Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 32
HRÍSEYINGABINGÓ verður haldið á vegum Hríseyingafélagsins á höfuðborgarsvæðinu sunnudag- inn 22. nóvember. Bingóið verður í Áskirkju og hefst klukkan tvö. Veitingar verða seldar á staðnum. „Þannig er mál með vexti að ég, eins og flest allir arkitekar, missti vinnuna í hruninu og það var að sjálfsögðu mikið áfall,“ segir Sigurbjörg Pétursdóttir innanhússarkitekt sem opnar nú um helgina verslunina Twizzt á Smáratorgi 1. „Ég ákvað að snúa vörn í sókn og skapa mér lifibrauð á öðrum vettvangi og hafa gaman af þessu.“ Sigurbjörg segist reynd- ar ekki óvön verslunarbransan- um því hún hafi starfað við versl- un og viðskipti í hartnær fjörutíu ár. „Ég starfaði í fataverslun í Kringlunni frá maí á þessu ári og fékk þá hugmyndina að því að fara út í eigin verslunarrekstur,“ segir Sigurbjörg. Verslunin Twizzt mun bjóða upp á fylgihluti fyrir dömur, herra og börn. Á opnunardaginn á sunnu- dag verður ýmislegt um að vera. „Stelpan mín, Linda Ósk, sem er orðin átján ára, er að læra dans og ætlar til dæmis að undirbúa tísku- sýningu. Hún er mjög aktív í dans- inum, hefur tekið snúninga með Haffa Haff og fleirum. Hún mun einnig halda danssýningu á opn- unarhátíðinni,“ segir Sigurbjörg og tekur fram að dóttir hennar sé meðeigandi verslunarinnar og að barnabarnið sem einnig er átján ára muni aðstoða. Það leggjast því allir ættliðir á eitt til að láta dæmið ganga upp. Í Twizzt verða í boði vörur frá Bretlandi en Sigurbjörg er opin fyrir því að taka inn íslenska hönnun seinna meir þegar búðin er komin vel á koppinn. Verslunin verður opnuð á sunnu- daginn klukkan tólf en tískusýn- ingin hefst klukkan tvö. Opnunar- daginn verður 20 prósent afsláttur af öllum vörum og svo verður 15 prósent kynningarafsláttur til 1. desember. „Ég býð gestum og gangandi upp á kaffi og konfekt og svona og danssýningin verður náttúrulega mjög flott. Módelin verða í öllu svörtu en ganga með skart og veski og sýna vörurnar,“ segir Sigurbjörg sem ætlar að blása á allt kreppuböl ásamt dótt- ur sinni og barnabarni á Smára- torginu í Kópavogi. niels@frettabladid.is Snýr vörn í sókn Innanhússarkitektinn Sigurbjörg Pétursdóttir missti eins og margir aðrir arkitektar vinnuna á síðasta ári. Hún ákvað því að breyta til og opnar á sunnudag verslunina Twizzt með aðstoð dóttur og barnabarns. Mæðgurnar Sigurbjörg og Linda Ósk voru í óða önn að undirbúa opnun verslunar sinnar Twizzt sem þær eiga saman. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Verkefninu ljómandi borg er ætl- að að gleðja íbúa og gera borg- ina hlýlegri og skemmtilegri. Tveir næstu dagskrárliðir Ljóm- andi borgar verða á sunnudag og fimmtudag. Sunnudaginn 22. nóv- ember verða barnadagar í Borg- arbókasafni. Sögustund verður klukkan 15 í aðalsafni Borgarbóka- safns á Tryggvagötu en Valgerð- ur Ólafsdóttir les upp úr bók sinni, Saga um tilfinningar. Fimmtudaginn 26. nóvember k lukk- an 20 verða síðan franskir straumar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þá les Sigurður Pálsson rit- höfundur upp ljóð í anda sýningarinnar „André Kértesz Frakk- land – landið mitt” og Tríó Vadims Fyodorov harmonikkuleikara spil- ar franska musett- og vals- sveiflu í bland við heims- og djasstónlist. Upplestur fyrir börn og franskir straumar Sigurður Pálsson les upp ljóð í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Háloftasinfónía FÉLAG ELDRI BORGARA Í REYKJA- VÍK GEFUR ÚT JÓLAKORT Í ÁR. Myndin á jólakortum Félags eldri borgara í Reykjavík heitir Hálofta- sinfónía og birtir mynd af smá- fuglum á flugi. Hún er eftir lista- konuna Sveinbjörgu Hallgríms- dóttur. Í hverjum pakka eru samtals sex kort og pakkinn kostar 1.200 krónur. Jólakortin eru mikilvæg- asta fjáröflunarleið Félags eldri borgara. Þau eru send til félags- manna og annarra velunnara. Einnig er hægt að kaupa kort á skrifstofu félagsins í Stangarhyl 4 í Reykjavík. Áður 19.990 Nú 14.990 Stærðir 38-48 ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.