Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 41
20. nóvember föstudagur 9 hlutunum þá fór þetta alltsaman fyrst að rúlla.“ Gínurnar sem bera fötin á sýningunni eru frá fræg- asta gínufyrirtæki heims, Root- stein. „Það byggir gínur sínar á þekktum fyrirsætum og þetta eru ekki venjulegar gínur heldur hafa þær öðruvísi yfirbragð og fágun en venjulegar gínur. Við fengum þær lánaðar til landsins því það er ekki alveg sama hvernig föt eru kynnt á svona sýningu. Þær hafa ólíka andlitsdrætti og eru í mismunandi stellingum og eru í raun grunnur- inn að sýningunni. SAMVINNAN VIÐ MARY ELLEN MARK Það sem einnig er útgangspunkt- ur sýningarinnar eru einstakar og fágætar ljósmyndir bandaríska ljósmyndarans Mary Ellen Mark. Steinunn kynntist henni fyrst árið 2005 þegar sú fyrrnefnda var að mynda andlega og líkamlega fötl- uð börn í Öskjuhlíðarskóla. Sonur Steinunnar, Alexander, sem nú er orðinn fjórtán ára, er fjölfatlaður og tókst mikil vinátta milli hans og Mary-Ellen. „Ljósmyndirnar eru teknar á fyrstu Polaroid-vélina sem var framleidd. Hún er mjög stór og það þarf þrjá til að halda á henni. Myndirnar koma svona beint úr vélinni. Allar myndirnar hér á veggjunum eru frumrit á polaroid- pappír og það er ekki unnt að eftirvinna þær á neinn hátt. Vinna Mary Ellen Mark er eins fagmann- leg og maður getur hugsað sér og það er hreint ótrúlegt hversu full- komnar myndirnar eru. Hún hefur einstakan skilning á viðfangsefni sínu og þar sem hún er ekki tísku- ljósmyndari fá þær annan blæ en maður venjulega sér.“ Mary Ellen Mark hefur myndað fatalínur Steinunnar allt frá árinu 2006 og fanga þær allar ákveðinn gamal- dags anda sem einnig hvílir yfir fötum Steinunnar á vissan hátt. „Þessar ljósmyndir eru mikil og alveg einstök listaverk. Það hefur verið mikil gæfa að kynnast Mary Ellen.“ Steinunn þagnar og brosir. „Sonur minn hefur gert meira fallegt fyrir mig í lífinu heldur en nokkur getur gert sér grein fyrir. Ég á honum svo margt að þakka.“ Sýningin opnar á Kjarvalsstöð- um á morgun, laugardag og stend- ur yfir til 31 janúar. Mary Ellen Mark fæddist i Fíladelfíu árið 1940 og byrjaði að mynda þegar hún var aðeins níu ára gömul. Hún út- skrifaðist með BA-gráðu í listfræði og myndlist árið 1962 og síðar með mastersgráðu í ljósmyndun. Á sjöunda áratugnum flutti hún til New York-borgar þar sem hún hófst handa við að mynda allt frá mótmælum gegn Víet- nam-stríðinu og jafnréttisbaráttu kvenna til minnihluta- hópa eins og klæðskiptinga og hjólhýsafólks. Hún hefur gefið út margar merkar ljósmyndabækur eins og Expos- ure, American Odyssey og Twins og hefur einnig mynd- að fyrir tímarit eins og Vanity Fair og Rolling Stone. Mary Ellen Mark myndaði börn í Öskjuhlíðarskóla árið 2006 og þær myndir birtust í bók og samnefndri sýningu sem nefnist Extraordinary Child. Einn merkasti ljós- myndari samtímans Prjónað - í dagsins önn Prjónað á börn Skráðu þig í Hugmyndabanka heimilanna og fáðu þessar frábæru bækur saman á aðeins 2.880 krónur. Skráðu þig núna á www.edda.is Fullt verð 3.990 kr. Fullt verð 3.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.