Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 8
8 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR 1 Hvað hafa margir refir verið veiddir árlega síðustu ár? 2 Hver notaði hendina til að leggja upp mark og koma Frakklandi í úrslit HM í knatt- spyrnu? 3 Hver er þjálfari danska handknattleiksliðsins GOG Svendborg? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 FJÁRMÁL „Falli ég og aðrir fyrrverandi starfsmenn frá okkar kröfum mun því helmingur þeirra renna til Breta og Hollendinga,“ segir í yfirlýsingu Yngva Arnar Kristinssonar þar sem hann útskýrir ástæðu þess að hann krefst 229 milljóna króna úr þrota- búi Landsbankans. „Um er að ræða lögvarðar kröfur sam- kvæmt ráðningarsamningnum og eru þær aðallega til komnar vegna kauprétta sem voru í vanskilum af hálfu bank- ans frá árinu 2007. Óvíst er hvort þær verða samþykktar,“ segir Yngvi, sem kveður ljóst að ríkissjóðir Bretlands og Hollands muni fá um helming af eignum þrotabús Landsbankans. „Ég hef ekki áhuga á að styrkja þær þjóðir frekar en orðið er. Þá er ljóst að um helmingur af kröfum starfsmanna, verði þær samþykktar, munu renna til ríkissjóðs vegna tekjuskatta og enn meira ef tekið er tillit til óbeinna skatta. Ísland og íslenska ríkið mun því ekki skaðast af kröfum mínum í þrotabúið,“ segir í yfirlýsingu Yngva, sem starfaði sem framkvæmda- stjóri verðbréfasviðs hjá Landsbankanum en starfar nú tímabundið sem ráðgjafi Árna Páls Árnasonar félagsmálráðherra. Þá upplýsir Yngvi að hann ætli ekki sjálf- um sér þær upphæðir sem hann telur sig eiga rétt á. „Sjálfur hef ég ákveðið að komi til þess að kröfur mínar verði samþykktar af þrotabúinu renni þær, að frádregnum sköttum, til velferðarmála,“ segir í yfirlýsingunni. - gar Yngvi Örn Kristinsson sem gerir 229 milljóna króna kröfu í bú Landsbankans: Ætlar að forða peningunum undan kröfum Icesave-þjóða YNGVI ÖRN KRISTINSSON Áður framkvæmdastjóri í Landsbankanum en er nú ráðgjafi félagsmálaráð- herra. Fái Yngvi greiðslur frá Landsbankanum kveðst hann munu gefa peningana til velferðarmála. Norðurlandaráð veitir árið 2010 náttúru- og umhverfis- verðlaun í 16. sinn. Verðlaunin eru 350 þúsund danskar krónur. Þema ársins 2010 Árið 2010 verða náttúru- og umhverfisverðlaunin veitt norrænu fyrirtæki, stofnun, fjölmiðli eða einstaklingi, sem hefur verið í fararbroddi og haft áhrif, beint eða óbeint, á fjármála- markaðinn, fjármögnunariðnaðinn, banka eða ráðgjafa í því augnamiði að vinna að langtímamarkmiðum og samþætta sjálfbærni (náttúru- og umhverfismál og samfélagsábyrgð) í fjársýslu. Leitað er m.a. eftir tilnefningum um: • aðila sem með starfi sínu hafa aukið þekkingu neytenda og viðskiptavina í gegnum fjölmiðla, með fyrirlestrahaldi, ritun bóka eða á sambærilegan hátt, • frjáls félagasamtök/einstaklinga sem hafa með góðum árangri verið virk í vinnuhópum (siðfræðiráðum o.s.frv.), stjórnum eða því um líku, • umhverfisfyrirtæki, sjóði, banka o.s.frv. sem óháður aðili hefur lagt mat á. Öllum er heimilt að senda tillögur. Rökstyðja skal tillöguna og lýsa því í hverju starfið eða framlagið felst og hver inni eða hafi innt það af hendi. Verkefnið verður að vera faglegt og hafa þýðingu fyrir stærri hópa í einu eða fleiri ríkjum Norðurlanda. Tillagan skal rúmast á tveimur útprentuðum síðum í A4-broti. Verðlaunahafinn er valinn af dómnefnd sem skipuð er fulltrúum norrænu ríkjanna fimm og sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tillögunni á að skila á sérstöku eyðublaði, og skal hún hafa borist skrifstofu dönsku sendinefndarinnar í Norðurlandaráði í síðasta lagi föstudaginn 11. desember 2009 kl. 12.00. Eyðublaðið má nálgast á vefsíðu Norðurlandaráðs www.norden.org eða á skrifstofu dönsku sendinefndarinnar. Norðurlandaráð Danska sendinefndin Christiansborg DK-1240 København K Sími +45 3337 5999 Fax +45 3337 5964 Netfang: nrpost@ft.dk F í t o n / S Í A Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2010 Eignatjón og ölvun Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku. Engin teljandi meiðsl urðu á fólki en töluvert eigna- tjón. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur og annar fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna í umdæminu í liðinni viku. LÖGREGLUMÁL Loka í Neskaupstað Ákveðið hefur verið að loka skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í Neskaupstað um áramótin. Starf- semin verður flutt til Reyðarfjarðar. Tilhögunin á að spara sveitarfélaginu fimmtán milljónir króna árlega. Á skrifstofunni í Neskaupstað starfa ellefu starfsmenn. SVEITARSTJÓRNARMÁL JAFNRÉTTISMÁL Ef atvinnulífið sýnir ekki marktækan árangur í því að jafna kynjahlutföll í stjórnum fyr- irtækja fljótlega upp úr áramót- um er einboðið að setja kvóta til að rétta hlut kvenna. Þetta sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra í ávarpi sínu við setningu norrænn- ar ráðstefnu um kyn og völd sem nú stendur yfir í Reykjavík. Árni Páll lýsti einnig vonbrigð- um með að hlutfall kvenna í stjórn- um við endurreisn fyrirtækja hefði ekki hækkað sem skyldi, þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum og verklags- reglum þar um. Í tilkynningu frá félagsmála- ráðuneytinu segir að Norðurlanda- þjóðirnar séu í fremstu röð í heim- inum þegar litið sé til stöðu kvenna í stjórnmálum. Á hinn bóginn blasi við allt önnur mynd þegar litið sé til hlutar kvenna í stjórn- um og meðal stjórnenda stærstu fyrirtækja þar og innan samtaka í atvinnulífinu. Sérstaklega er fjallað um það á ráðstefnunni hvers vegna hægar gengur að jafna hlut kynjanna í atvinnulífinu en í stjórnmálunum. Á ráðstefnunni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á kyni og völdum í stjórnmálum og atvinnulífi á Norðurlöndum sem norræna ráð- herranefndin fól Norrænu kvenna- og kynjarannsóknarstofnuninni að vinna á síðasta ári. Tuttugu fræði- menn frá öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í verkefninu. - sh Ef kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja lagast ekki sjálfkrafa þarf að beita handafli: Árni Páll boðar kynjakvóta ÁRNI PÁLL ÁRNASON Vill knýja fram jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja ef þau koma ekki af sjálfu sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN, AP Heilbrigðisfrum- varp Baracks Obama Banda- ríkjaforseta og Demókrata- flokksins var í gær lagt fram í öldungadeild Bandaríkjaþings, tæpum tveimur vikum eftir að fulltrúadeildin samþykkti sína útgáfu af frumvarpinu. Útgáfa öldungadeildarinnar er í meginatriðum sambærileg útgáfu fulltrúadeildarinnar, en þó skilur á milli í nokkrum veigamiklum atriðum. Til að mynda er ekki í frumvarpi öld- ungadeildar ákvæði sem bann- ar greiðslur til fóstureyðinga úr sjóðum hins opinbera. - gb Heilbrigðisfrumvarp Obama: Kemur til kasta öldungadeildar VIRKJANIR Uppbygging jarðhita- svæða til orkuöflunar hefur tekið áratugi og ljóst er að slík svæði á Reykjanesi verða ekki tilbú- in í bráð. Enn á eftir að rannsaka svæðin og óljóst er hve mikla orku þau gefa eða hvenær hún verður nýtanleg. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri Íslenskra orkurannsókna, bendir á að uppbygging á Nesjavöllum hafi tekið um tuttugu ár og í Svartsengi þrjátíu ár. Menn hefðu getað unnið hraðar, en best sé að uppbyggingin sé hófsöm og í skrefum. „Það er mjög mikil orka bund- in í þessu og það er langt, langt umfram það sem við getum notað, en ég vil taka það fram að þetta er ekkert í hendi. En þegar menn eru að ræða um hvort nóg orka er aðgengileg fyrir álver af tiltek- inni stærð skiptir tímaramminn gríðarlegu máli. Ef spurt er: Geturðu útvegað þessa orku árið 2012? er svarið væntanlega nei. Það er ekki hægt að útvega orkuna fyrir 360 þúsund tonna álver árið 2012, enda eru menn náttúrlega að hugsa um að byggja þetta upp í áföngum, á ein- hverjum óskilgreint löngum tíma. Það byggist auðvitað ekkert upp öðruvísi en orkan fáist.“ Ólafur segir að til að svara spurningum um hve mikil orka sé á svæðinu verði að halda rannsókn- arborunum áfram. Þær standi allar meira eða minna fastar í leyfismál- um. „Menn þurfa að halda þeim áfram á ákveðnum skynsamleg- um hraða til að geta svarað þess- um spurningum, um hve mikið og hvenær.“ Framkvæmd- ir eru hafnar við álver Norðuráls í Helguvík og stefnir fyrirtæk- ið að því að það geti framleitt 360 þúsund tonn af áli árlega. Slíkt álver þarf 625 megavött af orku. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær er fyrirhugað að reisa álverið í fjór- um níutíu þúsund tonna áföngum. Vonast er til að fyrsti áfanginn verði tilbúinn 2012. Miðað við þetta verður fullbúið 360 þúsund tonna álver tilbúið 2015 til 2016. Óvíst er þó hvaðan orkan í það mun koma. „Það er alltaf heppilegra að byggja jarðhitann frekar hægt upp. Það er eðli kerfanna, þetta er allt öðruvísi en vatnsaflið, þar þekkja menn ána og vita hve mikið vatn rennur í henni, þannig að hægt er að ganga að ákveðinni stærð af virkjun vísri. Í jarðhitan- um er það reynslan sem sker úr um þetta. Þá er óvarlegt að fara af stað með mjög stór orkuver á einu litlu svæði.“ Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segist litlar áhyggj- ur hafa. Samkvæmt mati á virkjanaáhrifum á suðvesturhorn- inu sé næg orka til fyrir álverið í Helguvík og aðra starfsemi. Orka Hellisheiðarvirkjunar hafi verið vanmetin, auk þess sem Lands- virkjun eigi enn óselda orku í kerf- um sínum. kolbeinn@frettabladid.is Orkuöflun fyrir álver gæti tekið tugi ára Uppbygging jarðvarmavirkjana tekur áratugi og ljóst er að ekki verður til orka fyrir 360 þúsund tonna álver í Helguvík strax. Rannsóknum er ekki lokið á svæðum sem ætluð eru til orkuöflunar. Framkvæmdir við álver eru hafnar. SVARTSENGI Uppbygging virkjana við Svartsengi hefur tekið um þrjátíu ár. Sérfræð- ingur í orkuöflun segir að best sé að byggja jarðhitasvæði hægt og rólega upp. Rannsóknum á svæðum sem nota á til öflunar orku fyrir álver í Helguvík er ekki lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓLAFUR G. FLÓVENZ VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.