Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 22
22 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR ATHAFNAVIKA: Prjónadagurinn mikli „Ég lét mitt fyrsta verk verða að skreyta Óskabrunninn,“ segir leikkonan Hrefna Hall- grímsdóttir, kunn sem annar helmingur tvíeykisins Skoppa og Skrítla. Hrefna er talskona Alþjóð- legu athafnavikunnar og er með Athafnateygju númer 173. Sú kvöð fylgir Athafnateygjunni að handhafar hennar þurfa að ljúka ákveðnum verkefnum áður en þeir geta látið hana ganga til næsta manns. Hrefna fékk teygjuna á mánudag. Hún afhenti hana föður sínum samdægurs. Þær Skoppa og Skrýtla hafa safnað óskum barna í brunn- inn víða um heim í þrjú ár og eru óskirnar í honum í kringum þrjátíu þúsund. Óskabrunnurinn verður vígð- ur í Borgarleikhúsinu klukkan tíu dag og hafa þær Skoppa og Skrýtla boðið hundrað börnum úr þremur skólum til að vera viðstödd athöfnina. Börnin, sem eru á aldrinum fjögurra til sjö ára, hafa unnið að verk- efnum um það hvað þau lang- ar til að gera þegar þau verða stór í skólum sínum alla vikuna. Börnin kynna verkefni sín við athöfnina en hitta síðan fólk úr ýmsum starfsstéttum. - jab Skoppa og Skrítla vígja Óskabrunn barnanna: Hafa safnað þrjátíu þúsund óskum SKOPPA OG SKRÍTLA Hrefna Hallgríms- dóttir, þekkt sem Skrítla, afhenti föður sínum Athafnateygjuna sama dag og hún fékk hana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í tilefni Alþjóðlegrar athafnaviku hélt dansarinn Peter Anderson hjá Íslenska dansflokknum fyrir- lestur um lesblindu í stuðnings- áfanga fyrir lesblinda nemendur í Fjölbrautaskólanum í Ármúla á miðvikudag. Elín Vilhelmsdóttir, kennslustjóri dyslexíustoðþjónustu FÁ, segir Peter hafa verið frábæran. „Hann náði vel til nemendanna. Hann hvatti þá til dáða og jók trú þeirra á sjálfum sér,“ segir Elín. „Það að hann er sjálfur lesblind- ur hefur mikil áhrif á nemendur. Ég vil endilega að hann nýtist fleiri les- blindum. Við vorum tveir kennar- ar inni hjá hópnum og hann kom okkur til að hugsa. Samt erum við bæði vön að vinna með lesblindum nemendum.“ Peter er nú fastráðinn dans- ari hjá Íslenska dansflokknum en hann hefur í fimmtán ár dansað hjá ýmsum dansflokkum í Evrópu. - sh Lesblindur dansari úr Íslenska dansflokknum hafði góð áhrif á nemendur FÁ: Dansari fræðir um lesblindu „Við ætlum að prjóna saman barnavettlinga og gefa þá í söfn- un Mæðrastyrksnefndar,“ segir Gerður Eðvarðsdóttir, sem á og rekur hannyrða- og kaffihús- ið Heitt á prjónunum á Ísafirði. Hún reiknar með um fimmtán manns, allt frá átta ára til átt- ræðs, í prjónakaffi sem hald- ið verður í hannyrðaverslun- inni í dag í tilefni af útgáfu nýja prjónablaðsins Björk. Þetta er fyrsta tölublað prjóna- blaðsins sem bætist í litríka flóru prjónablaða á markaðnum. Þau verða nú að minnsta kosti fjögur og tengjast sum þeirra ákveðnum gerðum af garni, jafnt íslensku sem innlendu. Í nýja blaðinu er lögð áhersla á íslensk munst- ur og viðtöl við prjónakonur og ýmislegt fleira sem tengist prjónaskap. Útgáfunni er fagnað í að minnsta ellefu hannyrðaverslun- um víða um land á milli klukk- an fjögur og sex í dag og fitjað verður upp og prjónað í nokkrum þeirra. Vinsældir prjónaskapar hafa vaxið jafnt og þétt síðustu misseri og sér ekki fyrir enda á því. Prjónakaffi hefur verið haldið öll mánudagskvöld í hannyrða- versluninni Heitt á prjónunum síðan búðin opnaði í júní. Kökurn- ar og kruðeríið í kaffihúsinu bakar Gerður sjálf. „Það er alltaf mikil eftirvæn- ing eftir nýju prjónablaði. Ég verð bara að treysta á að vera komin með það í hendur,“ segir Sigrún Ingvarsdóttir í hannyrða- versluninni Esar á Húsavík þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún reiknar með mikilli aðsókn í tilefni af útkomu tíma- ritsins, sem verður fagnað fyrir norðan á milli klukkan fjögur og sex í dag. Sigrún segir Húsvíkinga alvana prjónakaffi sem þessu enda sé Slysavarnadeild kvenna á Húsa- vík með árlegt prjónakaffi. Það næsta verður haldið 9. desember næstkomandi. Af þeim sökum telur hún ólíklegt að prjónarn- ir verði teknir upp í dag. Boðið verður upp á kaffi og með því og rætt um prjónaskap auk þess að von er á einhverjum uppákom- um. „Við erum alltaf spennt fyrir nýjum munstrum,“ segir hún. jonab@frettabladid.is Hannyrðafólk bíður spennt eftir nýjum prjónamynstrum Nýtt prjónablað kemur út í dag. Hannyrðafólk bíður spennt eftir því hvaða munstur leynast þar. Prjóna- skapur hvers konar á miklum vinsældum að fagna víða um land. Mun fleiri prjónablöð eru gefin út nú. FRÁ HÚSAVÍK Húsvíkingar eru alvanir prjónaskap. Í desember ár hvert heldur Slysa- varnadeild kvenna á Húsavík slík kvöld þar sem ýmislegt verður til úr garninu. PETER ANDERSON Peter flutti fyrirlestur í stuðningsáfanga fyrir lesblinda. Hann er sjálfur lesblindur. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI PRJÓNAKVÖLD Ísfirðingar hafa komið saman á mánudagskvöldum í hannyrða- versluninni Heitt á prjónunum síðan í sumar og spjallað yfir prjónaskapnum. 09.00 – 12.00 Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Húsavík - Opið hús, Garð- arsbraut 5, 3. hæð Húsavík 10.00 – 16.00 Hugmyndasmiðja Klaks, Klak, Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Kringlunni 1 (gamla Morgunblaðshúsið) 12.00 Slow food-kynning, Nýheimar, Höfn í Hornafirði (miðrými) 12.00 – 13.00 Samfélagsleg nýsköpun, Ebikos, Háskólinn í Reykjavík, Kringlunni 1, stofa K5 12.10 Frumkvöðlar í vísindaporti, Háskólasetur Vestfjarða, Ísafirði 13.00 – 20.00 Smíði rafbíls, Lagna- kerfamiðstöð Íslands, Keldnaholti 13.00 – 14.00 Hlutverkasetur, Kynn- ing, Hlutverkasetrið, Borgartúni 1, 2. hæð (gengið inn sjávarmegin) 14.00 – 16.00 Barn og náttúra, Litla kistan, Bergstaðastræti 13 14.00 – 16.00 Leikræn óvissuferð, Hlutverkasetrið, Borgartúni 1, 2. hæð (gengið inn sjávarmegin) Upplýsingar um ótímasetta viðburði má finna á heimasíðu Athafnavikunnar, www.athafna- vika.is Föstudagurinn 20. nóvember Mikill kraftur er í Athafna- vikunni á Höfn en þar eru 65 atburðir skráðir í vikunni. Í sveitarfélaginu búa um 2.100 íbúar þannig að viðburðafjöldi er tilkomumikill. Meðal þess sem bryddað hefur verið upp á er hláturjóga, þrauta- lausn í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og sýning Ara Þorsteinssonar hjá Nýsköp- unarmiðstöð Íslands á mynd- bandi frá Noregi. Þar var búið að útbúa litla útgáfu af virkjun sem byggði á þeim kröftum sem myndast þegar saltvatn mætir fersku vatni, en slík skilyrði má finna víða í sveitarfélaginu. Athafnateygjurnar ganga svo rösklega manna á milli í bænum en markmið aðstandenda er að sem flestir taki þátt í leiknum. Nánari upplýsingar má sjá á www.athafnateygjan.is og http:// www.rikivatnajokuls.is/media/ vidburdir/athafnavika.pdf. 65 atburðir í 2.000 manna samfélagi á Höfn í Hornafirði: Vikan mjög vinsæl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.