Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 10
10 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Eftirfarandi skuldabréfaflokkur hefur verið gefinn út: Umsjónaraðili vegna töku bréfanna til viðskipta er MP Banki hf. Reykjavík, 20. nóvember 2009 HS VEITUR HF., KT. 431208-0590, HEFUR BIRT LÝSINGU VEGNA TÖKU SKULDABRÉFA FÉLAGSINS TIL VIÐSKIPTA HJÁ NASDAQ OMX ICELAND HF. Skuldabréfaflokkur að fjárhæð kr. 6.000.000.000 var gefinn út þann 15. desember 2008 og flokkurinn er opinn. Nafnverðseiningar eru kr. 5.000.000. Auðkenni flokksins er HSVE 08 1 og áætlað er að bréf að fjárhæð kr. 6.000.000.000 verði tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. þann 20. nóvember 2009. Skuldabréfin eru 10 ára vaxtagreiðslubréf. Bréfin bera 5,3% árlega vexti af höfustól og reiknast samkvæmt 30/360 daga reglu. Skuldabréfin eru bundin vísitölu neysluverðs, sem er reiknuð og birt af Hagstofu Íslands, skv. lögum nr. 12/1995, til verðtryggingar með grunnviðmiðun 322,3 stig í október 2008. Fyrsti vaxtagjald- dagi er 15. desember 2009. Vextir reiknast frá og með útgáfudegi skuldabréfanna þann 15. desember 2008 og eru greiddir árlega, alls 10 gjalddagar. Skuldabréfin eru án uppgreiðsluheimildar. Gjalddagi höfuðstóls er 15. desember 2018. ISIN númer bréfanna er IS0000018877 Lýsinguna má nálgast á prentuðu formi hjá útgefanda, HS Veitum hf., Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ og á heimasíðu útgefanda www.hsveitur.is í 12 mánuði frá dagsetningu tilkynningar þessarar. Alhliða uppskrift Pulsa (hituð í vatni, EKKI SOÐIN!!!) Pulsu- brauð og bara hvað sem þig langar að hafa með. (Nema grænar baunir. Grænar baunir í pulsu- brauði geta valdið öndunarerfiðleikum.) H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA www.lapulsa.is EFNAHAGSMÁL Hótel- og veitinga- menn mótmæla harðlega mis- rétti sem þeir segja felast í til- lögu ríkisstjórnarinnar um tvöfalt kerfi virðisaukaskatts á matar- sölu. Ályktun þessa efnis var sam- þykkt á árlegum haustfundi þeirra á Hótel Loftleiðum í gær. Í ályktun samtakanna er sér- staklega bent á sölu á tilbúnum mat sem ekki er neytt á staðnum og hefur því enga þjónustu í för með sér. „Tvöfalt kerfi virðisauka- skatts leiðir til þess að það fer eftir starfsleyfi söluaðilans hversu háan virðisaukaskatt viðskiptavinurinn greiðir fyrir nákvæmlega sama mat. Ef veitingaleyfi er á staðn- um greiðir viðskiptavinurinn 14 prósenta virðisaukaskatt en ef sami tilbúni maturinn er keyptur í verslun eða sjoppu þá er greiddur sjö prósenta virðisaukaskattur.“ Þá skora Samtök ferðaþjónust- unnar á stjórnvöld að draga til- löguna til baka enda leiði „flók- ið og óskiljanlegt“ skattkerfi til aukinnar svartrar atvinnustarf- semi. Samtökin segjast munu leita til samkeppnisyfirvalda vegna málsins. Þá kemur fram í tilkynningu sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér að ferðaþjónustu- fyrirtæki hafi fyrir löngu samið um verð vegna næsta árs og því sé ótækt að hækka skatta á þau fyrirvaralaust. Samtökin benda sömuleiðis á að kolefnisskattar og hækkun bensín- og olíugjalds muni leiða til þriggja til fjögurra prósenta hækkunar á eldsneytisverði sem hafi áhrif á flugrekstur, rekstur hópbif- reiða, flestar tegundir afþrey- ingar og bílaleigur. „Gera má ráð fyrir að þetta þýði um það bil 300 milljónir í aukaálögur á íslensku flugfélögin.“ Í áliti sem Viðskiptaráð Íslands sendi frá sér í gær segir hins vegar að í kynningu stjórnvalda á aðgerðum skattamálum felist jákvæð tíðindi í þeirri staðreynd að heildaraukning skattheimtu sé minni en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. „Samanlagðar tekjur af almennum tekjuskatti einstaklinga og fjármagnstekj- ur eru þannig áætlaðar 117 millj- arðar króna í stað upphaflegrar áætlunar um 143 milljarða króna skattheimtu,“ segir þar og um leið er bent á að áætlanir um auð- linda- og orkuskatt hafi líka verið endurskoðaðar til lækkunar. „Þrátt fyrir þetta er fyrirliggj- andi endurskoðun skattkerfis- ins til mikils vansa og ljóst er að verulega mun draga úr samkeppn- ishæfni þess og skilvirkni,“ segir þó einnig í álitinu. „Í kjölfar efna- hagsþrenginga líkt og nú standa yfir er veruleg hætta á varanleg- um fólks- og fjármagnsflótta og breytingar af þessu tagi eru til þess fallnar að ýta frekar undir slíka þróun.“ olikr@frettabladid.is Breytingum á skattkerfi víða mótmælt Tillögum um tvöfalt virðisaukaskattkerfi verður vísað til samkeppnisyfirvalda. Viðskiptaráð fagnar því að skattahækkanir séu minni en upphaflega var ráðgert. Í KRINGLUNNI Forvígismenn ýmissa samtaka verslunar og viðskipta sendu frá sér yfirlýs- ingar í gær þar sem skattaáætlunum stjórnvalda er mótmælt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PÍLAGRÍMAR Í MEKKA Pílagrímarnir eru byrjaðir að streyma til hinnar helgu borgar Mekka í Sádi-Arabíu. Hápunkti ná pílagrímaferðir ársins í næstu viku. NORDICPHOTOS/AFP UTANRÍKISMÁL Jón Bjarnason, sjávar útvegs- og landbúnaðarráð- herra, mun á næstu dögum sitja 36. aðalfund Matvæla- og land- búnaðarstofnunnar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm og flytja ávarp fyrir hönd Íslands. Fund- urinn fylgir í kjölfar ráðherra- fundar FAO um fæðuöryggi sem utanríkisráðherra, Össur Skarp- héðinsson, sótti fyrir Íslands hönd. Í tengslum við fundina í Róm hélt Norræna ráðherranefnd- in kynningu á samvinnu Norð- urlandanna um varðveislu erfðaauðlinda og hélt Jón Bjarna- son opnunarávarp fyrir hönd nefndarinnar. - shá Fæðuöryggi rætt í Róm: Jón mætir fyrir Íslands hönd HÆLISLEITENDUR Útlendingastofnun fékk hælisleitendurna Paul og Ros- emary Ramses í skýrslutöku í síð- ustu viku, vegna umsóknar þeirra um hæli hér á landi. Skýrslutakan tók rúmar fjór- ar klukkustundir og var rætt við hjónin hvort í sínu lagi. Þetta er í þriðja sinn sem Paul þarf að gefa skýrslu vegna umsóknar sinnar um hæli á Íslandi. Katrín Theodórsdóttir, lögmað- ur Ramses-fjölskyldunnar, segir að skýrslutakan hafi gengið vel. „Þau eru alltaf sjálfum sér sam- kvæm og afskaplega trúverðug,“ segir hún. Að skýrslutöku lokinni hafi verið gefin fyrirheit af hálfu stofn- unarinnar um að umsóknarferlið yrði klárað á allra næstu vikum. Aðspurð segir hún ekki óalgengt að hælisleitendur sitji fyrir svörum í svo langan tíma í senn. Fram hefur komið í blaðinu að Paul og Rosemary bíða enn eftir svari frá Útlendingastofnun um hvort þau fá að setjast hér að eður ei. Paul sótti fyrst um hæli í febrúar 2008. Syni þeirra, Fídel Smára, hefur verið meinuð vist á leikskól- um Reykjavíkurborgar, þar sem foreldrarnir eru ekki skráðir í íslenska kerfið. Nú síðast var Ros- emary bannað að þreyta ökupróf, af sömu ástæðu. Þau eru bæði í vinnu og greiða skatta. - kóþ Ramses-hjónin spurð spjörunum úr hjá Útlendingastofnun, hvort í sínu lagi: Gáfu skýrslu í rúma fjóra tíma RAMSES-FJÖLSKYLDAN Þau búast við að fá svör frá Útlendingastofnun á allra næstu vikum um hvort þau fá hæli hér á landi eður ei. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.