Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 34
2 föstudagur 20. nóvember núna ✽ fylgist vel með augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Mary Ellen Mark Hönnun Steinunn Sigurðar Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Ritstjórn Anna M. Björnsson Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 R okkabillíaðdáendur ættu að hafa heyrt bassaleikarans Smutty Smiff getið. Hann hefur getið sér góðan orðstír á rokksenunni í London en hann spilaði meðal annars með hinum goð- sagnakenndu hljómsveitum The Clash og The Stray Cats. Hann er í dag meðlimur hljóm- sveitarinnar The Dark Angels sem nýtur mik- illa vinsælda í Bretlandi og víðar. Smiff, sem heitir Stephen Smith í raun og veru, er þó fluttur búferlum til Íslands en hann kynntist núverandi eiginkonu sinni, Katrínu Rósu Stef- ánsdóttur, í London og eiga þau lítinn son. „Það var annaðhvort að duga eða drepast. Ég hugsaði með mér að ég hefði aldrei áður komið til Íslands og því væri kjörið að gefa þessu séns og búa hér í nokkur ár,“ útskýrir Smiff. „Mér líkar stórvel á landinu og hef verið að spila með strákunum Krumma og Daníel Ágústi í Esju.“ En Smiff fannst al- deilis kominn tími til að kynna rokkabillí-sen- una almennilega fyrir Íslendingum. „Það er frábært úrval af tísku í Reykjavík en okkur fannst vöntun á sérverslunum og nýjum og skemmtilegum krókum og kimum. Ég hef verið partur af rokkabillí-senunni í London til fjölda ára og held að hún eigi vel heima hér í Reykjavík. Hér er heilmikið af skemmtilegum hlutum að gerast í tísku og tónlist.“ Úr þessu varð verslunin Wildcat sem verður opnuð í dag á Hverfisgötunni en þar hyggjast Smiff og Katrín Rós bjóða upp á úrval af „vintage“ rokkabillí-fötum, vínyl-plötum og geisladisk- um, gömlum plakötum og alls kyns fleiri skemmtilegum hlutum sem tengjast fimmta og sjötta áratugnum. Þar að auki hyggjast þau bjóða upp á rokkabillí-klippingar og hár- greiðslur á næstunni þar sem Smiff er mennt- aður hárskeri. „Stelpur munu geta fengið hár- greiðslur í anda Ditu Von Teese hjá okkur og fengið glamúrskot frá fimmta áratugnum.“ - amb Wildcat er á Hverfisgötu 39, 101 Reykjavík. VERSLUNIN WILDCAT OPNUÐ Á HVERFISGÖTU KEMUR MEÐ ROKKA- BILLÍ TIL ÍSLANDS Spilar með Krumma og Daníel Ágústi Smutty Smiff hefur spilað með hljómsveitunum Stray Cats og The Clash og er nú í bresku sveitinni The Dark Angels. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKEMMTILEGT Nýjasta lína ítalska tískuhússins MiuMiu vakti verðskuld- aða athygli á dögunum en þar gaf að líta perluskreytt siffon með kúreka- áhrifum. É g held að það verði ótrúlega notaleg stemning. Tónleikarnir verða í bóka- salnum í Þjóðmenningarhúsinu. Hann er svo ótrúlega fallegur, þar er gaman að setjast niður og láta sig dreyma,“ segir Kristín Bergs- dóttir um útgáfutónleika sína á sunnudaginn kemur. Með tónleikunum fagnar Kristín sinni fyrstu plötu, sem heitir Mubla. Aðdáendur orðaleikja sjá samstundis að það er Album stafað aftur á bak. Það er engin tilviljun, því Kristín dáir leiki að orðum. Henni þykir líka vænt um orð, segir hún, og því ekki að undra að hún semur ekki aðeins lögin á plötunni heldur textana líka. „Í þessari plötu sameinast allt sem ég hef verið að vinna í á árunum 2002 þangað til í dag,“ segir Kristín, sem var ekki nema átján ára þegar hún samdi sum lögin á plötunni. Flest lögin eru í rólegri kantinum en áhrifa gætir einnig úr hip hop og r&b. Tónleikarnir hefjast á sunnudagskvöldið klukkan átta. - hhs Söngkonan Kristín Bergsdóttir fagnar sinni fyrstu plötu með útgáfutónleikum: Lofar notalegri stemningu Orðelskandi Kristín Bergsdóttir leggur mikið upp úr textagerð og semur sjálf alla textana á sinni fyrstu plötu, Mublu. LINDA LOESKOW HÖNNUÐUR „Á föstudaginn fer ég í bústað fyrir norðan með góðum vinum. Á laugardagskvöldið er Gus Gus svo að spila í Sjallanum og ég ætla að vera þar að selja ýmislegt sem ég hannaði fyrir hljómsveitina. Svo býst ég við að við verðum á heilsulindinni Abaco að tjilla á sunnudaginn.“ helgin MÍN Baby kemur aftur út Nýbakaðar mæður landsins geta tekið gleði sína við að heyra að hin vinsæla plata Ragnhildar Gísla- dóttur, Baby, kemur út á ný eftir nokkurra ára bið. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Baby samin með ný- fædd börn í huga og er sungin á óskiljanlegu en afar krúttlegu ung- barnamáli sem minnir helst á jap- önsku. Platan er mjög róandi fyrir litlu krílin og er einnig góð til að svæfa þreyttar mæður. Hugleikur fellur í kramið hjá Dönum Konungur hæðninnar, Hugleikur Dagsson, fékk afbragðs góða dóma í dagblaðinu Politiken en bók hans „Skulle det være sjovt?“ kom út í Danmörku á dögun- um. Gagnrýn- andi lofar Hugleik í hástert og kallar hann eina skær- ustu stjörnu Íslendinga um þess- ar mundir. Bókina segir hann bráð- fyndna og fulla af greindri samfé- lagsádeilu auk þess sem danska þýðingin á að hafa heppnast einkar vel. Jólagjöfin í ár? Hárgel og greið- ur merktar Gus Gus eru meðal þeirra munaðar- vara sem brjál- aðir aðdáend- ur partísveitar- innar Gus Gus geta nú eignast. Hárvörurnar eru vísun í þá staðreynd að hljómsveit- in hefur fengið „make-over“. Með- limir hennar eru nú iðulega vatns- greiddir og vel til fara og gefst nú áheyrendum kostur á að feta í fót- spor þeirra í snyrtimennskunni. Innan skamms verður svo hægt að kaupa hárdótið og fleiri vörur, eins og á vefsíðunni www.gusgus.com. þetta HELST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.