Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 24
24 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er tvítugur í dag. Bandaríkin og Sómalía eru einu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem ekki hafa fullgilt hann. Barnasáttmálinn, eins og samn- ingur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins er nefndur í dag- legu tali, var samþykktur á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989. Fyrir Íslands hönd var hann undir ritaður árið 1990 og síðan fullgiltur í nóvember 1992. Nú hefur verið ákveðið að lögfesta sáttmálann á Íslandi. Barnasáttmálinn er eini alþjóð- legi samningurinn sem á sérstak- lega við um börn. Hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu hópur sem hafi sjálf- stæð réttindi, óháð foreldrum eða forsjáraðilum. Í samningnum er að finna lista yfir almenn réttindi barna, svo sem réttinn til menntunar, heilsu- gæslu og vernd fyrir misnotkun og vanrækslu. Þau ríki sem hafa fullgilt samn- inginn hafa jafnframt skuldbundið sig til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja börnum þessi réttindi. Í nýrri ársskýrslu Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kemur fram að margt hefur áunn- ist á þessum tuttugu árum sem liðin eru síðan samningurinn tók gildi. Jafnt og þétt hefur til dæmis dregið úr tíðni barnadauða. Þannig létust árið 1990 12,5 milljónir barna áður en þau náðu fimm ára aldri, en árið 2008 var fjöldi þeirra sem létust yngri en fimm ára kom- inn niður í 8,8 milljónir, þrátt fyrir töluverða fjölgun mannkyns. Um 84 prósent barna á grunn- skólaaldri í heiminum stunda nám og bilið milli kynjanna í grunn- skólaástundun minnkar stöðugt. Giftingaraldur barna hækk- ar í sumum löndum og færri stúlkur þurfa að þola afskurð á kynfærum. Réttindi barna í hávegum höfð N O R D IC PH O TO S/ A FP HEYRIR EINHVER? Í sumar efndi Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna til leiðtogafundar ungmenna meðan G8-fundur stóð yfir í Róm. SKÓLASTUND Í PAKISTAN Í flóttamannabúðum í Pakistan settust börnin saman í hóp til að hlýða á kennarann. SKÓLABÖRN Í BANGLADESS Aðstaðan sem þessir krakkar hafa til að vinna heimavinnuna sína er ekki beysin. BÓLUSETNING Í AFGANISTAN Nú í vikunni stóð yfir átak í Afganistan til að bólusetja börn gegn mænusótt. Þessi drengur í höfuðborginni Kabúl tók auðmjúkur á móti dropa frá heilbrigðisstarfsmanni. NEYÐARKALL Í PARÍS Tvö hundruð skóla- börn í París stilltu sér í gær upp til að mynda neyðarmerk- ið SOS skammt frá Eiffelturninum til að minna á Barnasátt- málann, sem tók gildi fyrir tuttugu árum. Vínráðgjöf verður í dag frá 14-18 AFMÆLISVEISLA Í DAG! FRÍR HUMAR* *1KG súpuhumar fylgir með ef keypt er stór askja af XL humri TILBOÐIÐ GILDIR Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.