Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 18
18 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Byggðamál FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Frá því hefur verið greint að í ár hafi 50 prósentum fleiri sótt námskeið Umhverfisstofnunar vegna veiðikorta og í meðferð skotvopna. Nokkuð hefur fjölgað í hópi veiðimanna og merki um að fleiri geri sér far um að afla tilskilinna leyfa. Tilfellið er nefnilega að ekki nægir að axla hólkinn og halda af stað. Í reglugerð um veiðikort og hæfnispróf veiðimanna kemur fram að allir sem stunda veiðar á villtum dýrum, öðrum en rottum og músum eigi að afla sér veiðikorts. Þó er tekið fram að slík kort þurfi ekki til eggjatöku. Embætti veiðistjóra annast útgáfu veiðikorta. ■ Hvað þarf að gera til að fá veiðikort? Embætti veiðistjóra annast útgáfu veiðikorta og heldur utan um gögn tengd veiðum, svo sem veiðiskýrslur þær sem veiðimenn skila inn. Til þess að fá veiðikort þurfa veiðimenn hins vegar að uppfylla ákveðin skilyrði. Í fyrsta lagi þurfa þeir að hafa aldur til að meðhöndla skotvopn, en vopnaleyfi fá ekki aðrir en þeir sem náð hafa tvítugu. Síðan þurfa þeir að sækja námskeið hjá Umhverfisstofnun og standast próf að þeim loknum. Svara þarf 75 prósentum spurninga rétt á próf- inu. Eitthvað er um fall í fyrstu atrennu, en flestir komast í gegn í endurtekning- arprófi. ■ Hvað þurfa veiði- menn að vita? Í veiðikortareglugerðinni kemur fram að í hæfnis- prófinu skuli meðal annars könnuð þekking manna á undirstöðuatriðum í stofnvistfræði, náttúruvernd, dýravernd, greiningu fugla og spendýra, hlunnindanýtingu, veiðisið- fræði, þekkingu manna á meðferð veiðitækja, sem og í lögum og reglum um ofangreind atriði. „Umhverfisráðuneytið lætur útbúa námsefni fyrir hæfnispróf í samvinnu við veiðistjóra. Umhverfis- ráðuneytið gengst fyrir námskeiðum eða felur öðrum framkvæmd og umsjón hæfnisprófa og námskeiða. Heimilt er að fella þessa fræðslu inn í námskeið fyrir umsækjendur um byssuleyfi með samvinnu við lögregluyfirvöld,“ segir þar jafnframt. Upplýsingar um námskeiðin er að finna á vefslóðinni veidikort.is. FBL-GREINING: ÁHUGI Á SKOTVEIÐI HEFUR STÓRAUKIST Í skotveiði þarf bæði byssuleyfi og veiðikort Því fer fjarri að byggða- röskun síðustu áratuga sé séríslenskt fyrirbæri. Þegar litið er til annarra jaðarsvæða við Norður- Atlantshaf má finna sambærilega þróun þó að viðfangsefnin séu ekki öll þau sömu. Næstu áratugir verða einnig tími breytinga. Spurt er hvernig megi spyrna við fótum eða hvort það er yfirhöfuð gerlegt. Norræna Atlantsnefndin (NORA) gekkst nýlega fyrir ráðstefnu um íbúaþróun þeirra svæða sem heyra undir ráðið, en starfs- svæði ráðsins er Ísland, Fær- eyjar, Grænland og strandhéruð Noregs. Þar var leitast við að skil- greina aðsteðjandi vanda og unnið að sameiginlegri stefnumörk- un um hvernig best verði tekið á lýðfræðilegum áskorunum. Vandamálið reifað Segja má að Norðurlöndin öll horfi fram á vandamál tengd þróun byggðar. Á fjölmennustu svæð- unum hefur íbúasamsetningin breyst og meðalaldurinn hækkar jafnt og þétt. Hópurinn sem er virkur á vinnumarkaði dregst saman og barnafólk heldur varla í horfinu við endurnýj- un samfélaganna. Þessu er svo öfugt farið annars staðar, til dæmis á jaðarsvæðum, þar sem samfélögin samanstanda af yngra fólki. Þar eru áskoranirn- ar allt aðrar. Frá jaðarsvæðum flyst fólk í stórum stíl og þá ekki síst konur, en svæðin halda síður fólki vegna skorts á tækifærum til menntunar og atvinnuframboðið er einhæfara. Rasmus Ole Rasmussen, frá Nordregio, stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar um land- nýtingu, og sérfræðingur í byggðaþróun á heimskauts- og Norður-Atlantshafssvæðinu, var einn af frummælendum ráðstefn- unnar. Hann reifaði fyrir ráð- stefnugesti þau álitaefni sem hér voru nefnd. Hann hélt á lofti nauð- syn þess að endurskoða gildandi áherslur í byggðaþróun til þess að stuðla að fjölbreyttu mannlífi á landsbyggðinni. Rasmus snerti á því hversu ólík viðbrögð kynj- anna væru við breytingum og hvaða landfræðilegu, hagrænu og samfélagslegu áhrif þessi ólíku viðbrögð hefðu á uppbyggingu samfélaga. Rasmus sagði að áður fyrr hafi ákvörðun um búsetustað yfirleitt falið í sér ákvörðun fyrir lífstíð. Líf fólks hefi orðið flókn- ara með tímanum og afleiðingu þessa mætti sjá í þróun svæða með mismunandi einkenni. Atvinnumálin Lausnir í atvinnumálum eru allt- af í forgrunni þegar talað er um byggðamál. Á ráðstefnunni hélt Magni Laksáfoss, fyrrverandi fjármálaráðherra Færeyja, bráðs- kemmtilega tölu þar sem hann hélt því fram að lýðfræðileg samsetn- ing og þróun samfélaga réðist nær alfarið af efnahagslegum þáttum. Það ætti við nú sem ætíð fyrr. Lífvænleg samfélög á norðurslóðum byggðu á útflutn- ingsatvinnuvegunum sem væru kjölfestan; eitthvað þyrfti að vera á hverjum stað til að standa á. Allt annað kæmi á eftir. Hann fullyrti að upphafinu að öllum vaxtaskeið- um mætti finna stað í tilteknum atburði og oftar en ekki reyndist það vera tæknibylting og frekari tækifæri til að nýta þær auðlind- ir sem fyrir væru á hverjum stað. Hann gekk líka svo langt að segja að ekkert hefði breyst og dró hann saman pælinguna með því að segja: „Þetta kemur ekki kvik- mynda- eða kaffihúsum neitt við. Ekki betri heilsugæslu eða meiri tíma til að hlúa að fjölskyldunni.“ Þetta snýst sem sagt um vinnu. Þetta snýst um peninga. Fleiri karlar Óneitanlega hlustuðu ráðstefnu- gestir á framlag Hjalta Jóhannes- sonar, sérfræðings við Háskólann á Akureyri, með boðskap Magna í huga. Hjalti sagði frá rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Aust- urlandi sem staðið hefur yfir frá því 2004 og er að ljúka um þess- ar mundir. Rannsóknin er gríðar- lega umfangsmikil en eins og stað- an er í dag virðist framkvæmdin hafa takmörkuð áhrif á íbúaþró- un á Austurlandi nema ef væri í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði. Fólksflutningar halda áfram til höfuðborgarsvæðisins frá öðrum byggðarlögum og framkvæmdin ýkti stórkostlega kynjaskipting- una á framkvæmdasvæðinu. Eðli verksmiðjuvinnunnar er ekki lík- legt til að snúa þessu við í nánustu framtíð en Hjalti lagði áherslu á að áhrifin væru ekki komin fram að fullu og hrunið í október 2008 flækti þá mynd. Hér hlytu menn að spyrja hvort ekki væri afleik- ur að hætta rannsóknum á áhrif- um framkvæmdarinnar á þessum tímapunkti. Menntun og menning Það væri sögufölsun að halda því fram að Magna og hagfræðipæl- ingu hans hafi verið vel tekið af meirihluta ráðstefnugesta. Kenn- ing hans hljómaði reyndar mjög sannfærandi í eyrum blaðamanns og nokkurra annarra. Hins vegar var það mál manna að um grófa einföldun væri að ræða. Sem er kannski rétt. Um langt skeið hefur verið skýr kynjamunur í búferla- flutningum frá lands- byggð til þéttbýlis. Þetta á við um allan hinn vestræna heim. Á sama tíma virðist sem ólík viðhorf kynj- anna til búsetu og lífsgæða hafi ekki verið tekin með í reikning- inn þegar and- æfa skal byggða- röskun. Ungar konur sækja frekar í fram- halds- og háskóla- nám. Þær sækja síður í hefðbundin störf í frum- vinnslugreinum en eru mun fleiri í flokki sérmennt- aðs starfsfólks og í yfirgnæfandi meirihluta í þjónustustörfum. Það virðist því einhvern veginn liggja í augum uppi að eina ráðið til að tryggja jafna kynjasamsetningu á landsbyggðinni sé að auka áherslu á menntun og fjölbreytt atvinnu- tækifæri á þeim slóðum. Það er nefnilega svo að lífvænlegt sam- félag verður ekki byggt öðru kyn- inu að stórum hluta. Slík samfélög falla saman innan frá og verða seint byggð upp aftur. Vilja koma aftur Það er stór ákvörðun fyrir fólk að flytja burt frá því samfélagi sem það þekkir best. Slík ákvörð- un er ekki tekin nema rík ástæða liggi til grundvallar. Færeyingar þekkja þetta á eigin skinni. Þeir hafa gengið í gegnum kreppur sem hafa rænt þá stórum hópum fólks og hefð er fyrir því að eyj- arskeggjar leiti sér menntun- ar í Danmörku og víðar. Mikill minnihluti þeirra sem fara snýr til baka. Suni Poulsen, sérfræðingur við Kaupmannahafnarháskóla, hefur rannsakað hvernig hægt sé að fá brottflutta Færeyinga í Dan- mörku til að snúa heim, en rann- sóknin er unnin á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar. Sú niðurstaða hans vakti athygli að allir Færey- ingar, sem rannsókn hans náði til, gátu hugsað sér að snúa aftur til heimalandsins. Niðurstaða hans var að fólk hugsar reglulega um að snúa til baka og þá gjarna þegar einhverjum áfanga í lífinu er náð. Nefndi hann sérstaklega námslok, þegar fólk hefur búskap og barn- eignir og eins síðar þegar börn- in fara að heiman. Einnig hugsa margir um að fara heim þegar fjölbreytni borgarsamfélagsins missir aðdráttarafl sitt eða þegar takmarki er náð á vinnumarkaði. Færeyjar og færeysk menn- ing er því ekki hindrun í sjálfu sér og lausnin er ekki falin í því að reyna að bjóða það sama og danskar borgir. Ég skildi Suni þannig að byggja skyldi á því sem fyrir væri, leita að sérkennum samfélagsins og byggja á þeim grunni. Svo mætti lengi flétta saman gamalt og nýtt. Þetta á við hér á landi eins og í Færeyjum, myndi ég halda. ■ Norræna Atlantssamstarfið er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja, Grænlands og norður- og vesturhluta Noregs. NORA heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og er hluti af norrænu samstarfi á sviði byggðamála og svæðasamstarfs. ■ Aðalskrifstofan er í Þórshöfn í Færeyjum og eru lands- skrifstofur í hverju aðildarlandanna. Byggðastofnun hefur umsjón með starfinu á Íslandi. Á árinu 2008 tóku Færeyingar við formennskunni, en Ísland tekur við henni árið 2010. Stærstur hluti tekna NORA kemur frá Norrænu ráðherranefndinni, en einnig koma árleg framlög frá þátttökuþjóðunum. ■ NORA veitir styrki til verkefna sem stuðla að eflingu atvinnulífs og byggða með auknu samstarfi atvinnulífs, einstaklinga og stofnana á milli landanna. Málaflokk- ar verkefnastyrkjanna eru auðlindir sjávar, ferðamál, upplýsingatækni, samgöngur og flutningar og efling fámennra byggðarlaga. ■ Áhersla er lögð á samstarf innan samstarfssvæðis- ins og á miðlun reynslu og þekkingar í byggða- og atvinnumálum, en einnig er lögð áhersla á nýsköpun og sjálfbæra þróun. ■ Innan NORA er áhugi á auknum tengslum og verkefna- samstarf við lönd við Norður-Atlantshaf – Skotland, Hjaltlandseyjar, Orkneyjar og einnig austurströnd Kanada. NORRÆNA ATLANTSSAMSTARFIÐ – NORA Konurnar eru lykillinn Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.