Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 2
2 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Snorri, ertu foxillur yfir þessu? „Ég er urrandi reiður.“ Snorri Jóhannesson, formaður Félags refa- og minkaveiðimanna, óttast að refaveiðar leggist af á Íslandi úr því að afnema á niðurgreiðslur frá ríkinu. Það segir hann að hefði vond áhrif á lífríkið. FÉLAGSMÁL Fólk frá Umboðsmanni barna og Unicef hefur heimsótt frístundaheimilin í Reykjavík og frætt börnin um Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og um almenn réttindi barna. Heimsóknirnar eru í tilefni af tuttugu ára afmæli sáttmálans, sem er í dag, 20. nóvember. Frístundaheimili Íþrótta og tómstundasviðs Reykjavíkur (ÍTR), Umboðsmaður barna og Unicef tóku höndum saman um að minnast tímamótanna. Þannig hafa börn á frístundaheimilum ÍTR unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við afmæl- ið síðustu tvær vikur. - óká Afmæli Barnasáttmála SÞ: Börn frædd um réttindi sín STJÓRNMÁL „Við munum fram- lengja heimild til útgreiðslu sér- eignarsparnaðar og hækka fjár- hæðina sem menn geta tekið á næsta ári í eina og hálfa milljón,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra á blaðamanna- fundi í mið- vikudag. „Þessi aðgerð hefur geng- ið mjög vel og við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvort þetta haldi ekki áfram. Þannig að þær útgreiðslur verða opnar áfram á næsta ári og menn geta tekið allt að einni og hálfri milljón úr sem mun þýða að ríki og sveitarfélög fá tekjuskatt og úrsvar af þeirri úttekt,“ bætti fjármálaráðherra við. - gar Útgreiðsla séreignarsparnaðar: Má taka út eina og hálfa milljón STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ALÞINGI Önnur umræða um Icesave-málið hófst á hádegi í gær. Stóð hún enn þegar Frétta- blaðið fór í prentun og voru þá fjölmargir enn á mælendaskrá. Ræður gærdagsins voru almennt langar og drjúgur tími fór í andsvör. Línur eru þær sömu og áður; gjörvöll stjórnarandstaðan er andvíg málinu en Samfylkingin og bróðurpartur VG með. Í dag og á mánudag eru svokall- aðir kjördæmadagar í þinginu en næsti þingfundur verður á þriðju- dag. Verður þá umræðunum framhaldið. - bþs Ríkisábyrgðarfrumvarpið: Icesave rætt fram á kvöld VIÐSKIPTI Að beiðni skilanefndar Kaupþings hefur Héraðsdómur Reykjavíkur framlengt greiðslu- stöðvun bankans til 13. ágúst á næsta ári. Kröfuhafar bankans fengu síðast yfirlit um framgang mála á fundi 20. október síð- astliðinn. „Ólafur Garðarsson, aðstoðarmaður í greiðslustöðv- un og stjórnarmaður í slitastjórn Kaupþings, kynnti áform um að óskað yrði eftir framlengingu á greiðslustöðvuninni um níu mán- uði,“ segir í tilkynningu. Bankanum var upphaflega veitt heimild til greiðslustöðv- unar 24. nóvember 2008 til 13. febrúar 2009, en hún hefur nú verið framlengd í tvígang. - óká Gamli Kaupþing banki: Greiðslustöðv- un framlengd SKATTAR ASÍ lýsir áhyggjum af umfangi skattahækkana á næsta ári og líklegum áhrifum þess á eft- irspurn og atvinnustig í landinu. Sambandið fagnar því að dregið sé úr áformuðum skattahækkunum í fjárlögum um þriðjung, eða 23 til 24 milljarða króna. ASÍ fagnar því að áform um skerðingar á barnabótum og vaxta- bótum séu dregin til baka. Einnig að tekið sé á stöðu stóreignafólks með sérstökum auðlegðarskatti. Samtökin telja hins vegar að lægri eignamörk og hærra skatthlutfall hefði verið æskilegt. - shá ASÍ ályktar um skattahækkun: Umfang skatta er áhyggjuefni Málþing um náttúruvernd Umhverfisstofnun heldur málþing um jarðfræðilega fjölbreytni og landslag í dag. Málþingið verður haldið í Sólar- sal Rúgbrauðsgerðarinnar og stendur frá 13-16.30. Markmið málþingsins er að vekja athygli á jarðfræðilegri fjöl- breytni og landslagi á Íslandi og meta verndargildi þess. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. UMHVERFISMÁL FANGELSISMÁL Fangar á Litla- Hrauni sem ekki mega vera net- tengdir í klefum sínum hafa sumir hverjir stundað netviðskipti eftir að hafa látið smygla inn til sín svokölluðum netpungum. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að fólki utan múra hafi brugð- ið við að sjá fanga með þunga dóma, til að mynda fyrir mann- dráp, nauðganir, kynferðisbrot og ofbeldisbrot, komna inn á fés- bók eða aðrar vefsíður. Nú síðast var fangi, sem afplánar langan dóm fyrir manndráp og nauðgun, gripinn á netinu. Páll E. Winkel, forstjóri Fang- elsismálastofnunar ríkisins, stað- festir að þetta sé rétt og fangels- isyfirvöldum sé vandi á höndum. Hann setti í gær reglur um að undantekningalaust skuli taka tölvur tímabundið af föngum sem teknir eru með netpunga eða hafa misnotað reglur um aðgengi að interneti. „Þriðjungur fanganna á Litla- Hrauni er í námi,“ útskýrir Páll. „Í dag er ekki hægt að fá tölvur nema með þessum tengibúnaði. Ef við tækjum allar tölvur af föng- um, sem vissulega hefur verið rætt, kæmi það fyrst og fremst niður á þeim föngum sem vilja bæta sig og eru sannarlega að vinna í því.“ Fangelsismálayfirvöld hafa skoðað tæknilegar útfærslur á skermun Litla-Hrauns. Þau hafa verið í sambandi við fyrir- tæki sem tekið hefur að sér slík mál víða erlendis, til að mynda í Hollandi. „En kostnaður við uppsetningu hleypur á tugum milljóna, auk þess sem ekki er víst að það virki eins og því er ætlað að gera,“ segir Páll. „Meðan fjármunir eru af eins skornum skammti hjá ríkisfyrirtækjum og raun ber vitni er þetta ekki forgangsverkefni hjá okkur.“ Páll segir fleiri þætti í þessu samhengi sem huga þurfi vand- lega að í fangelsum. „Þetta má til dæmis ekki bjaga fjarskiptabúnað sem fangaverðir nota sín á milli, hvað þá heldur símkerfið. En það er leitað dag- lega í fangelsinu og við förum eftir ábendingum sem kunna að berast utan frá.“ Páll segir erfitt að koma í veg fyrir að netpungum sé smyglað inn í fangelsið. Menn eigi að meginreglu til rétt á því að heim- sókn til þeirra sé án eftirlits. Verulega væri hægt að bæta úr þessu í nýju, sérhönnuðu öryggis- fangelsi. jss@frettabladid.is Kynferðisbrotafangar stelast ítrekað á netið Fangar á Litla-Hrauni hafa ítrekað orðið uppvísir að því að stelast á netið á svo- kölluðum netpungum sem er smyglað til þeirra á heimsóknartímum. Nú síðast var fangi, dæmdur fyrir manndráp og nauðgun, gripinn á Netinu. LITLA-HRAUN Vel er fylgst með því sem gerist á Litla-Hrauni. Forstjóri Fangelsismála- stofnunar setti í gær reglur um misnotkun á aðgengi að interneti. JAFNRÉTTI Það hefur gefið góða raun að hvetja fólk til að kjósa konur í persónukosningum í Finn- landi. Segja má að á þjóðþingi þar hafi kynjajafnvægi verið náð, eins og á Íslandi og í Svíþjóð. Svo segir Norræna kvenna- og kynjarannsóknastofnunin, sem nýverið kannaði „kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi“, að beiðni Norrænu ráðherranefnd- arinnar. Stofnunin kveður atvinnulíf Norðurlandanna vera eftirbát stjórnmálalífsins að þessu leyti. Það sé enn sem fyrr vígi karla, með örfáum undantekningum. Hlutur kvenna í stjórnum einka- fyrirtækja er á bilinu sjö til 36 prósent, en þyrfti að vera yfir fjörutíu prósent til að viðunandi væri. Noregur sker sig úr því þar hafa verið settir kynjakvótar fyrir stjórnir fyrirtækja í kaup- höllinni í Ósló. Þar hefur fjöldi kvenna í stjórnum aukist úr níu prósentum árið 2004 í 26 prósent 2009. Í Svíþjóð hefur hlutur kvenna í einkafyrirtækjum einnig aukist, eftir að kauphöllin þar setti regl- ur um jöfn hlutföll kynja. Hlutur kvenna á þingi hefur aukist í öllum löndunum síðan á miðjum 10. áratugnum, nema í Noregi. Á þessum tíma jókst hann skarpast á Íslandi, úr 25 prósentum í 43. Kynjarannsókna- stofnunin segir að kynjakvótar á framboðslista í Noregi og Sví- þjóð hafi aukið þátttöku kvenna í stjórnmálum. - kóþ Jafnrétti kynja minna í atvinnulífinu en í stjórnmálum á Norðurlöndum: Hvatning til að kjósa konur virkar vel í finnskum persónukosningum 1. MAÍ 1973 Kröfuganga á baráttudegi verkalýðsins fer um Rauðarárstíginn. Nokkur árangur hefur náðst í jafnréttis- baráttu í skandinavískum stjórnmálum, en minni í atvinnulífinu. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR EFNAHAGSMÁL Þær gífurlegu byrð- ar sem verið er að leggja á örsmá- an hóp vinnandi fólki mun leiða til flutninga af landi brott. Um leið og erlendar skuldbindingar Íslands falla með sívaxandi þunga á aðra landsmenn verður erfiðara fyrir þá sem eftir eru og vilja búa áfram á Íslandi að gera það. Þetta kemur fram fram í bréfi frá þeim James K. Galbraith, prófessor í stjórnmálafræð- um við Texas-háskóla í Banda- ríkjunum, og William K. Black, lektor í hagfræði við Missouri/ Kansas-háskóla í Bandaríkj- unum, til Gunnars Tómasson- ar, hagfræðings. James er einn af þremur sonum breska hag- fræðingsins Johns Kenneths Galbraith. Bréfið sendi Gunnar á mánu- dag og barst honum svarið tveimur dögum síðar. Í bréfinu spurðist Gunnar fyrir um álit þeirra á áhrifum ríkisábyrgðar vegna Icesave-innlánsreikning- anna sem liggja fyrir Alþingi, aðildarumsóknar landsins að Evr- ópusambandinu og skýrslu AGS um íslensk efnahagsmál eftir fyrstu endurskoðun efnahags- áætlunarinnar í síðasta mánuði. Þeir Galbraith og Black segja engar forsendur fyrir spá AGS um kröftugan bata og setja spurn- ingamerki við hvort íslenska þjóðin sætti sig við þær byrðar sem lagðar eru á herðar hennar. - jab Erlendir hagfræðingar spá landflótta vegna gríðarlegrar skuldabyrði í framtíðinni: Draga forsendur AGS í efa GUNNAR TÓMASSON Hagfræð- ingurinn leitaði svara hjá syni eins þekktasta hagfræðings heims. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.