEÐUR 4 1 2 4 5 7 ATVINNUMÁL Framleiðsluverð- mæti íslensks fiskeldis er áætl- að um þrír milljarðar á þessu ári en hefur verið á bilinu 1,7 til 3,3 milljarðar á undanförnum fimm árum. Í nýrri skýrslu Landssam- taka fiskeldisstöðva (LF) um stöðu fiskeldis hér á landi er því spáð að framleiðslan muni tvöfaldast til ársins 2015 og verði þá um tíu þúsund tonn. Framleiðslan hefur dregist saman á síðustu árum og er skýr- ingarinnar að leita í samdrætti laxeldis. Á þessu ári segja áætl- anir að fimm þúsund tonn verði framleidd, en það er sama magn og í fyrra. Bleikjueldið gefur mest af sér, um þrjú þúsund tonn, en í eldi bleikju standa Íslendingar fremstir og ráða heimsmarkaðnum að stórum hluta. Vaxtarspá LF tekur aðeins til- lit til áforma þeirra fyrirtækja sem nú þegar eru í rekstri. Mikil óvissa er því um spána þar sem ákvörðun eins fyrirtækis um að hefja umfangsmikið eldi getur aukið framleiðsluna umtalsvert á þeim tíma sem horft er til. Guðbergur Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri LF, segir að rekstr- arskilyrði fiskeldis hér á landi hafi batnað að undanförnu með fallandi gengi. „Gengið var eld- inu afar óhagstætt árin 2006 og 2007 en því er öfugt farið nú. Gengið gerir það að verkum að rekstrarskilyrðin eru ágæt. Verðið hefur líka haldist gott, til dæmis á bleikjunni.“ Á móti hagstæðu gengi krónunn- ar koma hugmyndir stjórnvalda um orkuskatt. Það snertir strand- eldi sérstaklega þar sem tíu til fimmtán prósent rekstrarkostnað- ar eru orkukaup. Eldismenn hafa lengi reynt að fá orkuverð lækkað, en eins og hjá fleiri greinum hefur það verið án árangurs. Ársverk í fiskeldi á Íslandi eru um 150 og til viðbótar eru afleidd störf hjá þjónustufyrirtækjum og stofnunum. Fjölmörg rannsóknar- og þróunarverkefni hafa verið sett á koppinn, flest fyrir tilstilli AVS rannsóknasjóðs sjávarútvegsráðu- neytisins. Sameiginleg viðfangs- efni fyrir allar eldistegundir, lax, bleikju, þorsk og flatfisktegund- ir, er efling á sjúkdómaeftirliti og bætt aðstaða til sjúkdómarann- sókna. Einnig upplýsingaöflun til markaðsstarfs. Guðbergur telur að fiskeldi á Íslandi eigi framtíð fyrir sér en sníða verði stakk eftir vexti. Hann lítur til Færeyja sem fyrirmyndar þar sem framleiðslan er um fjöru- tíu þúsund tonn á ári. - shá Fiskeldið gefur þrjá milljarða Fiskeldið hefur gefið af sér allt að þrjá milljarða á ári. Áætlanir gera ráð fyrir að fimm þúsund tonn verði framleidd á þessu ári en tíu þúsund tonn árið 2015. Orkuskattar kunna að setja strik í reikninginn. Gengið var eldinu afar óhagstætt árin 2006 og 2007 en því er öfugt farið nú. GUÐBERGUR RÚNARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI LANDSSAMTAKA FISKELDISSTÖÐVA. FÓLK Verkið The End eftir lista- manninn Ragnar Kjartansson hefur verið valið til sýningar á Sundance-kvik- myndahátíðinni í janúar á næsta ári. Verkið er vídeóverk og er hið sama og hefur verið til sýningar á Feneyjatvíær- ingnum undan- farið hálft ár. Börkur Árna- son, eigandi gallerís i8, segir Ragnar hafa vakið gríðarlega athygli með verki sínu á Feneyja- tvíæringnum og nú séu fáir innan listaheimsins sem ekki þekki til hans. Verkið verður sýnt í flokki sem nefnist New Frontier og er Ragnar einn þrettán listamanna sem sýna í þeim flokki. Börkur segir það einkenna verkin í þess- um flokki að þar renni myndlist og kvikmyndaformið saman í eitt. - sm / sjá síðu 50 The End sýnt á Sundance: Verk Ragnars vekur athygli RAGNAR KJARTANSSON LITAKORT Alla bláa liti himinsins mátti sjá yfir höfuðborginni í ljósaskiptunum síðdegis í gær. Hvert sem litið var blöstu við nýir bláir litir. Maðurinn lét fegurðina ekki trufla sig á leiðinni yfir Hringbrautina heldur gekk sinn veg undir bláhimni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skattamálarafélagið Telja menn virkilega að með að- ild að Evrópusambandinu aukist líkur á hungursneyð? spyr Pawel Bartozsek. UMRÆÐAN 26 Sigur í Grindavík Grindvíkingar unnu góðan sigur á Stjörnu- mönnum í gær. ÍÞRÓTTIR 52 FÉLAGSMÁL Stjórn Knattspyrnusam- bands Íslands biður íslensku þjóð- ina, knattspyrnuhreyfinguna og aðildarfélög sín afsökunar á því að fjármálastjóri þess, Pálmi Jónsson, hafi „misstigið sig“ árið 2005. Eins og komið hefur fram voru teknar þrjár milljónir króna út af korti KSÍ á strípistað í Sviss, og kampavínsflöskur voru keyptar fyrir hundruð þúsunda. Pálmi var á staðnum og með kortið. Í ljósi þess að Pálmi hefur endurgreitt féð og þar sem hann hefur verið áminntur ætlar KSÍ ekki að aðhafast meira í málinu. Gott siðferði er mikilvægt vega- nesti í starfi íþróttahreyfingarinnar en ekki er síður mikilvægt að horfa fram á veginn, fyrirgefa og læra af mistökunum, segir í yfirlýsingu KSÍ. Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnar- maður í KSÍ, hafði gagnrýnt KSÍ fyrir málsmeðferðina, en sagðist í gærkvöldi sammála yfirlýsingunni. Femínistafélag Íslands hefur kraf- ist þess að stjórnin segi af sér og að fjármálastjóranum verði vikið úr starfi. - kóþ Kampavíns- og nektarstaðarmál Knattspyrnusambands Íslands: KSÍ biðst afsökunar á málinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.